Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 51
Eins og fram kemur í viðauka 1 byggjast íslenskar reglur um eiginfjárkröfur á samræmdum lágmarkskröfum í EES-rétti og svonefndum Basel- viðmiðum frá 1988. Á vegum Basel-nefndarinnar og Framkvæmdastjórnar ESB stendur nú yfir endur- skoðun á þessum alþjóðlegu kröfum. Af hálfu íslenskra stjórnvalda og íslenskra lánastofnana hefur verið fylgst með mótun tillagna í þessum efnum. Gert er ráð fyrir að nýjar eiginfjárkröfur verði mun ítarlegri og flóknari en þær sem nú gilda. Enn ríkir nokkur óvissa um efni endanlegra tillagna. Ljóst er hins vegar að nýjar reglur munu hafa veruleg áhrif á starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Þótt ekki sé gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi fyrr en árið 2005 hafa stærri, alþjóðleg fjármálafyrirtæki þegar hafið undirbúning að því að laga starfsemi sína að þeim breyttu aðstæðum sem reglurnar munu skapa. Nýjar reglur munu m.a. hafa áhrif á lágmarks- eiginfjárhlutfall, fjármögnunarkostnað, útlánakjör og upplýsingakerfi lánastofnana. Fyrirfram má gera ráð fyrir auknum kröfum í þessum efnum. Væntanleg áhrif nýrra reglna á íslenskar lánastofnanir eru þó enn nokkuð óljós. Nauðsynlegt er að íslenskar lána- stofnanir meti áhrif væntanlegra reglna á starfsemi sína og hefji undirbúning að aðlögun að breyttum kröfum ef hann er ekki þegar hafinn. Til útskýringar á núverandi stöðu er í viðauka 1 lýst hvað telst til eigin fjár og hvernig eiginfjárhlutfall er reiknað út. Einnig er gerð grein fyrir því hversu mikið svigrúm nokkur fjármálafyrirtæki hafa miðað við stöðuna í árslok 2001 til að auka eiginfjárhlutfall sitt með víkjandi lántöku. Gerð verður grein fyrir undirbúningi að endurskoðun eiginfjárreglna síðar. … en fjármögnun svipuð á milli ára Á mynd 27 má sjá hvernig fjármögnun innlánsstofn- ana hefur breyst frá því 1995. Mikil breyting varð á milli 1999 og 2000 en þá sameinuðust Íslandsbanki hf. og FBA hf. en ekki er leiðrétt fyrir því á mynd- inni. Þó er ljóst að vægi innlána í fjármögnun umsvifa hefur minnkað en lántaka og verðbréfa- útgáfa vegið æ þyngra. Verðbréfaútgáfan er að mestu leyti erlend og var um síðustu áramót um 75% af verðbréfaútgáfu innlánsstofnana. Aðallega er um að ræða svonefnda MTN-skuldabréfaútgáfu (e. Medium Term Note). Með útgáfu þessara bréfa á síðustu árum hefur stærstu bönkunum tekist að lækka kostnað og dreifa fjármögnun sinni þannig að þeir eru ekki eins háðir erlendum bankalánamarkaði eins og áður var. Þýskir og japanskir aðilar hafa aðallega sýnt áhuga á íslenskum skuldabréfaútgáfum en nú virðast aðrir 50 PENINGAMÁL 2002/2 Mynd 27 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0% 20% 40% 60% 80% 100% Fjármögnun innlánsstofnana 1995-2001 Seðlabankafjármögnun Innlán Verðbréfaútgáfa Aðrar innlendar lántökur Erlendar skuldir ót.a. Eigið fé Víkjandi lán Heimild: Seðlabanki Íslands. 1. Viðskiptabankarnir, sex stærstu sparisjóðirnir, Kaupþing banki hf. og Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. Heimild: Fjármálaeftirlitið. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 6,0 7,0 8,0 9,0 10,0 11,0 12,0 13,0 14,0 % Eiginfjárhlutfall viðskiptabanka, sex stærstu sparisjóða og fjárfestingarbanka1 1996-2001 Mynd 26 BÍ ÍSB LÍ KAUP SPRON 0 4 8 12 16 20 24 28 -4 -8 -12 %Eiginfjárhlutfall í lok árs 31. desember 2001 Eiginfjár- hlutfall (CAR) Eiginfjár- hlutfall A (Tier 1 hlutfall) Eiginfjárhlutfall án víkjandi lána Lögbundið lágmark A hluti B hluti C hluti Frádrag CAR. . . . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.