Peningamál - 01.03.2005, Síða 41

Peningamál - 01.03.2005, Síða 41
P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 41 Verðbólguspá Seðlabankans Frá því að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá hafa stýrivextir bankans hækkað um 1½ prósentu og gengi krónunnar um rúmlega 9%. Eins og ævinlega byggist meginspá bankans á þeirri forsendu að stýrivextir og gengi krónunnar haldist óbreytt frá spádegi. Létt hefur á undirliggjandi verðbólguþrýstingi frá því í desember ... Frá því í desember sl. hafa komið nýjar tölur um framvindu efnahags- lífsins á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Eins og áður hefur verið fjallað um gefa þær til kynna að framleiðsluslaki hafi verið meiri frá árinu 2002 en áður var talið. Jafnframt gefur spá bankans um efnahagshorfur næstu tveggja ára til kynna að framleiðsluspenna á tímabilinu verði nokkru minni en síðast var talið, sem helgast bæði af ofangreindri end- urskoðun sögulegra gagna og aðhaldssamari peningastefnu en þá var gengið út frá. Eftir sem áður eykst framleiðsla hraðar en framleiðslugeta þjóðarbúsins þannig að framleiðsluspenna fer vaxandi á tímabilinu. Eins og í síðustu spá bankans er talið að slaki á vinnumarkaði hverfi á fyrri hluta þessa árs og að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út spátímabilið og sé við lok þess orðið nokkru lægra en samrýmist verðstöðugleika. Launakostnaður á framleidda einingu mun vaxa eftir því sem spenna á vinnumarkaði eykst og er gert ráð fyrir að vöxturinn verði meiri á spátímabilinu en samrýmist verðbólgumarkmiði bankans, þótt gert sé ráð fyrir minni vexti en í síðustu spá bankans sökum held- ur meiri framleiðnivaxtar. Eins og áður hefur komið fram hefur gengi krónunnar styrkst veru- lega frá því að bankinn birti síðast verðbólguspá í byrjun desember. Jafn- framt var alþjóðleg verðbólga heldur minni á síðasta ári en miðað var við í desember. Búist er við að þróunin á næstu tveimur árum verði áþekk og þá var talið. Haldist gengi krónunnar áfram eins sterkt og um þessar mundir og skili lækkun innflutningsverðs sér í innlent smásöluverðlag er ljóst að draga fer úr verðbólgu. Gerist það að fullu og á tiltölulega stutt- um tíma gæti árshraði verðbólgunnar á seinni hluta þessa árs og fyrri hluta þess næsta lækkað hratt og farið nokkuð niður fyrir verðbólgu- markmið Seðlabankans. Við aðstæður fljótandi gengis er hins vegar fremur ólíklegt að þróunin verði með þeim hætti. Líklegra er að áhrifin taki nokkru lengri tíma að koma fram en líkön byggð á sögulegum gögnum frá fastgengistímanum gefa til kynna. Meiri tregðu í miðlun gengisbreytinga til smásöluverðlags má rekja til aukinnar óvissu um var- anleika gengisstyrkingarinnar. Þannig gætu innlendir smásalar notað tækifærið til að hækka álagningu sína í stað þess að lækka vöruverð að fullu til samræmis við styrkingu krónunnar, sérstaklega við núverandi að- stæður kröftugrar eftirspurnar, og þannig undirbúið sig fyrir væntanlega gengislækkun síðar. Þetta er í samræmi við reynslu annarra landa með fljótandi gengi og í takti við reynsluna af gengissveiflunni hér á landi árið 2001. Í verðbólguspánni er því gert ráð fyrir að hækkun gengisins und- anfarið muni ekki skila sér að fullu út í innlent verðlag á spátímabilinu. ... en verðbólga er áfram yfir verðbólgumarkmiði tvö ár fram í tímann Spáð er að verðbólga muni lækka nokkuð hratt á næstu misserum Mynd 38 Verðbólguvæntingar 2004-20051 1. Verðbólguálag ríkisverðbréfa og væntingar skv. könnunum. Heimild: Hagstofa Íslands. Daglegar tölur um verðbólguálag 5. janúar - 10. mars 2005 J F M A M J J Á S O N D | J F M 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguvæntingar fyrirtækja Verðbólguálag til tveggja ára Verðbólguálag til þriggja ára
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.