Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 56
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
56
1. Svo sem margliðuleitni, Hodrick-Prescott-síun, Beveridge-Nelson-síun, stöðurúmsmat, og
svo mætti lengi telja.
2. Hodrick-Prescott-sía er þá notuð á framleiðslustigið y til að meta t í jöfnu (2).
Mæling á framleiðslugetu hagkerfisins
Ekki er hægt að mæla framleiðslugetu beint út frá fyrirliggjandi gögn-
um. Þess vegna er nauðsynlegt að beita aðferðum tölfræði, en mikil
óvissa fylgir því mati.
Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við mat á framleiðslugetu. Í
öllum tilvikum er gert ráð fyrir að vexti framleiðslu megi skipta upp í
tvo þætti, þ.e. leitni og sveiflu. Hreinar tölfræðiaðferðir, þ.e. aðferðir
sem hafa ekki beina skírskotun til hagfræðikenninga, skipta fram-
leiðslustiginu upp þannig að:
(2)
þar sem y er lógariþmi landsframleiðslu, τ er leitniþáttur hennar og c
er sveiflan. Leitnin endurspeglar nokkurs konar langtímavaxtarferil
sem framleiðslan sveiflast um. Oft er litið svo á að leitnin sé mat á
framleiðslugetunni. Ekki eru þó allir á einu máli um þá túlkun (sjá t.d.
Canova, 1998). Mat á leitniferli framleiðslunnar er háð sama vanda
og mat á framleiðslugetunni: ekki er hægt að mæla hann beint. Ýmsar
tölfræðiaðferðir koma til greina við skiptingu mældrar tímaraðar á
þennan hátt.1 Vandamálið er að þær geta gefið ólíkar niðurstöður og
munar oft á tíðum verulegu eftir því hvaða aðferð verður fyrir valinu.
Aðrar aðferðir byggjast á því að meta svokallað framleiðslufall og
nota það síðan til þess að leggja mat á framleiðslugetuna. Algengt er
að lýsa framleiðslunni með svokölluðu Cobb-Douglas-framleiðslufalli:
(3)
þar sem Yt er framleiðsla á föstu verði, At er heildarþáttaframleiðni, þ.e.
samvegin framleiðni vinnuafls, fjármuna og annarra framleiðsluþátta,
Nt er vinnuaflsnotkun og Kt fjármunastofn. Stikinn α mælir hlutdeild
launa í heildarvirðisauka hagkerfisins sem er gert ráð fyrir að breytist
ekki yfir tíma.
Aðferðir sem notaðar eru í Seðlabanka Íslands við mat á
framleiðslugetu
Seðlabankinn hefur í nokkur ár metið framleiðsluspennu í íslenska
þjóðarbúskapnum. Framleiðsluspenna er reiknuð út frá mati á fram-
leiðslugetu sem byggir á meðaltali fimm aðferða. Ein þeirra felst í því
að meta leitni framleiðslu með svo kallaðri Hodrick-Prescott-síu
(1997) (HP).2 Hinar fjórar eru byggðar á Cobb-Douglas-framleiðslu-
fallinu. Í öllum tilfellum er notast við mældan fjármunastofn, enda
breytist hann mjög hægt. Heildarþáttaframleiðnin er einnig fundin
með sömu aðferð í öllum tilfellum. Hún er metin sem frávik lands-
framleiðslu frá framleiðslufallinu í jöfnu (3). Síðan er HP-sían notuð á
At til þess að finna leitniferil heildarþáttaframleiðninnar. Munurinn á