Peningamál - 01.03.2005, Page 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
33
VI Vinnumarkaður og launaþróun
Umskipti greinileg á vinnumarkaði
Vísbendingar sýna greinileg umskipti á vinnumarkaði síðastliðið haust.
Þótt batinn hafi í upphafi verið hægur má gera ráð fyrir að slaki á
vinnumarkaði sé horfinn og vaxandi spennu muni gæta á næstu mán-
uðum. Atvinnuleysi, að teknu tilliti til árstíðarsveiflu, hefur minnkað
jafnt og þétt frá síðasta sumri og var 2,4% í febrúar. Milli áranna 2003
og 2004 minnkaði atvinnuleysi um ½ prósentu og var, eins og Seðla-
bankinn reiknaði með í desember, eða 3,1%.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sjást merki um
aukna vinnuaflsnotkun mælda sem fjöldi starfandi, á fjórða ársfjórð-
ungi 2004, hvort heldur miðað er við ársfjórðunginn á undan eða
sama ársfjórðung á árinu 2003. Atvinnuþátttaka og heildarvinnu-
stundafjöldi drógust þó enn saman milli fjórða ársfjórðungs 2003 og
2004. Þróunin er hins vegar nokkuð mismunandi eftir kyni, aldri og
búsetu. Aukinn meðalvinnutími í yngsta aldurshópnum (16-24 ára) er
skýr vísbending um aukna eftirspurn. Starfandi fólki í elsta aldurs-
hópnum (55-74 ára) fjölgar einnig töluvert og skýrir hún rúmlega
helming fjölgunar starfandi fólks á fjórða ársfjórðungi frá sama tíma
árið á undan. Vinnuaflsnotkun á höfuðborgarsvæðinu jókst en hún
dróst saman á landsbyggðinni. Hins vegar virðist atvinnuástandið
meðal kvenna á landsbyggðinni versna á alla mælikvarða: atvinnuleysi
eykst, starfandi konum fækkar og atvinnuþátttaka minnkar töluvert.
Þessi þróun skýrist líklegast að hluta af meiri útflutningi á óunnum
fiski á Evrópumarkað en einnig af hagræðingu í verslun og þjónustu á
landsbyggðinni.
Aðrar vísbendingar um vaxandi eftirspurn eftir vinnuafli eru
fjölgun lausra starfa hjá vinnumiðlunum og aukin útgáfa atvinnuleyfa.
Aðeins um fjórðungur nýrra atvinnuleyfa á síðasta ári var vegna fram-
kvæmda við Kárahnjúka en útgáfa atvinnuleyfa fyrir starfsmenn við
fiskvinnslu, iðnaðartengdan landbúnað, sérhæfða byggingavinnu og
þjónustu jókst einnig töluvert. Hafa verður í huga að fjöldi atvinnu-
leyfa vegna Kárahnjúkavirkjunar gefur ekki rétta mynd af umfanginu
þar sem starfsmannavelta hefur verið mjög ör þar.
Þörf fyrir aukinn innflutning vinnuafls ef koma á í veg fyrir
launaþrýsting
Þrátt fyrir að stóriðjuframkvæmdir færist nær höfuðborgarsvæðinu er
ekki gert ráð fyrir að hlutfall innlends vinnuafls í þeim eigi eftir að
aukast mikið þar sem lítið er um starfsfólk með þekkingu eða reynslu
á lausu. Á Austurlandi hafa framkvæmdir við uppbyggingu á Héraði
og í Fjarðabyggð verið það miklar að innlent vinnuafl hefur haft næg-
an starfa og virðist sem svo verði áfram. Þótt mannaflaþörf vegna
stóriðjuframkvæmda í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sé töluvert
minni en fyrir austan er verkefnastaða byggingaverktaka á höfuð-
borgarsvæðinu slík að ólíklegt er að innlent vinnuafl fáist til stóriðju-
framkvæmda nema að litlu leyti. Hvort launaþrýstingur skapast á
þessu og næsta ári veltur því að nokkru leyti á umfangi innflutnings
vinnuafls.
Mynd 29
Breytingar á vinnuafli
Heimild: Hagstofa Íslands.
Atvinnu-
þáttaka
(prósentur)
Fjöldi
starfandi
(%)
Atvinnu-
leysi
(prósentur)
Heildar-
vinnu-
magn (%)
Meðal-
vinnutími
(klst.)
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
-0,5
-1,0
-1,5
Breyting milli 4. ársfj. 2003 og 4. ársfj. 2004
Breyting milli áranna 2003 og 2004
Mynd 28
Atvinnuleysi janúar 1991 - febrúar 2005
Heimildir: Vinnumálastofnun og Seðlabanki Íslands.
1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004
0,0
1,0
2,0
3,0
4,0
5,0
6,0
7,0
8,0
% af mannafla
Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt)
Atvinnuleysi (ekki árstíðarleiðrétt)