Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 72
5 "690710'h FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSlÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. ÞRJÁTÍU MILLJÓNIR LEITA EIGANDA mm ■ Hinn sextugi Reykvíkingur sem vann nær 30 milljónir í Lottó hefur ekki enn fundist þrátt fyrir ítarlega leit. Maðurinn hefur verið áskrifandi að Lottó lengi en er ekki með GSM-síma og því erfltt um vik að finna manninn. Samkvæmt íslenskri getspá er vitað hver mað- urinn er og því aðeins tímaspurs- mál hvenær hann finnst. Spurn- ingin er bara hvort hann hreinlega vilji milljónirnar 30. DÓNASKAPURí MORGUNSÁRIÐ ■Krakkamir í morgunþættinum Zúúber á FM957 fóru ótroðnar ^lóðir í umræðum sínum í þætt- inum fyrr í vikunni. Þótti þeim undrum sæta að konur í sundlaug- um borgarinnar væru ósnyrtar og hári vaxnar víðar en á höfðinu og fjargviðruðust yfir þessu meinta vandamáli í beinni útsendingu. Tók þó fyrst steininn úr þegar vanga- velturnar leiddust út í munngælur. Þegar hlustandi einn hringdi inn, kvartaði yfir dónaskapnum og benti á að böm væru að hlusta hreytti einn þáttastjórnandinn út úr sér að þau myndu þá bara draga fram nýj- ustu litabækumar. Hlustandanum ^var svo sagt að skipta um stöð ef honum líkaði ekki við umræðumar áður en skellt var á. mm i heimasíðu sirtni skrifar Össur Skarphéðinsson um stöðu vinstri flokkanna í borginni. Hann segir einungis stórslys geta komið í veg fyrir að þeir myndi meirihluta í borginni eftir næstu kosningar. Þar séu mjög traust tengsl með upp- rennandi forystumönnum Sam- fylkingar og vinstri grænna; Degi og Svandísi. Hann segir að persónu- leg tengsl geti leitt til merkilegrar þróunar í stjómmálum. „Að því leyti gætu pólitískar ástir parsins í '^iíeykjavík haft mikil áhrif í stjómmálum næsta áratug- ar, alveg eins og pólitískt kaldlyndi milli for- ystu Samfylkingar ogVGálandsvísu hafðigreinilega áhrif á það hvem- ig ríkisstjóm var mynduð eftír síð- ustu kosningar." Er Grétar Mar orðníð- ingur? Grétar Mar Jónsson, þingmaður frjálslyndra, víttur af þingforseta: ORÐLJÓTUR EFTIR JARÐSKJÁLFTA Alþingismaðurinn Grétar Mar Jónsson fór mikinn í ræðustól Alþing- is í utandagskrárumræðu um meint mannréttindabrot stjórnvalda vegna kvótakerfisins. Umræðan hvarf þó í fjölmiðlafári sem upphófst í fram- haldi Suðurlandsskjálftans sem reið yfir á fimmtudeginum örlagaríka þegar Suðurland lék á reiðiskjálfi um klukkan korter fyrir fjögur síðdegis. Umræðan um kvótann og mannrétt- indin hófst klukkan fjögur og gustaði þar mjög af Grétari Mar sem kallaði ríkisstjómina mannréttíndaníðinga og druslur og sagði þá vera með skít- legt eðli. Fáir fylgdust með enda flest- ir að fylgjast með tíðindum af skjálft- anum. En Sturla Böðvarsson, forseti þingsins, fylgdist þó grannt með og sló í bjöllu þegar hin þungu orð féllu af munni þingmannsins. Eftir um- ræðuna vítti hann síðan Grétar Mar fyrir ummælin. Grétar segir að hann hafl í ræðu sinni tekið upp ummæli sem Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, hafði notað um Davíð Odds- son, þáverandi forsætísráðherra, sem kallaður var gunga og drusla. Þá seg- ist hann hafa notað skítlegt eðli sem Davíð notaði sem einkunn um Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi fjár- málaráðherra. Grétar segist ekki hafa hug- mynd um það hvort víturnar hafi einhveijar afleiðingar í för með sér. Velkomin í nýja verslun okkar að Draghálsi 14-16 Vista* Spa Grandee'Spa Envoy'Spa Vanguard*Spa 6 manna, 1893 lítra pcrttur 7 manna, 1893 Iftra pottur 5 manna, 1703 Iftra pottur 6 manna, 1514 lítra pottur 46 nudd-stútar 37 nudd-stútar 38 nudd-stútar 31 nudd-stútar 2,54x2,31 - hæð 97 sm 2,54x2,31 -hæö 97 sm 2,36 x 2,26-hæö 91 sm 2,20 x 2,20-hæð 91 sm Prodigy*Spa 5 manna, 1230 lítrapottur 19 nudd-stútar 1,88 x 2,21 - hæö 84 sm ,L * ! ’, < í Sovereign'Spa 6 manna, 1344 lítra pottur 23 nudd-stútar 2,03 x 2,36 - hæö 84 sm f Jetsetter*Spa 3 manna, 814 Iftra pottur 11 nudd-stútar 2,08 x 1,57-hæft 74 sm ÍSLEIFUR JÓNSS0N Dragháls 14-16 Sími 4 12 12 00 www.hotspring.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.