Peningamál - 01.03.2005, Síða 33

Peningamál - 01.03.2005, Síða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 33 VI Vinnumarkaður og launaþróun Umskipti greinileg á vinnumarkaði Vísbendingar sýna greinileg umskipti á vinnumarkaði síðastliðið haust. Þótt batinn hafi í upphafi verið hægur má gera ráð fyrir að slaki á vinnumarkaði sé horfinn og vaxandi spennu muni gæta á næstu mán- uðum. Atvinnuleysi, að teknu tilliti til árstíðarsveiflu, hefur minnkað jafnt og þétt frá síðasta sumri og var 2,4% í febrúar. Milli áranna 2003 og 2004 minnkaði atvinnuleysi um ½ prósentu og var, eins og Seðla- bankinn reiknaði með í desember, eða 3,1%. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sjást merki um aukna vinnuaflsnotkun mælda sem fjöldi starfandi, á fjórða ársfjórð- ungi 2004, hvort heldur miðað er við ársfjórðunginn á undan eða sama ársfjórðung á árinu 2003. Atvinnuþátttaka og heildarvinnu- stundafjöldi drógust þó enn saman milli fjórða ársfjórðungs 2003 og 2004. Þróunin er hins vegar nokkuð mismunandi eftir kyni, aldri og búsetu. Aukinn meðalvinnutími í yngsta aldurshópnum (16-24 ára) er skýr vísbending um aukna eftirspurn. Starfandi fólki í elsta aldurs- hópnum (55-74 ára) fjölgar einnig töluvert og skýrir hún rúmlega helming fjölgunar starfandi fólks á fjórða ársfjórðungi frá sama tíma árið á undan. Vinnuaflsnotkun á höfuðborgarsvæðinu jókst en hún dróst saman á landsbyggðinni. Hins vegar virðist atvinnuástandið meðal kvenna á landsbyggðinni versna á alla mælikvarða: atvinnuleysi eykst, starfandi konum fækkar og atvinnuþátttaka minnkar töluvert. Þessi þróun skýrist líklegast að hluta af meiri útflutningi á óunnum fiski á Evrópumarkað en einnig af hagræðingu í verslun og þjónustu á landsbyggðinni. Aðrar vísbendingar um vaxandi eftirspurn eftir vinnuafli eru fjölgun lausra starfa hjá vinnumiðlunum og aukin útgáfa atvinnuleyfa. Aðeins um fjórðungur nýrra atvinnuleyfa á síðasta ári var vegna fram- kvæmda við Kárahnjúka en útgáfa atvinnuleyfa fyrir starfsmenn við fiskvinnslu, iðnaðartengdan landbúnað, sérhæfða byggingavinnu og þjónustu jókst einnig töluvert. Hafa verður í huga að fjöldi atvinnu- leyfa vegna Kárahnjúkavirkjunar gefur ekki rétta mynd af umfanginu þar sem starfsmannavelta hefur verið mjög ör þar. Þörf fyrir aukinn innflutning vinnuafls ef koma á í veg fyrir launaþrýsting Þrátt fyrir að stóriðjuframkvæmdir færist nær höfuðborgarsvæðinu er ekki gert ráð fyrir að hlutfall innlends vinnuafls í þeim eigi eftir að aukast mikið þar sem lítið er um starfsfólk með þekkingu eða reynslu á lausu. Á Austurlandi hafa framkvæmdir við uppbyggingu á Héraði og í Fjarðabyggð verið það miklar að innlent vinnuafl hefur haft næg- an starfa og virðist sem svo verði áfram. Þótt mannaflaþörf vegna stóriðjuframkvæmda í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sé töluvert minni en fyrir austan er verkefnastaða byggingaverktaka á höfuð- borgarsvæðinu slík að ólíklegt er að innlent vinnuafl fáist til stóriðju- framkvæmda nema að litlu leyti. Hvort launaþrýstingur skapast á þessu og næsta ári veltur því að nokkru leyti á umfangi innflutnings vinnuafls. Mynd 29 Breytingar á vinnuafli Heimild: Hagstofa Íslands. Atvinnu- þáttaka (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Atvinnu- leysi (prósentur) Heildar- vinnu- magn (%) Meðal- vinnutími (klst.) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 -0,5 -1,0 -1,5 Breyting milli 4. ársfj. 2003 og 4. ársfj. 2004 Breyting milli áranna 2003 og 2004 Mynd 28 Atvinnuleysi janúar 1991 - febrúar 2005 Heimildir: Vinnumálastofnun og Seðlabanki Íslands. 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 % af mannafla Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) Atvinnuleysi (ekki árstíðarleiðrétt)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.