Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 69

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 69
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 97/5/EB frá 27. janúar 1997 um færslu fjármuna milli landa19 kveður á um skyldur lánastofnana til þess að stuðla að gagnsæi og skilvirkni við framkvæmd færslna á fjármunum milli landa. Fram kemur í 6. lið aðfara- orða tilskipunarinnar að tilgangur hennar er að bæta þjónustu á sviði færslu fjármuna milli landa og gera greiðslur milli landa skilvirkari með undirbúning þriðja áfanga efnahags- og myntbandalagsins í huga. Tilskipunin byggist á 100. gr. a (nú 95. gr.) Rómar- samningsins en sú grein kveður á um lagasamræmin- gu í því skyni að ná markmiðum 14. gr. (áður 7. gr. a) samningsins um innri markað án innri landamæra. Samkvæmt 3. gr. tilskipunarinnar skulu lána- stofnanir og aðrar stofnanir sem annast færslu fjár- muna milli landa hafa til reiðu skriflegar upplýsingar fyrir viðskiptamenn sína um skilyrði fyrir færslun- um, þ.m.t. tímann sem tekur að afgreiða færslu, útreikning umboðslauna og gjalda, viðmiðunargengi og málsmeðferðarkosti varðandi kærur og bætur. Einnig ber að veita upplýsingar að lokinni slíkri færslu, sbr. 4. gr. Stofnun sendanda skal annast færslu fjármuna milli landa innan þess frests sem samið hefur verið um, sbr. 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar. Sé fresturinn ekki virtur eða hafi enginn frestur verið veittur skal stofnunin greiða sendanda bætur hafi féð ekki verið fært á reikning stofnunar viðtakanda fyrir lok fimmta bankadags frá samþykki færslubeiðninnar. Það sama á við þegar milliliður á sök á töfunum. Stofnun við- takanda skal hafa féð til reiðu fyrir viðtakanda innan þess frests sem samið hefur verið um við hann, sbr. 2. mgr. 6. gr. Sé fresturinn ekki virtur eða hafi enginn frestur verið veittur skal stofnun viðtakanda greiða viðtakanda bætur hafi féð ekki verið fært á reikning hans við lok fyrsta bankadags eftir daginn sem féð var lagt á reikning stofnunar viðtakandans. Ef réttar fjárhæðir eru ekki færðar á reikning stofnunar viðtakanda eftir að stofnun sendanda hefur samþykkt beiðni um færslu fjármuna milli landa skal stofnun sendanda leggja færslufjárhæðina inn á reikning sendanda, allt að 12.500 evrum auk vaxta og gjalda, sbr. 8. gr. Þá er í 10. gr. tilskipunarinnar kveðið á um að aðildarríkin skuli sjá til þess að völ sé á fullnægjandi og skilvirkri málsmeðferð sem lýtur að kærum og bótum og nota má við lausn deilumála. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/26/EB frá 19. maí 1998 um endanlegt uppgjör í greiðslu- kerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf20 er ætlað að stuðla að skilvirkum og hagkvæmum rekstri greiðslukerfa og uppgjörskerfa fyrir verðbréf yfir landamæri í bandalaginu og styrkja þar með frjálst fjármagnsflæði innan svæðisins. Jafnframt er tilskip- uninni ætlað að efla enn frekar innri markaðinn, einkum að því er varðar þjónustufrelsi og frjálsa fjár- magnsflutninga, með það í huga að gera efnahags- og myntbandalagið að veruleika.21 Með tilskipuninni er leitast við að draga úr þeirri kerfisröskun sem verður ef gjaldþrotameðferð er hafin gagnvart einum þátt- takanda í greiðslukerfi. Fram kemur í 9. lið aðfara- orða tilskipunarinnar að minnkun kerfisáhættu sé fyrst og fremst undir því komin að uppgjörið sé endanlegt og að hægt sé að krefjast fullnustu veð- trygginga. Tilskipunin nær bæði til innlendra greiðslukerfa og uppgjörskerfa og þeirra kerfa sem ná yfir landa- mæri. Greiðslufyrirmæli og greiðslujöfnun hafa réttaráhrif í lögsögu allra aðildarríkjanna og eru bind- andi fyrir þriðju aðila. Tilskipunin kveður á um að ekki sé hægt að afturkalla greiðslufyrirmæli eftir það tímamark sem skilgreint er í reglum viðkomandi kerfis. Gjaldþrotameðferð má ekki hafa afturvirk áhrif á réttindi og skyldur þátttakenda í kerfinu. Komi til gjaldþrotameðferðar gagnvart þátttakanda í greiðslukerfi fer um réttindi og skyldur þátttakandans eftir þeim lögum sem gilda um viðkomandi kerfi. Þá skulu aðildarríkin tilkynna til framkvæmdastjórnar- innar þau kerfi sem eiga að falla undir ákvæði tilskipunarinnar. Tilskipunin byggist á 100. gr. a (nú 95. gr.) Rómarsamningsins. Auk framangreindra tilmæla og tilskipana sam- þykktu Evrópuþingið og ráðið þann 19. desember 2001 reglugerð nr. 2560/2001 um evrugreiðslur milli landa. Gerð er grein fyrir þessari reglugerð í umfjöll- un um stefnu Evrópusambandsins hér aftar. EES-réttur Margar af þeim réttarreglum EB-réttar á sviði greiðslumiðlunar sem fjallað er um hér að framan 68 PENINGAMÁL 2002/2 19. Stjtíð. EB nr. L 43, 14.2.1997, bls. 25. 20. Stjtíð. EB L 166, 11.16.1998, bls. 45. 21. Sjá 3. lið aðfaraorða tilskipunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.