Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 10
samsvarar 1½% árlegri hækkun, en gera má ráð fyrir að verðlag í alþjóðaviðskiptum hækki heldur minna en verð neysluvöru almennt. Launaþróun. Að undanförnu hafa komið fram skýrari vísbendingar en áður um að spenna á vinnu- markaði og í þjóðarbúskapnum í heild sé að breytast í slaka. Þetta endurspeglast í minna launaskriði síðustu mánuði en undanfarin ár. Að auki virðist nú ólíklegt að tilefni verði til uppsagnar launaliðar kjarasamninga í maí. Því er nú gert ráð fyrir að launa- skrið yfir þetta ár verði aðeins ½% og að það verði ekkert yfir árið 2003. Í síðustu spá var hins vegar gert ráð fyrir 1% launaskriði yfir hvort ár um sig. Yfir árið 2004 er reiknað með 1% launaskriði, sem ætla má að geti gerst við þokkalegt jafnvægi í þjóðar- búskapnum. Forsendur um framleiðnivöxt árin 2002- 2003 eru óbreyttar frá síðustu spá. Gengisþróun. Eins og jafnan í verðbólguspám Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist óbreytt frá spádegi. Þegar spáin var gerð 23. apríl var vísitala gengisskráningar 133,0 stig. Í síðustu spá bankans var gert ráð fyrir að gengis- vísitalan yrði um 139,8 stig út spátímabilið. Því er nú gert ráð fyrir 5,1% hærra gengi en þá var reiknað með, sem felur í sér um 1½% hækkun gengis krón- unnar á milli ársmeðaltala 2001 og 2002 og tæplega 1% hækkun á milli ársmeðaltala 2002 og 2003. Í síðustu spá var gert ráð fyrir u.þ.b. 2½% lækkun krónunnar milli ársmeðaltala 2001 og 2002 og óbreyttu gengi milli ársmeðaltala 2002 og 2003. Eftir að spáin var gerð styrktist krónan frekar. Haldist gengið eins hátt út spátímabilið og það var í lok apríl verður verðbólgan eitthvað minni en hér er gert ráð fyrir. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir átak í verð- lagsmálum og öflugt verðlagseftirlit að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, eins og greint var frá hér að framan. Til þess að meta vísbendingargildi síðustu mælinga neysluverðsvísitölunnar fyrir þróun hennar næstu mánuði hefur í spánni verið leitast við að hreinsa að einhverju leyti út þessar misvísandi upp- PENINGAMÁL 2002/2 9 Tafla 2 Helstu forsendur verðbólguspár Prósentubreytingar milli ársmeðaltala 2002 2003 2004 Samningsbundin laun ...................... 4,0 3,6 2,9 Launaskrið ....................................... 1,6 0,2 0,6 Innlend framleiðni ........................... 0,3 1,0 1,6 Innflutningsgengisvísitala krónunnar......................................... -1,6 -0,8 0,0 Innflutningsverð í erlendri mynt ..... -1,1 1,9 1,5 Prósentubreytingar yfir árið Samningsbundin laun ...................... 4,2 3,3 2,9 Launaskrið ....................................... 0,5 0,0 1,0 Innlend framleiðni ........................... 0,5 1,5 1,5 Innflutningsgengisvísitala krónunnar......................................... -6,2 0,0 0,0 Innflutningsverð í erlendri mynt ..... 0,1 2,3 1,4 Frá því í febrúar sl. hefur hráolíuverð hækkað verulega frá lægð sem hófst sl. haust. Hækkunina má rekja til bata í heimsbúskapnum og pólitískrar og hernaðarlegrar óvissu, t.d. vegna ófriðar í Mið- Austurlöndum. Eftirspurn eftir olíuvörum hefur auk- ist og birgðir minnkað á sama tíma og framleiðsla í OPEC-ríkjunum hefur dregist saman. Þessar aðstæð- ur urðu til þess að hráolíuverð hækkaði um nærri 7 dali olíufatið á vetrarmánuðum. Ekki eru líkur á að veruleg umskipti verði fyrr en friðvænlegra verður í Mið-Austurlöndum, en hráolíuverðið hefur verið afar næmt fyrir fréttum, góðum sem slæmum. Sam- kvæmt skráningu lækkar framvirkt verð á hráolíu á næstu mánuðum og framvirkt verð að ári er um 11% lægra en dagverðið í maíbyrjun. Olíuverð ætti því, ef marka má framvirka verðið, heldur að lækka á næstu misserum, e.t.v. á svipað stig og það hefur verið á að meðaltali undanfarin ár. Bensínverð og verð á öðrum olíuvörum fylgir að jafnaði verðsveiflum á hráolíu. Miðað við framvirkt verð á bensíni mun það að jafn- aði verða u.þ.b. 5% lægra á síðari hluta þessa árs en um þessar mundir. Þegar til lengri tíma er litið mun vægi OPEC-landa í olíuframleiðslu heimsins minnka, en framleiðsla landa utan samtakanna aukast. Sérstaklega á þetta við um Rússland og þau lönd Mið-Asíu, þar sem olíu er að finna í jörðu. Leiða má líkur að því að minnkandi vægi OPEC- landanna muni hafa róandi áhrif á olíumarkaðinn. Rammi 2 Olíuverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.