Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 61
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
61
Þetta sést t.d. á því að líkindadreifingin tvö ár fram í tímann er mun
breiðari en dreifingin eitt ár fram í tímann þar sem óvissan eykst eftir
því sem spáð er lengra fram í tímann. Þar sem svæðið undir kúrfunni
verður ávallt að vera jafnt einum, endurspeglast aukin óvissa einnig í
því að kúrfan verður lægri og flatari. Að lokum endurspeglast áhættu-
matið í lögun líkindadreifingarinnar: samhverft áhættumat endurspegl-
ast í samhverfri líkindadreifingu en dreifingin verður skekkt sé óvissan
talin meiri í aðra hvora áttina.
Í spá Seðlabankans í desember 2004 var talið að óvissa eitt ár
fram í tímann væri samhverf, en að hún væri fremur upp á við tvö ár
fram í tímann.4 Eitt ár fram í tímann var spáð 3,5% verðbólgu og þar
sem áhættumatið var samhverft, samsvarar það einnig meðaltali spár-
innar. Tvö ár fram í tímann var hins vegar talið líklegast að verðbólga
yrði 3,6%. Þar sem dreifingin er skekkt upp á við var meðaltal spár-
innar hins vegar 3,8%. Af þeim sökum liggja 56% líkindadreifingar-
innar fyrir ofan kryppugildið en einungis 44% hennar fyrir neðan það.
Fremur litlar líkur voru taldar á því að verðbólgumarkmið bankans
næðist á tímabilinu miðað við þáverandi stýrivaxtastig. Þetta sést t.d.
á því að einungis um 20% líkur voru á því að verðbólga yrði á bilinu
2-3% eftir eitt og tvö ár.
Mat á óvissuþáttum
Við mat á óvissu verðbólguspárinnar er reynt að leggja mat á óvissuna
framundan í stað þess að framreikna einungis fyrri spáskekkjur. Horft
er á undirliggjandi áhrifaþætti verðbólguþróunarinnar og metið hvort
óvissa um þá sé meiri eða minni en sögulegar spáskekkjur eða sveiflur
í þessum stærðum gefa til kynna. Jafnframt er lagt mat á það hvort
óvissa þeirra sé meiri upp á við eða niður á við. Þessir þættir lúta m.a.
að alþjóðlegri efnahagsþróun (t.d. útflutningi, olíuverði og almennu
innflutningsverði), innlendri eftirspurn (t.d. einkaneyslu, fjárfestingu,
4. Matið á spáóvissunni gefur þannig möguleika á að reikna út líkur þess að verðbólga næstu
tveggja ára verði á tilteknu bili, sbr. myndir 1 og 2 sem sýna t.d. að það voru taldar 50%
líkur á að verðbólga eftir tvö ár yrði á bilinu tæplega 3-4,5% og tafla 7 í Peningamálum
2004/4 sem sýnir t.d. að taldar voru um 57% líkur á að verðbólga yrði á bilinu 1-4%, þ.e.
innan þolmarka.
Mynd 2
Líkindadreifing verðbólguspár Seðlabankans
í Peningamálum 2004/4
Verðbólga 1 ár fram í tímann (2005:3)
Líkindadreifing verðbólguspár Seðlabankans
í Peningamálum 2004/4
Verðbólga 2 ár fram í tímann (2006:3)
Kryppugildi = meðaltal: 3,5%
50%:
3,0%-4,1%
75%: 2,6%-4,5%
50% 50%
90%: 2,2%-4,9%
0,0% 1,0% 2,0% 2,5% 4,0% 8,0%
44% 56%
Meðaltal: 3,8%
Kryppugildi: 3,6%
50%: 2,9%-4,5%
0,0% 1,0% 2,0% 2,5% 4,0% 8,0%
75%: 2,4%-5,2%
90%: 1,8%-5,8%