Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Helgarblað DV TÖLVUI&EIKIR / B \ Umsjón: Dóri DNA Netfang: dori@dv.is UORIDNASEGIR: Kíktuáþessa Call of Duty 4: Modern Warfare - PS3/XBOX 360 Assasins Creed - PS3/XBOX360 Super Mario Galaxy - wii Dead Head Fred - psp Simpsons the Game - allt LEIKIATÖLVUR Samkvæmt heimasíðunum vgchartz. com og nexgenwars.com sem sérhæfa sig i sölutölum leikjatölva hefur Wii selst best af þriðju kynslóðar vélunum, eða Wii, PS3 og Xbox 360. Þegar Wii kom á markað hafði Xbox 360 selst í um 10 milljónum eintaka og verið í ár á markaði. Síðan þá hefur Wii selst i um rúmlega 14 milljónum eintaka en Xbox 360 er komin í rúmlega 13 milljón eintök. Þá rekur PS3 lestina með rúmlega 5 milljónir eintaka seldar en búast má við miklum kipp um jólin í kjölfarið á ódýrari útgáfu PS3 sem er komin á markað. HAL0BÓKGERIR ÞAÐG0TT Bókin Halo: Cantact Harvest, skáldsaga sem byggð er á leiknum selst ansi vel um þessar mundir. Bókin er nýkomin út og komst strax Iþriðja sæti á kiljumetsölu- lista New YorkTimes. Aðra vikuna datt bókin niður um eitt sæti, en ljóst er að ansi margir hyggjast fylla vit sín af Halo- skáldskap fyrir jólin. Þær bækur sem eru á undan Halo-bókinni á listanum eru ekki af verri endanum, en það eru Love in the Time of Cholera, Water for Elephants og Flugdrekahlauparinn. Samkvæmt heimasíðunni gamerank- ings.com, sem er samansafn af tölvuleikjadómum alls staðar frá i heiminum, er Super Mario Galaxy besti leikur allra tima. í þeim skilningi að hann er með hæstu einkunn allra tíma, eða 97,7% af 100. Mario slær þar með Zelda ref fyrir rass því leikurinn Zelda: Ocarina of Time sem kom út á Nitendo 64 hafði setið í þessu sæti um árabil með einkunnina 97,6%. Fleiri dómar eiga eftir að reiknast inn í tölu Marios þannig að staða hans er ekki endanlega tryggð. En aftur á móti gæti hún einnig styrkst. Þá seldust 500.000 eintök af leiknum fyrstu vikuna hans á markaði. Hasarleikurinn The Club er væntanlegur á PC, Playstation 3 og Xbox 360 snemma á næsta ári. í leiknum fara spilarar í hlutverk harðsvíraðra glæpamanna sem keppast við að drepa aðra bófa fyrir peninga. Sýnishorn úr leiknum líta afar vel út. SKYLMINGAÞRÆLAR . % W Leikurinn The Club frá Bizarre Creations kemur út á næstu miss- erum. Leikurinn gerist ínánustu fram- tíð í ótrúlega svölum heimi þar sem allt snýst um „klúbbinn", undarlegan og harðsvíraðan félagsskap glæpa- manna, þar sem veðjað er á bardaga á milli kaldrifjaðra morðingja. Morðingjarnir sjálfir eru aðeins peð í leiknum en auðkýfingar sem kunna ekki aura sinna tal tryggja að klúbburinn sé starfræktur. Leikmenn fá þó að velja úr átta persónum til þess að spila, en hver persóna hefur sína galla og kosti, sem gætu skilið á milli feigs og ófeigs á átakastöðum í klúbbnum. Leikurinn mun vera einhvers konar blanda af fyrstu og þriðju persónu skotleikjum, en þó með „combó" og stiga tengdum bardögum eins og sést hafa í leikjum á borð við Devil May Cry. Þeir sem prófað hafa leikinn eru ansi hrifnir og segja að grafík, stýringar og sagan séu til fýrirmyndar. Borð leiksins eru mörg og mismunandi, stútfull af góðum stöðum sem henta til skotbardaga eða slagsmála. Leikmenn fá því fleiri stig sem þeir eru sneggri að koma andstæðingi sínum fýrir kattarnef, en það er víst tilgangur leiksins. Það var höfundurinn Gordon Rennie, sem á að baki sögurnar um Judge Dredd, sem var fenginn til þess að sníða persónur leiksins. En allar átta aðalpersónurnar hafa mikla dýpt og ætti því hver og einn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá má finna allt frá þýskum járnverksmiðjum yfir í breska herragarða í leiknum, en höfundar hans ferðuðust um heiminn þveran og endilangan til þess að finna viðeigandi staði, sem hægt væri að gera upp á nýtt. Þá hefur ennþá ekki verið tilkynnt um hin ýmsu leikafbrigði sem hægt verður að velja í leiknum. The Club er væntanlegur á PC, PS3 og Xbox 360 snemma á næsta ári. HEIÐUR AÐ SPILA ÞENNAN LEIK Ég hef nánast beðið eftir þessum djöfli allt mitt líf. Almennilegur leik- ur þar sem maður þeysist um vígvelli nútímans. Byssukúlur fljúga í kring- um mann, leyniskyttur, menn með hríðskotabyssur, þyrlur sveimandi yfir svæðið dælandi blýi í allt kvikt, alfa, charlie, bravó. Call of Duty er fyrstu persónu skotleikur af bestu sort. Grafíkin er nánast óaðfinn- anleg, allt frá áferðinni á byssunni manns yfir í ryklagðar stéttir Mið- Austurlanda. Leikmenn skiptast á að spila fyrir bresku sérsveitina SAS eða einhverja af þeim bandarísku. Sagan sem er sögð er skemmtileg, en þar eru leikmenn á höttunum eft- ir brjáluðum byltingarmanni sem hatar Vesturlönd eins og þau hefðu stolið af honum eiginkonunni. Hins vegar er sagan nokkuð stutt og kom það mér nokkuð á óvart þegar ég sá fyrir endalok leiksins. Það sem bæt- ir það aftur á móti upp er stórkost- leg netspilun. Þar sem maður fær xp-punkta fyrir hvern leik og hækkar í tign eftir því. Þeir sem eru svo hærri í tign hafa aðgang að betri vopnum og meiri skemmtun. Á köflum var ég sannfærður um að þessi leikur myndi eyðileggja fyrir mér lífið, svo góður er hann. Og þegar kærastan, vinkona hennar og eitt stykki vinur eru öll límd við skjáinn að stara á mig, grá- an fyrir járnum, í miðri eldlínunni, áttaði ég á mig á þremur hlutum: 1) Að horfa á svona góðan leik er ansi líkt því að horfa á góða bíómynd. 2) Það getur ekki verið langt í það að kvikmyndir verði hreinlega teiknað- ar og áhorfendur fái tækifæri til þess að taka þátt í þeim. 3) Ef þessi fær ekki fimm stjörnur, hver þá?.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.