Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 26
PENINGAMÁL 2002/2 25 viðbragða stjórnar peningamála sem óhjákvæmilega þurfa að fylgja. Dæmi um þetta er notkun Seðlabanka Íslands á reglunni við mat á viðbrögðum peninga- stefnunnar við Reyðarálsverkefninu (sjá viðauka 1 á bls. 26). Að lokum geta seðlabankar notað Taylor- regluna sem hagnýtt tæki til að skerpa á umræðunni um stjórn peningamála og uppfræða almenning og stjórnvöld um þau viðfangsefni sem snúa að stjórn peningamála og hjálpa þeim til að skilja betur vaxta- ákvörðunarferlið. Að lokum verða hér tekin örfá talnaleg dæmi um beitingu reglunnar hér á landi. Lauslega má ætla að náttúrulegir raunvextir hér á landi gætu legið á bilinu 3-4%, en það er nokkru hærra en yfirleitt er reiknað með í stórum iðnríkjum. Miðað við 2½% verðbólgu- markmið verða jafnvægisnafnvextir Seðlabankans þá 5½-6½%, þ.e. þeir vextir sem byggjast á því að verðbólga sé á markmiðinu og að hvorki sé til staðar framleiðsluspenna né -slaki. Þessar tölur gefa því vís- bendingu um í hvaða átt nafnvextir Seðlabankans gætu hnigið þegar verðbólga og framleiðsluspenna hjaðna. Annað dæmi lýtur að vöxtum Seðlabankans á síðasta ári. Verðbólga fór þá á tímabili yfir 9% og framleiðsluspenna á árinu er metin hafa verið 3%. Séu þessar tölur settar inn í Taylor-regluna fást í kringum 17% nafnvextir Seðlabankans. Vextir bankans á árinu urðu hins vegar hæstir 11,4% frá nóvember 2000 til loka mars 2001. Jafnvel þótt tekin væri hækkun verðlags milli áranna 2000 og 2001, sem var nokkru lægri, fást 13-14% nafnvextir. Þótt taka verði þessum niðurstöðum með fyrirvara, m.a. vegna þess að ekki er tekið tillit til eðlilegrar útjöfnunar í sveiflum vaxta, undirstrika þær eigi að síður að auðveldara er að halda því fram að vextir bankans hafi verið of lágir en of háir á síðasta ári þrátt fyrir mjög útbreidda skoðun um hið gagnstæða. Lokadæmið sem hér er tekið lýtur að stöðunni um þessar mundir. Framleiðsluspenna snýst samkvæmt spám í lítilsháttar slaka á þessu ári. Undirliggjandi verðbólga síðustu mánuði er líklega u.þ.b. 4%. Eitt ár fram í tímann er verðbólguspá bankans rúmlega 3%. Séu þessar tölur settar inn í Taylor-regluna fást nafn- vextir á bilinu 7-8½%. Þetta gefur vísbendingu um hvert nafnvextir Seðlabankans gætu stefnt á komandi mánuðum þegar óvissu um framlengingu kjara- samninga hefur verið eytt og verðbólga hjaðnar í sam- ræmi við spána. Rétt er að taka fram að hér er aðeins um reiknidæmi að ræða. Raunverulegar ákvarðanir í peningamálum og tímasetningar þeirra byggjast alltaf á mun flóknara mati, sbr. umfjöllunina hér að ofan. Heimildir Clarida, R., J. Galí og M. Gertler (1998), „Monetary policy rules in practice – Some international evidence“, European Economic Review, 42, 1033-1067. Nelson, E., (2001), „UK monetary policy 1972-97: A guide using Taylor rules“, CEPR Discussion Paper Series, nr. 2931. Taylor, J. B., (1993), „Discretion versus policy rules in practice“, Carnegie-Rochester Conference Series on Public Policy, 39, 195-214.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.