Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 87

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 87
1. Aukinn hagvöxtur – minni vinnuaflsnotkun Atvinnuþátttaka á íslenskum vinnumarkaði er enn töluvert sveigjanleg ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands. Eins og sést á mynd 1 jókst atvinnuþátttaka eftir því sem leið á upp- sveifluna í lok síðasta áratugar, en hefur dregist saman frá árinu 2001 í takt við minni eftirspurn eftir vinnuafli. Sömu sögu er að segja af heildarvinnustundafjölda.3 Sem fyrr er það fyrst og fremst atvinnu- þátttaka yngsta aldurshópsins, 16-24 ára, sem breytist í takt við hag- sveifluna. Í síðustu uppsveiflu jókst atvinnuþátttaka í aldurshópnum 16-24 ára úr 65% árið 1993 í 79% árið 2000 en var komin aftur í 65% árið 2004. Athyglisvert er að atvinnuþátttaka minnkar um 1½ prósentu á árinu 2004, löngu eftir að hagvöxtur hefur tekið kröft- uglega við sér.4 Þetta er ólíkt því sem var í upphafi síðustu uppsveiflu en þá tók vinnuaflsnotkun, sérstaklega vinnuaflsnotkun mæld sem heildarvinnustundafjöldi, mun fyrr við sér. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 1 Atvinnuþátttaka, heildarvinnustundafjöldi og hagvöxtur 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 60 65 70 75 80 85 90 95 % 0 2 4 6 8 -2 -4 -6 % Atvinnuþátttaka (vinstri ás) Atvinnuþátttaka 16-24 ára (vinstri ás) Atvinnuþátttaka karla 25-74 ára (vinstri ás) Atvinnuþátttaka kvenna 25-74 ára (vinstri ás) Hagvöxtur (hægri ás) Heildarvinnumagn, breyting milli ára (hægri ás) 1991 1. og 4. ársfjórðungur Þróunin á vinnumarkaði undanfarin misseri hefur komið á óvart. Um langt skeið eftir að hagvöxtur hafði tekið kröft- uglega við sér dró verulega úr vinnuaflsnotkun. Atvinnuleysi var mikið og jókst jafnvel þegar leið að miðju ári 2004. Gagnstætt því sem ætla mætti fjölgaði lausum störfum á sama tíma og atvinnuleysi jókst. Launaskrið hefur verið lítið í geirum þar sem skortur er á starfsfólki. Í þessari grein er leitast við að skýra þessar þversagnir. Leitað er svara við þeirri spurningu hvort breytingar á vinnumarkaði að undanförnu skýrist aðallega af hagsveiflunni eða þær megi einnig rekja til kerfisbreytinga í íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug. Áður en lengra er haldið er þó rétt að benda á að það er nokkrum vandkvæðum bundið að fjalla um þró- un á vinnumarkaði undanfarin ár. Í fyrsta lagi var framkvæmd vinnumarkaðskönnunar breytt á árinu 2003.2 Rof varð í könnuninni og ekki hefur enn verið tengt á milli kannana. Þetta hefur m.a. í för með sér að erfitt er að bera síðustu hagsveiflu saman við þá núverandi. Jafnframt er erfitt að meta hvað gerðist árið 2003, en þróun atvinnuleysis og framboðs starfa á því ári kom nokkuð á óvart. Í öðru lagi virðist hlutur erlends vinnuafls hafa aukist töluvert að undanförnu, en það er enn ekki skráð á viðunandi hátt í opinberum hagtölum. Þetta gerir það að verkum að ekki er alltaf hægt að styðja tilgátur sem varpað er fram í greininni með tölum sem skyldi. Rannveig Sigurðardóttir1 Ráðgátur á vinnumarkaði 1. Höfundur er deildarstjóri greiningar- og útgáfudeildar við hagfræðisvið Seðlabanka Ís- lands. Höfundur vill þakka Arnóri Sighvatssyni, Ásgeiri Daníelssyni, Hannesi Sigurðssyni, Katrínu Ólafsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Þórarni G. Péturssyni fyrir gagnlegar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. 2. Fram til ársins 2003 náði könnunin einungis til sinnar hvorrar vikunnar í apríl og nóvember en frá og með janúar árið 2003 er rannsóknin samfelld, hverju árfjórðungsúrtaki er skipt jafnt á 13 vikur og niðurstöður birtar ársfjórðungslega. Niðurstöður frá og með janúar árið 2003 eru því ekki fyllilega sambærilegar við fyrri niðurstöður. Tölurnar eru sambærilegri ef aðeins eru skoðaðar niðurstöður fyrsta og fjórða ársfjórðungs í vinnumarkaðskönnuninni nýju. 3. Heildarvinnustundafjöldi er skilgreindur sem margfeldi heildarfjölda fólks við vinnu í við- miðunarviku og meðalfjöldi vinnustunda í sömu viku. 4. Ef þessi sveigjanleiki atvinnuþátttöku væri ekki fyrir hendi má gera ráð fyrir að atvinnuleysi hefði orðið töluvert meira en 3,1% árið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.