Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
14
heildarafli loðnu og síldar verði nokkru meiri á þessu ári en í fyrra, en
að heildarafli kolmunna verði svipaður. Að því gefnu er gert ráð fyrir
að aflaverðmæti muni aukast nokkuð á þessu ári. Þá er talið líklegt að
aflahámark í þorski og einnig í öðrum mikilvægum botnfisktegundum
muni verða aukið á næsta fiskveiðiári. Aukinn botnfiskafli, betri nýting
hráefnis, hærra vinnslustig og aukin sala ferskra fiskafurða gefa tilefni
til að reikna með nokkru meiri útflutningi sjávarafurða í ár en í fyrra.
Í spánni er reiknað með 4% vexti á föstu verði í ár og 4½% á því
næsta.
Á sama tíma er gert ráð fyrir að verðlag sjávarafurða haldi áfram
að hækka í erlendri mynt, einkum sjófrystra og landfrystra afurða og
saltfisks. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að verðlag sjávarafurða í
erlendri mynt muni hækka um 6% milli áranna 2004 og 2005, en um
2% á næsta ári.
Gengislækkun Bandaríkjadals gæti haft áhrif á skiptingu útflutn-
ings á markaðssvæði. Ekki hefur þó orðið veruleg breyting á gjald-
miðlaskiptingu útflutnings. Sala í Bandaríkjadölum hefur dregist sam-
an um 3 prósentur á undanförnum þremur árum, en sala í evrum auk-
ist um 2 prósentur.
Útflutningur annarrar iðnaðarvöru en áls og málmblendis jókst
verulega í fyrra og gert er ráð fyrir frekari vexti á þessu ári. Því er
áætlað að útflutningur vöru og þjónustu aukist um tæplega 5% á
þessu ári, sem er heldur minni vöxtur en spáð var í desember. Á næsta
ári er hins vegar útlit fyrir meiri vöxt útflutnings, þrátt fyrir hærra
raungengi, mestmegnis vegna ofangreindrar aukningar aflaheimilda,
en einnig vegna aukins álútflutnings.
Vöxtur vöruútflutnings 1999-20041
Mynd 8
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4
1999 2000 2001 2002 2003 2004
0
10
20
30
40
50
60
-10
-20
-30
Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%)
Sjávarafurðir
Iðnaðarvörur
1. Á föstu gengi m.v. vöruútflutningsvog.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Myntkarfa sjávarútvegs 2001 og 2004
Mynd 7
GBP DKR NOK SKR EUR YEN USD Annað
0
5
10
15
20
25
30
35
40
%
2001
2004
Heimild: Seðlabanki Íslands.