Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 11 ríska þjóðarbúskaparins að stærð og því skiptir þróunin þar og í ná- lægum löndum æ meira máli fyrir heimsbúskapinn. Væntingar eru um að hagvöxtur í ár muni verða heldur minni, en samt sem áður muni kínverskur þjóðarbúskapur halda áfram að vaxa einna hraðast í heim- inum. Nokkur hætta er talin á ofþenslu í Kína og hafa stjórnvöld þar leitast við að hægja á hjólum efnahagslífsins en án mikils árangurs. Nýjustu upplýsingar benda til þess að kínverska hagkerfið sé enn þá á góðri siglingu. Einkaneysla og útflutningur aukast áfram hröðum skrefum. Hækkun hráolíuverðs er ein af ástæðum þess að horfur eru á minni hagvexti í heiminum í ár en í fyrra. Meðalverð hráolíu í fyrra var tæplega 34% hærra en árið 2003. Olíuverð hefur haldið áfram að hækka það sem af er ári og fyrstu tvo mánuði ársins var það að með- altali 43% hærra en á sama tíma í fyrra. Áhyggjur vegna áframhald- andi kulda í Bandaríkjunum og hugsanlegra sveiflna í framboði hafa ýtt undir hækkun olíuverðs undanfarnar vikur. Framvirkt verð bendir til þess að stundarverð haldist hátt næstu mánuði og var framvirkt verð hráolíu í lok febrúar um 49% hærra en það var fyrir ári. Meðal- verð bensíns var í fyrra tæplega 42% hærra en árið á undan. Líkt og verð hráolíu hefur bensínverð haldið áfram að hækka á þessu ári, en þó ekki jafnmikið. Meðalhækkun fyrstu tvo mánuði ársins frá sama tíma í fyrra var um 25%. Fjármögnun viðskiptahalla Bandaríkjanna veldur áhyggjum Viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur aukist stöðugt á undanförnum árum. Nam hann í fyrra rúmlega 5% af landsframleiðslu og er gert ráð fyrir enn meiri halla á þessu ári. Mikill halli hefur einnig verið á rekstri ríkissjóðs. Óttast margir að „tvíburahallinn“ í Bandaríkjunum geti haft neikvæð áhrif á heimsbúskapinn. Veldur það óvissu á fjármálamörk- uðum víðs vegar um heim. Ýmsar skýringar eru á viðskiptahallanum, meðal annars minnk- andi sparnaður einkageirans og aukinn halli á rekstri hins opinbera, en einnig sú staðreynd að þjóðarbúskapur Bandaríkjanna hefur vaxið hraðar en þjóðarbúskapur margra helstu viðskiptalanda þeirra, t.d. Evrópulanda og Japans. Vegna þess að utanríkisviðskipti Bandaríkj- anna eru mjög lítil í hlutfalli við stærð hagkerfisins hefur vöxtur inn- lendrar eftirspurnar minni áhrif á viðskiptahallann en í mörgum öðrum ríkjum. Til þess að draga umtalsvert úr hallanum þurfa því að leggjast á eitt, minni vöxtur innlendrar eftirspurnar, helst fyrir tilstilli aukins aðhalds í ríkisfjármálum, og aukinn hagvöxtur í helstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna, einkum á evrusvæðinu og í Japan. Nægi það ekki kann gengi dalsins að þurfa að falla enn meira en orðið er. Ólíklegt er að dragi úr viðskiptahalla Bandaríkjanna í bráð, því að eins og áður sagði, er lítils hagvaxtar vænst í Evrópu og Japan í ár. Þar að auki hindrar sú stefna margra Asíuríkja að halda gengi gjaldmiðla sinna föstu eða lítt breyttu gagnvart Bandaríkjadal að gengislækkun Bandaríkjadals geti knúið fram næga aðlögun, en stór hluti hallans er einmitt við Kína og önnur Asíulönd. Aðlögun heimsmarkaðarins að viðskiptahalla Bandaríkjanna hef- ur til þessa einkum birst í lækkun á gengi Bandaríkjadals, en hann hefur, frá því að hann náði hámarki í febrúar 2002, fallið um 28% Olíu- og bensínverð á heimsmarkaði 2001-2005 Mynd 2 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 150 200 250 300 350 400 450 500 550 USD/tonn 15 20 25 30 35 40 45 50 55 USD/fat Bensín 95 (vinstri ás) Hráolía (hægri ás) Spá um 2. - 4. ársfj. 2005, byggð á framvirku verði á Rotterdammarkaði. Heimild: Bloomberg. Spá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.