Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 HelgarblaB DV EINAR ÞÓR SIGURÐSSON bladamadur skrifar Hlutabréfamarkaðurinn síðasta árið hefur einkennst af miklum sveifl- um. íslensk fyrirtæki hafa ekki far- ið varhluta af þessum breytingum og hafa hlutabréf í mörgum stærstu fyrirtækjum Islands lækkað umtals- vert. íslenski hlutabréfamarkaður- inn hefur vaxið gríðarlega á síðustu íimm árum en í þeirri niðursveiflu sem einkennt hefur markaðinn ganga verðmætin til baka. Titringinn má rekja til Bandaríkjanna en síð- asta sumar hófu þarlendir bankar að veita hundrað prósenta lán til fast- eignakaupa. Afleiðingin varð sú að fjárfestar fóru að halda að sér hönd- um sem leiddi til þess að fjármögnun bankanna varð erfiðari. Erfiðir tímar Tryggvi Þór Herbertsson, hag- ffæðingur og forstjóri Askar Capi- tal, segir að nú séu erfiðir tímar í fjármálalífi heimsins. Hann segir að áhættusæknin sem einkennt hefur fjármálalífið undanfarin ár sé á und- anhaldi og í staðinn séu fjárfestar áhættufælnir. Þessir umbrotatímar byrjuðu síðasta sumar þegar bank- arnir fóru að lána efnaminna fólki fjármagn til fasteignakaupa í aukn- um mæli. Þá hafi menn dregið að sér hendurnar sem leiddi til þess að fjármögnun bankanna varð erfiðara og útlán þar af leiðandi erfið- Ásgeir Jónsson Fyrirtæki hafa grætt það mikið að lækkunin núna ætti ekki að hafa mikil áhrif, segir Ásgeir. ari. Það hafði ekki einungis áhrif í Bandaríkjunum en erfiðara varð að fá lánað fyrir þá fjárfesta sem byggt höfðu á lánum frá bönkunum. Þessi samdráttur varð því til þess að fram fóru að koma lækkanir á hlutabréf- um. Tryggvi Þór segir að ekki sé tíma- bært að segja til um hvenær ástandið muni breytast. „Ég held að ef maður skoðar íslenska fjármálakerfið, þá eru undirstöðurnar mjög góðar. Það ætti að geta staðið af sér ansi margt. Það er samt hægt að beygja öll tré þangað til þau brotna," segir Tryggvi. Dómínó-áhrif Ekki er sjálfgefið að þau fyrirtæki sem hafa verið hvað mest áberandi í útrásinni séu að tapa mestu. Hluta- bréfalækkunin síðasta árið hefur haft víðtæk áhrif og hafa heimili lands- ins ekki farið varhluta af þróuninni. Þannig má rekja hækkun vaxta á húsnæðislánum beint til lækkun- arinnar á hlutabréfamarkaðnum. Áhrifanna er ekki einvörðungu að gæta á íslandi heldur finna öll hagkerfi sem tengd \W eru alþjóðafjármálamörkuðum fyrir lækkuninni. Það eru ekki nema ein- angruð hagkerfi hjá þjóðum á borð við Norður-Kóreu sem finna ekki fyr- ir lækkuninni. Þau hagkerfi sem eru samþætt inn í heimshagkerfið verða vör við breytinguna. Hagnaður síðustu ár Ásgeir Jónsson hjá Greiningar- deild Kaupþings segir að þó útlitið sé þannig að sum fyrirtæki hafi verið að tapa sé það alls ekki þannig. „Frá ár- inu 2004 hefur markaðurinn hækkað mikið. Þeir sem hafa verið með pen- ingana sína í hlutabréfum hafa hagn- ast verulega á því. Þeir sem hyggjast fjárfesta í hlutabréfum verða að líta á það sem langtímafjárfestingu og eiga að líta yfir fjárfestinguna á löngu tímabili. Þess vegna er það ekki skyn- samlegt að selja þegar markaðurinn tekur dýfur. Kaupþing hefur til að mynda hækkað gríðarlega og það sama má segja um fyrirtæki á borð við Landsbankann og Actavis frá Þetta hefur því ekki jafn víðtæk áhrif ef litið er til sfð- ustu þriggja ára," segir Ás- geir. Ásgeir segir að hluta- bréfamarkaðurinn hafi ein- kennst af taugaóstyrk undan- farið. Þegar svona lækkanir komi Viröi hlutabréfa hefur sveiflast mikið á undanförnum árum og hafa íslensk fyrirtæki og íslenskir neytendur ekki farið varhluta af því. Ekki er útséð hvenær lækkunin gengur til baka. Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og forstjóri Askar Capital, segir að nú séu erfiðir tímar í fjármálalífi heimsins. MARKAÐSVIRÐI FYRIRTÆKJA Oags. Bakkavör 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. mal 2007 22. ágú 2007 21.okt2007 Markaðsvirði* 127 142 155 147 122 BAKKAVÖR Exista 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. maí 2007 22. ágú 2007 21.okt2007 -EXIST/V 228 306 382 386 295 FL Group 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. maí 2007 22. ágú 2007 21. okt 2007 Glitnir 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. ma( 2007 22. ágú 2007 21. okt 2007 Kaupþing 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. maí 2007 22. ágú 2007 21. okt 2007 264 232 206 312 385 401 424 365 534 728 818 868 665 Landsbankinn 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. ma( 2007 22. ágú 2007 21.okt2007 292 345 408 457 409 Straumur-Buröarás 22. nóv 2006 22. feb 2007 22. ma( 2007 22. ágú 2007 21. okt 2007 178 214 221 215 162 •Allar tölur eru f milljörðum króna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.