Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 7
sem reiknuð er hjá Fasteignamati ríkisins, hækkaði sl. 12 mánuði minna en vísitala reiknaðrar húsaleigu, sem endurspeglar kostnað við eigið húsnæði í vísi- tölu neysluverðs. Reiknuð húsaleiga nær yfir hús- næði á landinu öllu, ólíkt vísitölu Fasteignamatsins, sem einungis nær til höfuðborgarsvæðisins. Ekki er heldur notuð sama aðferð við útreikning reiknaðrar húsaleigu og vísitalna Fasteignamatsins. Sterk vís- bending er um að húsnæði á landsbyggðinni hafi að undanförnu hækkað meira en húsnæði á höfuðborg- arsvæðinu, enda kemur það vel heim og saman við þróun efnahagsmála. Af vísitölum Fasteignamatsins má ráða að verð allra íbúða (sér- og fjölbýliseigna) á höfuðborgarsvæðinu hafi nýlega hækkað meira en verð íbúða í fjölbýli, sem felur í sér að stærri eignir hafi hækkað meira í verði en þær minni. Að nokkru leyti kann uppsveiflan í verði stærri húseigna, eftir tímabil lækkunar, að skýrast af hækkun hámarksupp- hæðar húsbréfalána sl. haust. Aðhaldsstefna Seðlabankans í peningamálum stuðlaði að gengishækkun krónunnar og minnkandi innlendri eftirspurn sem hvort tveggja leiddi til minni verðbólgu Það sem af er ári hefur þrennt stuðlað að hjöðnun verðbólgunnar, hækkun gengis krónunnar frá nóvem- berlokum og hjöðnun eftirspurnarspennu, eins og nánar verður fjallað um síðar, og aðgerðir ASÍ sem miðuðu að því að veita verslun og opinberum aðilum aðhald í verðákvörðunum. Aðhaldssöm peninga- stefna Seðlabankans hefur átt ríkan þátt í þeirri hjöðnun eftirspurnarspennu og gengishækkun krón- unnar sem eru forsendur hratt minnkandi verðbólgu á þessu ári. Þrýstingur ASÍ á veitendur opinberrar þjónustu hefur leitt til a.m.k. ½% lægri vísitölu en ella, eins og komið hefur fram. Erfiðara er að meta hve mikil áhrifin hafa verið á verslun, því að erfitt er að greina þau frá öðrum þáttum sem hafa stuðlað að minni verðhækkunum eða lægra verði á sama tíma. Minni eftirspurn eftir varanlegum og hálfvaranlegum vörum eins og bílum, heimilistækjum og fatnaði tak- markar svigrúm verslunarinnar til verðhækkunar. Óformlegar kannanir benda til aukinnar samkeppni í verslun með þessar vörur. Við slíkar aðstæður forðast fyrirtæki verðhækkanir í lengstu lög og grípa tæki- færi til verðlækkana sé þess kostur. Þessar aðstæður kunna að skýra hvers vegna gengishækkun krón- unnar hefur skilað sér hraðar í verðlagi ofangreindra vörutegunda að undanförnu en þegar gengi krónunn- ar styrktist á seinni hluta ársins 1999 og fyrri hluta ársins 2000. Þá virtust fyrirtæki hafa tilhneigingu til að nota gengisstyrkinguna til að auka hagnað sinn frekar en að láta neytendur njóta hennar í lægra vöru- verði. Hvað sem því líður kann athyglin sem aðgerðir ASÍ fengu að hafa eflt verðskyn og aukið meðvitund almennings um verðlagsmál, sem hvetur verslunina til að gæta hófs í verðlagningu.3 Innlendar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað nokkuð í verði undanfarna 3 mánuði. Erfitt er að full- yrða að hve miklu leyti um eiginlega verðlækkun er að ræða, því að fyrrgreind leiðrétting á grunni vísi- tölunnar hefur áhrif á þennan lið og ekki liggur fyrir nákvæm sundurliðun á áhrifunum. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað mun meira í verði eða um 3,9% undanfarna 3 mánuði. Þar gætir greinilega gengishækkunar krónunnar þótt hún hafi líklega ekki skilað sér að fullu. Undirliggjandi verðbólga síðustu 3 mánuði er lík- lega u.þ.b. 4% Nokkur umræða hefur átt sér stað um hver undir- liggjandi verðbólga sé um þessar mundir í ljósi verð- lagsþróunar það sem af er ári. Ýmsir sérstakir þættir hafa haft áhrif á vísitölu neysluverðs á síðustu mánuðum eins og fjallað hefur verið um hér að 6 PENINGAMÁL 2002/2 Mynd 3 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 1998 1999 2000 2001 2002 90 100 110 120 130 Janúar 1998 = 100 Verð á varanlegri og hálfvaranlegri innfluttri vöru og innflutningsgengisvísitala 1998-2002 Heimildir: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands. Verð varanlegrar og hálfvaranlegar vöru Innflutningsgengi 3. Þó verður að hafa í huga að áhrif slíkra aðgerða á verðbólgu geta ein- ungis verið tímabundin. Til lengdar er einungis hægt að ná varanlegum árangri í baráttu við verðbólgu með aðgerðum í peningamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.