Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
22
IV Innlend eftirspurn og framleiðsla
Hagstofa Íslands birti 14. mars sl. þjóðhagsreikninga fyrir árið 2004.
Hagvöxtur var samkvæmt þeim svipaður og Seðlabankinn spáði í des-
ember, eða 5,2%, en nokkru munar á hvernig hagvöxturinn er saman
settur. Einkaneysla, samneysla og útflutningur jukust meira, en fjár-
munamyndun minna en Seðlabankinn hafði spáð.
Hagvöxtur á síðasta fjórðungi ársins var minni en á fyrri hluta
þess og töluvert minni en ársfjórðunginn á undan, eða 3,8%. Árs-
vöxtur einkaneyslu jókst hins vegar verulega á fjórða ársfjórðungi
eða í 9,2%. Hægt hafði á vextinum um mitt ár. Aukin einkaneysla
skýrist fyrst og fremst af bifreiðakaupum og útgjöldum erlendis.
Nokkuð hafði dregið úr vexti fjármunamyndunar á þriðja ársfjórðungi
og hélst sú þróun út árið. Ársvöxtur samneyslu á fjórða ársfjórðungi
var einungis um þriðjungur þess sem verið hafði undangengna þrjá
ársfjórðunga eða 1,3%. Útflutningur jókst hins vegar verulega, eða
um 13,2% frá sama fjórðungi árið á undan. Á sama tíma jókst inn-
flutningur um rúman fimmtung. Framlag utanríkisviðskipta til hag-
vaxtar var því neikvætt, sem skýrir minni hagvöxt í ársfjórðungn-
um.
Vöxtur fjármunamyndunar var nokkru minni en í desemberspá
Seðlabankans eða 12,8% en bankinn hafði spáð 17,3% vexti á árinu.
Samneysla jókst um 3,6% frá fyrra ári en Seðlabankinn hafði reiknað
með minni vexti eða 1,3%. Viðskiptahalli á árinu 2004 nam 8% af
landsframleiðslu þrátt fyrir að útflutningur vöru og þjónustu ykist um
ríflega 8%. Innflutningur jókst töluvert meira, eða um rúm 14%, sem
er svipað og spáð var.
Einkaneysla
Um mitt síðasta ár hægðist lítillega á vexti einkaneyslu, en hann jókst
á ný undir lok ársins. Vöxtur einkaneyslu frá fyrra ári var ½ prósentu
meiri en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir, eða 7,5%. Vísbendingar
um veltu það sem af er ári benda til svipaðs vaxtar á þessu ári. Aukið
framboð á lánsfé til heimila á lágum vöxtum og auknir möguleikar á
að taka fé út úr húsnæði eiga eflaust stóran þátt í aukinni einkaneyslu
undir lok ársins, en hækkun eignaverðs og aukinn kaupmáttur ráð-
stöfunartekna styðja áfram við eftirspurn.
Kaupmáttur launa jókst um u.þ.b. 1½% á síðasta ári frá árinu á
undan en kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 2%. Áætlað er að
kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist enn frekar á þessu ári og að
vöxturinn verði nokkuð umfram kaupmátt launa, eða um rúmlega
4%, vegna minna atvinnuleysis, lækkunar tekjuskatta og hækkunar
skattleysismarka.
Fjármálaleg skilyrði heimila eru svipuð og á haustmánuðum
þrátt fyrir töluverða hækkun skammtímavaxta, enda ber einungis tí-
undi hluti lána heimilanna vexti sem stýrivextir hafa tiltölulega skjót
áhrif á (sjá nánari umfjöllun í kafla III).
Væntingar heimilanna það sem af er ári eru svipaðar og á sama
tíma í fyrra, ef marka má væntingavísitölu Gallups. Heimilin virðast þó
ekki líta framtíðina eins björtum augum og núverandi ástand og gæti
aukin verðbólga átt þátt þar í.
Mynd 20
F A J Á O D F A J Á O D F A J Á O D F A J Á O D F
2001 2002 2003 2004
50
60
70
80
90
100
110
120
130
140
Vísitala
0
2
4
6
8
10
-2
-4
-6
-8
Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%)
Væntingavísitala Gallup (vinstri ás)
Vöxtur einkaneyslu (hægri ás)
Einkaneysla og væntingavísitala Gallup
febrúar 2001 - febrúar 2005
Heimildir: IMG Gallup og Hagstofa Íslands.
Mynd 21
Innflutningur neysluvöru og einkaneysla
1996-2004
Heimild: Hagstofa Íslands.
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
0
5
10
15
20
-5
-10
-15
-20
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Innflutningur neysluvöru
Einkaneysla
Mynd 22
Kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna
og útlán til einstaklinga 1997-2004
Heimildir: Hagstofa Ísland, Seðlabanki Íslands.
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
0
4
8
12
16
20
24
-4
Breyting frá fyrra ári (%)
Kaupmáttur ráðstöfunartekna (árlegar tölur)
Kaupmáttur launa (ársfjórðungslegar tölur)
Útlán lánakerfis til einstaklinga
(ársfjórðungslegar tölur)