Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 19 bankanna erlendis einkum farið fram með útgáfu markaðsskuldabréfa fremur en með lántöku í erlendum bönkum. Njóta íslensku bankarnir þar aukins aflsmunar eftir samruna undanfarinna ára. Samanlagt juk- ust verðbréfaútgáfa og útistandandi erlend lán bankanna um rúmlega 82% á síðastliðnu ári. Hafa verður í huga að miklar erlendar lántökur innlendra banka má að hluta til rekja til þess að efnahagsreikningur þeirra hefur þanist út vegna kaupa á erlendum fjármálafyrirtækjum. Í janúarlok höfðu bankarnir lánað 213 ma.kr. til einstaklinga. Stór hluti af þeirri upphæð var í formi húsnæðisveðlána. Ársaukning þessara útlána nemur 139%. Á sama tíma hefur dregið verulega úr útlánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða til íbúðakaupa. Í janúarlok höfðu útlán þessara þriggja aðila til einstaklinga aukist um tæplega 16%. Vöxtur peningamagns og sparifjár er enn þá gríðarlega ör, þótt heldur hafi dregið úr honum frá því sem hann var mestur síðla árs 2003 og fram á síðasta ár. Þótt vöxtur peningamagns og sparifjár virðist fremur vísbending um samtímanafnvöxt landsframleiðslu en framtíðarverðbólgu, er ljóst að svo mikill vöxtur peningamagns sem verið hefur undanfarin ár og í svo langan tíma fæst með engu móti staðist án þess að hann komi að lokum fram sem aukin verðbólga. Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega 11% frá því sem gengið var út frá í síðustu spá Seðlabankans Þrátt fyrir óvenjulága erlenda vexti um þessar mundir, er ekki þar með sagt að erlend fjármálaleg skilyrði hafi verið með öllu ósnortin af að- haldsaðgerðum Seðlabankans. Í kjölfar vaxtahækkunar bankans í des- ember hækkaði gengi krónunnar umtalsvert. Eins og fjallað er um nánar á bls. 13 er raungengi krónunnar farið að nálgast fyrri söguleg hámörk undanfarinna áratuga. Ætla má að fyrirtæki og einstaklingar sem taka langtímalán á núverandi gengi krónunnar þurfi að gera ráð fyrir töluverðri gengislækkun krónunnar yfir líftíma lánsins. Það hækk- ar væntan kostnað erlends fjármagns. Tafla 4 Breytingar á fjármálalegum skilyrðum frá útgáfu Peningamála 2004/4 3 vikna tímabil til Áhrif eftir geirum1 Útflutnings- og Fjármála- Önnur 19. nóv. 10. mars Heimili samk.fyrirtæki fyrirtæki fyrirtæki Raunstýrivextir2 3,8 4,3 . . - . Skammtímaraunvextir3 3,0 3,4 - - +/- - Verðtryggðir innlendir vextir (ávöxtunarkrafa 40 ára íbúðabréfa) 3,7 3,5 + . +/- . Meðalvextir óverðtryggðra útlána banka og sparisjóða 12,6 14,0 - - . - Meðalvextir verðtryggðra útlána banka og sparisjóða 7,5 7,5 0 0 0 0 Erlendir skammtímavextir (ríkisvíxlar til 3 mán.)4 2,1 2,3 - - - - Erlendir langtímavextir (ríkisskuldabréf til 10 ára)4 3,9 3,9 0 0 0 0 Gengisvísitala krónunnar 120,0 109,5 + - +/- +/- Gengi hlutabréfa5 3.401,0 3.779,6 + + + + 1. Hér táknar "+" hagstæðari fjármálaleg skilyrði, "-" táknar óhagstæðari fjármálaleg skilyrði, "+/-" táknar að brugðið geti til beggja átta, "." táknar að samanburður eigi ekki við og "0" táknar enga breytingu eða því sem næst. 2. Miðað við þriggja ára verðbólguálag. 3. Raunvextir þriggja mánaða ríkisvíxla, reiknaðir með þriggja ára verðbólguálagi. 4. Vægi evru er 2/3 og Bandaríkjadals 1/3. 5. Miðað er við úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Heimildir: EcoWin, Kauphöll Íslands, Seðlabanki Íslands. Raunaukning lánakerfisins 1970-2004 Mynd 18 Árlegar tölur 1970-1992, ársfjórðungslegar tölur frá árslokum 1992 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2004 0 10 20 30 40 -10 -20 Breyting yfir ár/frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Heimild: Seðlabanki Íslands. Útlán alls Útlán til fyrirtækja Útlán til heimila Ársfjórðungslegar tölurÁrlegar tölur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.