Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 18 Vextir óverðtryggðra útlána bankanna hafa hækkað í takt við stýrivexti en vextir verðtryggðra útlána haldast lágir og vaxtaálag hefur minnkað Frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti sl. vor hafa óverðtryggðir útlánsvextir bankanna u.þ.b. fylgt stýrivöxtum Seðlabankans eftir, hvort heldur miðað er við kjörvexti eða meðalvexti. Bilið á milli stýri- vaxta og óverðtryggðra kjörvaxta útlána hefur því lítið breyst und- anfarið ár, eftir að hafa þrengst nokkuð árið 2003, enda þess ekki að vænta að peningastefnan hafi áhrif á þennan vaxtamun. Vextir verð- tryggðra útlána hafa hins vegar haldist óbreyttir frá því á haustmán- uðum og eru u.þ.b. einni prósentu lægri en þeir voru í árslok 2003. Hér gætir eflaust áhrifa frá lækkun vaxta verðtryggðra markaðs- skuldabréfa. Ýmis stærri fyrirtæki eiga þess kost að bjóða út skulda- bréf á almennum markaði. Vísbendingar eru um að álag á þessa vexti hafi verið að lækka að undanförnu og er það í samræmi við þróun vaxtaálags erlendis. Einnig virðist hafa dregið úr vaxtaálagi í kjör- vaxtakerfi bankanna. Ekkert lát er á hröðum útlánavexti, hvort heldur til heimila eða fyrirtækja Frá sl. hausti hefur ársvöxtur útlána lánakerfisins verið álíka mikill og hann varð mestur á árunum 2000 og 2001. Í heild jukust útlán á árinu um fimmtung, eða um 16% að raungildi. Mest jukust útlán til fyrir- tækja, eða um fjórðung. Vöxtur útlána til heimila var 14%, eða svip- aður og fyrr á árinu. Stórauknum húsnæðisveðlánum bankanna hefur því að mestu leyti verið varið til þess að greiða niður eldri óhagkvæm- ari lán. Tölur sem fyrir liggja um útlánavöxt innlánsstofnana, Íbúða- lánasjóðs og lífeyrissjóða benda til að vöxturinn hafi haldist svipaður það sem af er ári. Umhugsunarefni er að útlánavöxturinn um þessar mundir er umtalsvert meiri en hann var í byrjun ofþensluskeiðsins árin 1998 til 2000 og að í kjölfar fyrri tímabila svo mikils útlánavaxtar fylgdi verulegt bakslag. Það gerist þó tæplega næstu tvö árin. Vöxtur útlána til fyrirtækja var einstaklega ör á sl. ári. Meðal annars jukust gengisbundin lán verulega. Í janúarlok námu útistand- andi gengisbundnar skuldir innlendra fyrirtækja við lánastofnanir 456 ma.kr. og höfðu aukist um 38% á einu ári. Mikil sókn í erlent lánsfé er skiljanleg í ljósi hagstæðra vaxta á erlendum lánum, en ætla mætti að sterkara gengi krónunnar dragi heldur úr sókn í erlent lánsfé þegar frá líður. Reyndar hefur hlutdeild gengistryggðra lána í skuldum fyrir- tækja við innlánsstofnanir heldur dalað frá því um mitt sl. ár, þegar hún nam u.þ.b. 60%, en óverulega að teknu tilliti til hækkunar á gengi krónunnar. Rétt er að hafa í huga að mikil fjárfesting innlendra fyrirtækja erlendis hefur verið fjármögnuð að hluta í gegnum innlenda banka. Hraður vöxtur gengisbundinna lána til íslenskra fyrirtækja skilar sér því ekki allur inn í íslenska þjóðarbúið því að hreint inn- streymi erlendra lána á sl. ári nam 70% af landsframleiðslu Íslands samkvæmt uppgjöri greiðslujafnaðar. Nokkuð er um að stærri fyrirtæki sæki lánsfé beint á erlendan markað, en að mestu leyti (og í vaxandi mæli) fer erlend lántaka fram fyrir milligöngu innlendra lánastofnana, sem taka erlend lán og end- urlána til innlendra aðila. Á undanförnum árum hefur erlend lántaka 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 5 10 15 20 % Stýrivextir Meðalkjörvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna Meðalvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna Stýrivextir og óverðtryggðir útlánsvextir bankanna Mynd 16 Heimild: Seðlabanki Íslands. Tölur 1., 11. og 21. hvers mánaðar 1. janúar 2001 - 11. mars 2005 Vöxtur útlána janúar 2001 - janúar 2004 Mynd 17 Heimild: Seðlabanki Íslands. Útlán lánakerfis í lok hvers ársfjórðungs, útlán innláns- stofnana, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða í lok hvers mánaðar J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J 2001 2002 2003 2004 0 5 10 15 20 25 -5 Breyting frá sama tímabili á fyrra ári (%) Lánakerfið Innlánsstofnanir, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.