Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 181
181
Flestar leiðirnar til að bæta heiminn eru smáar, nafnlausar og gleymdar,
en þó skipta þær þúsundum. Á hinn bóginn eru aðeins nokkrar leiðir til
að gera heiminn verri: fáfræði, græðgi og ofbeldi. Áhrif þeirra geta reynst
„hryllileg, takmarkalaus, órökrétt og svipleg“. Uppbygging á sér stað með
hverju litlu hænufetinu á fætur öðru. Eyðileggingin getur verið víðtæk og
varanleg. Og, rétt eins og Stevenson benti á, munum við hvaða aðferðum
er beitt til að gera heiminn verri. Þegar atburðurinn er afstaðinn verða þær
þungbærar.
Við gætum skilið höfunda eins og Vygotsky svo að hugurinn sé félags-
legt fyrirbæri og að miklu leyti mótaður af tungumálinu.44 Þannig geti
lesturinn smám saman stuðlað að mótun huga og sjálfsmyndar. Við gætum
jafnvel tekið undir með Booth og sagt að bækur og bókmenntapersónur
eigi þátt í að gera okkur að því sem við erum á sama hátt og vinir okkar.45
Ef við vöndum val bókanna okkar ekki síður en vina okkar, getum við því
sagt að lítilfjörlegur verknaður eins og lestur eigi þátt í að auka skilning
okkar, sem frumeinda innan félagslegu heildarinnar.
Eins og George Eliot orðaði það 1856:
Það sem við eigum listamanninum helst að þakka, hvort sem um er að
ræða listmálara, ljóðskáld eða rithöfund, er efling á samkennd okkar.
Skírskotanir sem byggja á alhæfingum og tölfræði krefjast tilbúinnar
samkenndar og siðferðiskenndar sem er orðin virk; en mynd af mann-
lífinu sem sannkallaður listamaður getur kallað fram kemur jafnvel
þeim ómerkilegustu og eigingjörnustu í opna skjöldu og fær þá til
að gefa einhverju sem stendur utan þeirra sjálfra gaum, en það mætti
kalla hráefnið í siðferðiskenndinni … Listin stendur lífinu næst; hún
gerir okkur kleift að magna hverja upplifun og víkka tengsl okkar við
náungann út fyrir mörk einstaklingsbundinnar reynslu.46
Þó svo að rannsóknarefni okkar þurfi að etja kappi við ,miklu háværari
skarkala reynslunnar‘, teljum við það eiga erindi við okkur öll. Ef til vill
lítið erindi en mikilsvert engu að síður.
Jóhann Axel Andersen og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir þýddu
44 Lev Vygotsky, Thought and Language, Cambridge, MA: MIT Press, 1962.
45 Wayne C. Booth, The Company We Keep: An Ethics of Fiction, Berkeley, CA: Uni-
versity of California Press, 1988.
46 George Eliot, The Works of George Eliot. Essays, Edinburgh: Blackwell, 1883, bls.
192–193.
Að SKRIFAOGLESA