Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007
Umræða DV
By Mikael Wulff & Anders Morgenthaler
Ungir, skynsamir ormar
—'mmmm~~~~~~~————
*
HVAÐ BAR HÆSTIVIKUNNI?
Alvarleg húsnæðisstaða
„Að mínu mati er stærsta frétt vikunnar
hin sterku viðvörunarorð Standard og Poor's,
sem ráðherrar í ríkisstjóm segja að sé ekkert
að marka og hafa þar með hunsað orð þessa
félags og Seðlabankans. En ég verð að taka
undir með þessum aðilum því mér finnst
gríðarleg óvissa í efnahagsmálum þjóðarinnar
og ríkisstjómin virðist fljóta sofandi að
feigðarósi í þessum efnum.
Þá finnst mér stórfrétt hin alvarlega staða
sem blasir við á húsnæðismarkaðnum. Ungt
fólk getur varla keypt eða leigt sér húsnæði.
Við reyndum í þinginu að knýja fram svör frá
félagsmálaráðherra um það hvort standi til
að létta undir með þessu fólki, en því miður
hafa engin svör borist. Reyndar er sagt að
málið sé í nefnd, en sú nefnd átti að ljúka
sínum störfum fyrir þremur vikum. Eg heyri
það í kringum mig að fólk getur ekki beðið í
það óendanlega og einfaldlega hætt að kaupa
húsnæði eins og forsætisráðherra leggur til.
Veröldin er ekki svo einföld."
Birkir Jón Jónsson, alþingismaður
Þurfum síst annað REI-mál
„Það er tvennt sem stendur upp úr
í fréttavikunni í mínum huga og hvort
tveggja varðar hagsmuni almennings
andspænis þeim valdhöfum sem við
höfum falið að gæta þeirra. Hið fyrra er af
innlendum vettvangi, sem sé spurningin
um það hvort enn einu sinni hafi eigum
okkar, í þessu tilfelli húseignum á
Keflavíkurílugvelli, verið ráðstafað með
óeðlilegum hætti. Enn er þetta aðeins
spurning, en við henni þurfa að fást
óyggjandi svör í stað undanbragða á borð
við „þetta er svo lítið þjóðfélag". Síst af öllu
þurfum við annað bankagjafa- eða REI-
mál. Hið síðara er af erlendum vettvangi,
þar sem er fréttin af ótrúlegu hvarfi
persónugagna um alla barnabótaþega í
Bredandi. Eru borgararnir sffellt með lífið í
lúkunum á kerfisköllum?"
Árni Þórarinsson,
rithöfundur og blaðamaður
Jarðskjálfti íkjölfar
bókalesturs
„Jarðskjálftinn á Suðurlandi kom
svolítið við mig vegna þess að ég var
að lesa upp úr bókinni minni á Selfossi
þegar skjálftinn reið yfir. Hann var nokkuð
öflugur og það opnuðust meðal annars
skápar. Ég varð samt hissa á því hvað
fólkið var rólegt því það hristist nokkuð
duglega. Það er auðvitað stutt síðan stóru
skjálftarnir riðu yfir og því hefur þetta vakið
slæmar minningar hjá sumum. Svo fannst
mér merkileg fréttin um að nota jurtaolíu
sem eldsneyti og framleiða úr henni
repjur til eldsneytisnotkunar. Ég er mikill
áhugamaður um umhverfisvernd og fannst
þetta áhugavert. Það er kominn tími á að
við hættum að spúa út í loftið. Svo finnst
mér alltaf gaman að fylgjast með unga
fólkinu í Skrekk og það kviknar alltaf trú á
ff amtíðinni þegar maður sér hvað þessir
krakkar eru efnilegir."
Bergþór Pálsson, söngvari
Uggvænleg þróun
fíkniefnamála
„Jarðskjálftar á Selfossi, vaxandi sviftyks-
mengun í Reykjavík og 2 milljarða króna
rekstrarafgangur á Aðalsjóði Reykjavíkur-
borgar. Þetta vakti athygÚ mína í innlendum
fréttum. Þá fannst mér furðuleg fréttin um
að Bandaríkjamenn skuli hafa ædað að beita
Icelandair viðskiptaþvingunum fyrir að nota
flugvélar framleiddar í Bandaríkjunum til
þess að fljúga með ferðamenn til Kúbu.
Fjórðungsfjölgun fíkniefnabrota er lfka
umhugsunarefni. Vera kann að lögreglan
upplýsi fleiri mál en áður - en það er líka
hugsanlegt að tílefnunum sé að fjölga. Það er
uggvænlegt.
Af því sem ég hef sjálf verið að bardúsa
stendur lfldega hæst menningardagskrá á
sunnudag um vestfirsku skáldin sem ég tók
þátt í að skipuleggja ásamt fleirum í Holtí í
Önundarfirði. Hún tókst afar vel og var vel
sótt"
Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur
Jólin Roma snemma i ár.... Ertu búinn aÖ fá þér jólasKóna....
I
l
l
l
L
'h
SAMSUNC
mob'l*
www.joiutherji.is Ármúla 36 - s. 588 1560
Jói útherji
KNATTSPYRNUVERSLUN •