Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 20

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 20
9,6% á sl. ári. Afkoma upplýsingatæknifyrirtækjanna sex var slæm á sl. ári. Framlegð hjá þessum fyrirtækjum var lítil sem engin og umtalsvert tap eftir skatta. Gengisþróun á þessu ári staðfestir að mat Seðlabankans á gengisfalli á síðasta ári var rétt Seðlabankinn hélt því þráfaldlega fram á síðasta ári að lækkun á gengi íslensku krónunnar eftir að það fór á flot undir lok mars 2001 og fram til loka nóvember hafi að verulegu leyti verið umfram efnahagslegar forsendur til lengri tíma litið. Vissulega mátti skýra lækkunina með ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði vegna viðskiptahalla og annars gjaldeyrisútstreymis auk þess sem væntingar og vantraust mögnuðu sveifluna. Gengislækkunin var eigi að síður töluvert meiri en þurfti til að ná ytra jafnt sem innra jafnvægi í þjóðar- búinu. Raungengi krónunnar var á fjórða ársfjórð- ungi tæplega 15% undir 10 ára sögulegu meðaltali og ýmis önnur rök voru fyrir því að það myndi hækka á komandi misserum. Spurningin var fyrst og fremst hvort það myndi gerast með hækkun nafngengis eða vaxandi verðbólgu.7 Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa hugfast að hjöðnun viðskiptahallans skýrist ekki einungis af lægra gengi krónunnar. Þar kemur einnig til sam- dráttur þjóðarútgjalda sem stafar af aðhaldsstefnu Seðlabankans í peningamálum og að útgjöld heimila og fyrirtækja voru orðin svo mikil að þau hlutu að ganga til baka óháð breytingum á gengi krónunnar. Raungengið var orðið tiltölulega lágt þegar á fyrsta ársfjórðungi 2001 og ekki voru vísbendingar um að það hamlaði vexti útflutnings í þeim greinum sem ekki bjuggu við framboðstakmarkanir, en auðvitað hefur lækkun gengisins síðan veitt þessum greinum frekari hvata til útflutnings og þannig dregið úr viðskiptahalla. Lækkun gengisins á einnig þátt í að draga úr innflutningi, annars vegar í gegnum lægri rauntekjur en ella og hins vegar með því að gera hann hlutfallslega dýrari. Raungengi krónunnar á síðasta ársfjórðungi 2001 var hið lægsta í áratugi, hvort heldur litið er til mælikvarða hlutfallslegs verðlags eða launa. Áætlað er að raungengi á öðrum fjórðungi þessa árs verði u.þ.b. 8½% hærra en þá miðað við hlutfalls- legt verðlag og tæplega 15% hærra ef miðað er við hlutfallslegan launakostnað á einingu. Þar með yrði raungengið farið að slaga upp í gengið á fyrsta fjórðungi sl. árs, áður en mesta gengislækkunin varð. Ef litið er til mánaðarlegs raungengis miðað við hlutfallslegt verðlag var raungengi í apríl 2002 svipað og í apríl 2001. Áætlað raungengi á öðrum fjórðungi þessa árs verður samkvæmt áætlun um 7% eða 2% undir 10 ára meðaltali, eftir því hvort PENINGAMÁL 2002/2 19 7. Í Peningamálum sem komu út í nóvember sl. (bls. 1) sagði t.d. að engin leið væri að spá fyrir um gengi krónunnar til skamms tíma, en sú skoðun bankans ítrekuð „að raungengi krónunnar [væri] orðið mun lægra en það jafnvægisgengi sem reikna má með til lengdar. Raun- gengi krónunnar [myndi] því hækka á næstu misserum. Hins vegar [væri] óvíst hvenær þessi þróun [myndi] eiga sér stað og í hvaða mæli hún [yrði] fyrir atbeina hærra nafngengis krónunnar eða meiri verð- bólgu en í viðskiptalöndunum.“ Tafla 4 Afkomutölur helstu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði 2000-2001 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði og hagnaður eftir skatta sem hlutfall af veltu HAF1 HES2 EF/NE3 Veltufé/velta % 2000 2001 2000 2001 2000 2001 2000 2001 Sjávarútvegur .................................................. 17,7 28,2 -8,6 2,6 28,0 27,8 10,3 20,4 Iðnaður ............................................................ 13,2 13,5 2,7 6,0 38,1 36,8 9,5 11,3 Olíuverslun ..................................................... 7,4 9,6 0,8 2,5 36,4 37,7 5,2 6,1 Fiskútflutningsfyrirtæki .................................. 2,1 3,3 -0,9 0,9 15,9 16,6 0,8 1,7 Flutningafyrirtæki ........................................... 9,6 5,1 -0,8 -3,7 28,1 22,9 4,2 4,3 Hugbúnaður .................................................... 9,6 1,2 5,4 -7,6 34,8 27,8 4,2 -2,4 Þjónusta, verslun, verktakar ........................... 9,2 12,6 10,8 2,1 39,6 38,3 13,3 9,4 Samtals ........................................................... 9,2 11,0 -0,6 1,3 31,1 30,5 5,9 7,3 1. HAF = Hagnaður fyrir afskriftir. 2. HES = Hagnaður eftir skatta. 3. Eigið fé sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.