Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 80

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 80
hverfum viðskiptum Seðlabankans til að bæta stýringu bankans á lausafé. Viðvarandi eftirspurn eftir lausafé sem ekki samrýmist verðbólgu- markmiðinu bendir til að stýrivextir séu of lágir og að þá ætti að hækka. 9. Hlúa verður að trúverðugleika verðbólgumark- miðsstefnunnar sem kynnt var í mars 2001 á upphafsskeiði hennar. Fyrst og fremst verður það gert með því að fylgja peningastefnu sem dregur hratt úr verðbólgu niður í verðbólgumarkmiðið eins og gert er ráð fyrir í verðbólguspá Seðla- bankans. Í þessu sambandi er mikilvægt að Seðlabankinn sé frjáls að því að nýta nýfengið sjálfstæði í beitingu stjórntækja sinna til þess að fylgja aðhaldssamri peningastefnu án þrýstings frá öðrum stofnunum hins opinbera. Því til viðbótar myndi gagnsæi, fyrirsjáanleiki og trú- verðugleiki peningamálastefnunnar eflast ef bankastjórn Seðlabankans héldi reglulega vaxta- ákvörðunarfundi og gæfi í kjölfar þeirra út yfir- lýsingu þar sem greint yrði ítarlega frá forsend- um ákvörðunar hennar. Slíkt fyrirkomulag tíðkast í mörgum ríkjum sem fylgja verðbólgu- markmiði. 10. Þrátt fyrir verulegan óróa á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði var bankarekstur arðsamur og eiginfjárstaða banka styrktist. Árið 2001 jókst hagnaður viðskiptabankanna, meðal annars vegna meiri vaxtamunar, hagræðingar og hag- stæðra áhrifa verðbólgu á efnahagsreikning banka. Hins vegar var afkoma sparisjóða lakari vegna meiri tapaðra útlána og seinvirkari hag- ræðingaraðgerða. Vanskil jukust umtalsvert árið 2001 vegna áhrifa minnkandi eftirspurnar á neyslu- og smásölumarkaði og öðrum heima- greinum. Bankarnir brugðust við með því að leggja meira á afskriftareikning útlána en enn eru reglur um afskriftaframlög lakari en best gerist erlendis. 11. Líta þarf til ýmissa áhættuþátta sem varða fjár- málastöðugleika. Reiknað er með að gæði lána- safna versni enn á árinu 2002 vegna minni efna- hagsumsvifa. Nauðsynlegt er að fylgjast með veðum og framlagi í varasjóði, sérstaklega vegna raunlækkunar fasteignaverðs. Sé litið út fyrir bankakerfið geta lán lífeyrissjóða á skulda- bréfum myndað lánaáhættu sem ekki er nægilega fylgst með. Lán á skuldabréfum til tengdra fjár- málafyrirtækja eykur hagsmunatengsl og gæti valdið freistnivanda sem kynni að hindra mark- vissa innri áhættustjórnun. Ef verðbólga og lækkun fasteignaverðs fara saman um lengri tíma gæti áhætta Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða vaxið vegna þess að greiðslubyrði verðtryggðra veðlána og annarra skulda eykst. 12. Stjórnvöld hafa náð verulegum árangri við að taka á veikleikum í reglum sem varða starfsemi og eftirlit á fjármálamarkaði sem bent var á í svonefndri FSSA-skýrslu (e. Financial System Stability Assessment) árið 2001. Fjármála- eftirlitið lagði sérstaka áherslu á að bankar ykju eigið fé sitt. Viðleitni stjórnvalda hefur þegar skilað betri rekstrar- og þjóðhagsvísbendingum sem notaðar eru til að meta fjármálastöðugleika og einnig bættri stjórn fjármálastofnana. Sendi- nefnd sjóðsins fagnar því að regluverk og eftirlit með fjármálastofnunum hefur verið eflt. Einnig fagnar sendinefndin frumkvæði sem gætt hefur í starfi Fjármálaeftirlitsins. Í framhaldi af þessu leggur nefndin til að hert verði ákvæði um lágmarksstaðla fyrir áhættuflokkun útlána, fram- lög í afskriftareikning og veðmat. Einnig er mælst til að oftar verði framkvæmd athugun á staðnum hjá fjármálastofnunum og fylgst verði náið með ört vaxandi lánum á skuldabréfum og á fjárfestingarbankastarfsemi. Leggja ber áherslu á samþykkt og framkvæmd laga sem eru í undir- búningi. Gera má ráð fyrir að þau geri kleift að hafa betra eftirlit með innbyrðis tengdri fjár- málastarfsemi, opni fyrir eftirlit á samstæðu- grundvelli með vensluðum fyrirtækjum og leggi til reglur sem miða að því að eiginfjárreglur banka taki mið af áhættu í starfsemi þeirra. Sendinefndin fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að fylgja eftir athugun sjóðsins á fjármálastöðug- leika frá árinu 2001 með framhaldsúttekt. 13. Viðleitni til að styrkja ríkisfjármálin hefur skilað sterkri stöðu ríkissjóðs og sendinefndin telur það skynsamlegt langtímamarkmið hjá stjórnvöldum að stefna að sveiflujöfnuðum afgangi sem nemur að meðaltali 1% af VLF. Þetta myndi stuðla að PENINGAMÁL 2002/2 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.