Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 32
PENINGAMÁL 2002/2 31 6,3% frá 30. janúar sl. Leita þarf allt aftur til 27. apríl 2001 til að finna sambærilegt gildi vísitölu gengis- skráningar. Seðlabankinn átti engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði á tímabilinu frá janúarlokum til aprílloka en um miðjan febrúar, mars og apríl runnu út gjaldeyrisskiptasamningar sem bankinn gerði við Búnaðarbanka Íslands hf. í desember 2001. Þeir hafa nú allir runnið sitt skeið. Mynd 1 sýnir þróun vísitölu gengisskráningar frá miðju síðasta ári. Vextir lækkuðu ... Vextir á millibankamarkaði með krónur voru óeðli- lega háir um alllangt skeið eftir vaxtalækkun Seðlabankans í nóvember sl. Vextir yfir nótt á milli- bankamarkaði með krónur voru í sumum tilvikum hærri en daglánavextir Seðlabankans sem gaf til kynna að einhvers staðar væri pottur brotinn. Í byrjun mars boðaði Seðlabankinn að breytt yrði reglum um veðhæfi bréfa í endurhverfum viðskiptum bankans. (Sjá rammagrein) Í kjölfarið lækkuðu millibanka- vextir verulega. Viðskiptabankarnir boðuðu um miðjan mánuðinn eigin vaxtalækkanir sem einnig höfðu áhrif, og ekki síður vaxtalækkun Seðlabankans sem tilkynnt var 26. mars. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentur frá 1. apríl. Vextir á daglánum voru óbreyttir en aðrir vextir bankans lækkuðu í samræmi við lækkun stýrivaxta. Úrslita- áhrif á vexti á millibankamarkaði hafði þó sennilega mikil innlausn á spariskírteinum ríkissjóðs, því að ríkissjóður tók 8 ma.kr. skammtímalán erlendis sem breytt var í krónur til að mæta innlausninni. Með því jókst laust fé verulega og komu áhrif þess fyrst fram í vöxtum á millibankamarkaði og síðar í lækkun endurhverfra viðskipta við Seðlabankann. Þetta gerði lánastofnunum kleift að leggja mikið fé á bindi- reikninga í Seðlabankanum í byrjun mánaðar og full- nægja skyldum töluvert fyrir lok bindiskyldutíma- bils. Þegar í upphafi nýs bindiskyldutímabils (sem hefst 21. hvers mánaðar) tóku vextir á millibanka- markaði með krónur að hækka á ný. Mynd 2 sýnir þróun dagvaxta og vaxta til tveggja vikna á milli- bankamarkaði með krónur og vexti Seðlabanka Íslands á lánum í sömu tímalengdum. Ávöxtun á skuldabréfamarkaði lækkaði einnig verulega, t.d. lækkaði ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa með gjald- 20022001 Heimild: Seðlabanki Íslands. J A S O N D | J F M A 125 130 135 140 145 150 155 31.des. 1991=100 Mynd 1 Vísitala gengisskráningar 2. júlí 2001 - 30.apríl 2002 (dagleg gildi) Hinn 5. mars 2002 tilkynnti Seðlabanki Íslands um fyrirhugaðar breytingar á hæfi verðbréfa í endurhverfum viðskiptum. Megininntak regln- anna er að hægt verði að nota skuldabréf sem andlag í endurhverfum viðskiptum standist bréfin eftirfarandi skilyrði. 1. Skuldabréfin séu gefin út í íslenskum krónum. 2. Útgefið markaðsvirði flokks sé yfir 3 ma.kr. og staðfest sé að það magn hafi selst. 3. Útgefandi hafi lánshæfismat frá einhverju þriggja matsfyrirtækja: Standard & Poor’s, Moody’s eða Fitch og langtímalánshæfiseinkunn A- eða betra miðað við matskerfi Standard & Poor’s og Fitch og A3 eða betra hjá Moody’s. 4. Bréf með ábyrgð ríkissjóðs séu metin eins og ríkissjóður sé útgefandi. 5. Bréfin séu í viðskiptavakt á Verðbréfaþingi Íslands eða sambærilegri stofnun. 6. Ekki sé um víkjandi skuldabréf að ræða og ekki verði heimilt að útgefandi noti eigin bréf í við- skiptum við Seðlabankann. 7. Til að raska ekki um of aðstæðum útgefenda flokka sem þegar eru hæfir í endurhverfum við- skiptum stendur til að þeir verði áfram hæfir í endurhverfum viðskiptum svo lengi sem þeir hafi viðskiptavakt á Verðbréfaþingi Íslands eða sam- bærilegri stofnun. Til stendur að þessi breyting taki gildi frá 1. júní 2002. Breyttar reglur um hæfi verðbréfa í endurhverfum viðskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.