Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 44 Af þessari ástæðu hóf bankinn í síðustu Peningamálum að birta verðbólguspá sem er byggð á breytilegum vöxtum og gengi krón- unnar. Eins og þá er notast við fólgna framvirka vexti eins og sýndir eru á mynd 13 á bls. 17. Í því felst að stýrivextir bankans halda áfram að hækka fram í ágúst nk. og verða þá um 10% en taka síðan að lækka út spátímabilið. Það felur í sér að stýrivextir verða tæplega 0,75 prósentum hærri á þessu ári en í meginspánni en rúmlega 0,1 prósenti lægri á næsta ári. Gengi krónunnar er jafnframt látið þróast í samræmi við óvarið vaxtajafnvægi, þ.e. út frá vaxtamun framvirkra vaxta hér á landi og erlendis (út frá viðskiptavegnum framvirkum skammtímavöxtum), en þó þannig að gert er ráð fyrir áhættuþóknun sem rekur fleyg á milli innlendra og erlendra vaxta. Samkvæmt framvirkum vöxtum hækka bæði innlendir og erlendir vextir á næstu misserum en taka síðan að lækka á seinni hluta þessa árs en lækka hraðar erlendis. Vaxtamunur- inn fer því smám saman vaxandi á tímabilinu. Það hefur í för með sér að gengi krónunnar veikist smám saman og verður gengisvísitalan nálægt 120 stigum í lok spátímabilsins. Rétt er að ítreka að í þeim vaxta- og gengisferlum sem notast er við í spánni felst ekki skoðun eða spá bankans á því hvernig framvindu þessara stærða verður hátt- að á spátímabilinu. Mynd 41 sýnir verðbólguspá sem byggð er á þessari þróun vaxta og gengis. Eins og í meginspánni er ekki gert ráð fyrir að gengis- sveiflan komi að fullu fram í innlendu verðlagi til skamms tíma. Fráviksspáin gefur til kynna að verðbólga geti lækkað nokkru hraðar en gert er ráð fyrir í meginspánni og verði komin í um 2% í lok þessa árs. Eftir það tekur verðbólgan hins vegar að hækka hratt og er orðin tæplega 4½% við lok spátímabilsins. Þetta helgast af því að framan af er aðhaldsstig peningastefnunnar meira en í meginspánni og gengi krónunnar áfram töluvert sterkt. Vöxtur innlendrar eftir- spurnar verður því minni en í meginspánni á þessu ári. Þegar fer á líða á þetta ár og á því næsta tekur gengi krónunnar hins vegar að gefa æ meira eftir og stýrivextir að lækka sem eykur enn frekar á vöxt eftir- spurnar og stuðlar að meiri verðbólgu en í meginspánni. Fólgnir framvirkir vextir virðast því fela í sér of mikla bjartsýni um hversu fljótt lækkun stýrivaxta geti hafist. Ef tryggja á framgang verðbólgumarkmiðsins þurfa stýrivextir líklega að vera háir lengur en fram á haust, sérstaklega ef gengi krónunnar fer að gefa verulega eftir. Þá er ekki hægt að útiloka að vextir þurfi jafnvel að hækka enn frekar. Tafla 10 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára Verðbólga undir á bilinu undir á bilinu yfir Ársfjórðungur 1% 1% - 2½% 2½% 2½% - 4% 4% 1. ársfj. 2005 < 1 < 1 < 1 2 98 4. ársfj. 2005 2 42 44 52 4 4. ársfj. 2006 2 21 23 43 34 Taflan sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum. Mynd 41 Verðbólguspá með breytilegum vöxtum og gengi 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2003 2004 2005 2006 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Meginspá Seðlabankans Spá með breytilegum vöxtum og gengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.