Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 50

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 50 aðgang að stórum heimamarkaði og meginþorri skulda er í innlendum gjaldmiðli. Hátt raungengi og vaxandi ytra ójafnvægi auka óvissu um verðbólguhorfur Hið háa raungengi krónunnar um þessar mundir eykur á óvissu um verð- bólguhorfur og um miðlun peningastefnunnar á næstu misserum. Mat á verðbólguspá sem byggð er á þeirri forsendu að gengi krón- unnar haldist óbreytt hlýtur að taka tillit til þess að líklegt er að gengi krónunnar lækki á ný þegar fram líða stundir og að það muni tíma- bundið leiða til meiri verðbólgu en spáð er að gefnu óbreyttu gengi. Hraði og tímasetning þessarar óhjákvæmilegu aðlögunar kunna að skipta sköpum. Æskilegt væri að hún yrði í smáum skrefum á löngum tíma og sem mest eftir að byggingu orkuvera og álbræðslna lýkur, þegar dregið hefur úr spennu í þjóðarbúskapnum. Mikill og vaxandi viðskiptahalli skapar hins vegar ákveðna hættu á að framvindan verði óhagstæðari. Eins og fram kom í kafla VII hér að framan nam hreint innstreymi lánsfjár í fyrra u.þ.b. 70% vergrar landsframleiðslu. Á móti þessu innstreymi er reyndar mikil erlend eignamyndun og hafa verður í huga að skekkjuliður greiðslujafnaðar í fyrra var óvenjulega stór. Eigi að síður er ljóst að innstreymi lánsfjár hefur fjármagnað ýmislegt fleira en óvenjumikinn viðskiptahalla, bæði erlend verðbréfakaup lífeyris- sjóða og beina erlenda fjárfestingu fyrirtækja og fjármálastofnana. Í sama kafla kemur einnig fram að svokallaður grunnjöfnuður, þ.e.a.s. viðskiptahallinn að viðbættum hreinum verðbréfakaupum innlendra aðila erlendis og beinni erlendri fjárfestingu innlendra aðila nam í fyrra 34% af landsframleiðslu. Það er næstum tvöfalt hærra hlutfall en ár- ið 2000, sem var ár mikils ójafnvægis og undanfari töluvert harka- legrar aðlögunar í þjóðarbúskapnum. Horfur eru á að viðskiptahallinn aukist enn frekar í ár. Þegar dregur úr lánsfjárinnstreyminu mun skap- ast þrýstingur á gengi krónunnar og það gæti gerst fremur snögglega þegar þar að kemur. Síðbúnar aðhaldsaðgerðir áhættumeiri Vegna þess að peningastefnan er mun sveigjanlegri um þessar mundir og gengi krónunnar flýtur án inngripa Seðlabankans mun þetta þó að líkindum ekki gerast eins snögglega og árin 2000-2001. Hugsanlegt er að aðlögunin hefjist fyrr og taki nokkru lengri tíma. Aðlögunarferlið er hins vegar tæpast fyrirsjáanlegt og viðkvæmar væntingar og spá- kaupmennska kunna að magna sveiflur í báðar áttir. Þá er jafnan sterkt samband á milli gengis gjaldmiðils og annars eignaverðs, sem getur haft sterk áhrif á þjóðarbúskapinn í aðlögunarferlinu. Allt ber þetta að sama brunni. Ef takast á að hemja eftirspurn þannig að verð- bólga haldist í skefjum á næstu árum þarf Seðlabankinn að grípa til nægilegra aðgerða nú. Tekið getur áhrif breytinga á stýrivöxtum allt að tveimur árum að koma fram að fullu. Seðlabankinn getur því ekki gert ráð fyrir að hafa mikil áhrif á næsta ári, umfram þau sem verða af völdum þeirra stýrivaxtahækkana sem hann hefur þegar gripið til, nema hann grípi fljótt til frekari aðgerða. Síðbúnar aðhaldsaðgerðir fela í sér mun meiri áhættu fyrir fjármálakerfið, fyrirtæki og heimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.