Peningamál - 01.03.2005, Page 12

Peningamál - 01.03.2005, Page 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 12 gagnvart helstu gjaldmiðlum þróaðra ríkja. Gengislækkunin hefur þó ekki enn haft mikil áhrif á viðskiptahallann, meðal annars vegna þess að útflytjendur helstu viðskiptalanda Bandaríkjanna hafa kosið að taka á sig minni hagnað fremur en að leyfa vörum sínum að hækka að ráði í dölum talið og markaðshlutdeild að minnka. Að auki hafa mörg Asíuríki, eins og áður sagði, haldið gjaldmiðlum sínum föstum gagnvart Bandaríkjadal. Því er ekki hægt að útiloka að töluvert meiri gengislækkunar sé þörf til þess að hafa veruleg áhrif á hallann. Seint á níunda áratugnum féll meðalgengi Bandaríkjadals (vöruviðskipta- vegið) um 35%, samanborið við lækkun hans um 15% frá árinu 2002. Þá var viðskiptahallinn þó helmingi minni sem hlutfall af vergri landsframleiðslu en hann er um þessar mundir. Verðlag sjávarafurða hefur hækkað Í fyrra dróst heildarfiskafli saman, aðallega vegna samdráttar í afla upp- sjávarfisks, en vel aflaðist af botnfiski. Aflaverðmæti upp úr sjó á föstu verði stóð því í stað milli ára þrátt fyrir minni heildarafla. Þrátt fyrir svipað aflaverðmæti og áður jókst útflutningur sjávarafurða um rúm- lega 8% að magni til. Vöxtinn má einkum rekja til breyttrar samsetn- ingar útflutnings. Útflutningur ferskfisks jókst mikið, en hann skilar að jafnaði meiri virðisauka en önnur framleiðsla. Meiri frysting loðnu- og síldarafurða, í stað bræðslu, jók útflutningsverðmæti þeirra um 7 ma.kr. Markviss markaðssetning, batnandi nýting hráefnis, betri vinnslutækni og sterkari staða íslenskra útflutnings- og matvælafyrirtækja á helstu mörkuðum Evrópulanda kunna einnig að hafa átt þátt í auknu verð- mæti útfluttra sjávarafurða. Þrátt fyrir fremur dræman vöxt einkaneyslu víða í Evrópu hefur útflutningsverðlag sjávarafurða hækkað verulega undanfarna mánuði. Verðlag sjávarafurða í erlendri mynt hækkaði um rúmlega 10% undan- farna átta mánuði og mest undanfarna tvo mánuði, en verðlag hafði farið lækkandi frá fyrri hluta árs 2002. Hækkun á gengi krónunnar veldur því hins vegar að afurðaverð hefur lítið breyst í krónum talið. Verð nær allra afurða hefur hækkaði undanfarna átta mánuði. Hækkunina má rekja til þess að framboð á helstu botnfiskafurðum hefur dregist saman á síðustu árum, en eftirspurn verið stöðug eða aukist. Þá hefur samkeppni meðal kaupenda um eftirsóttar afurðateg- undir eins og ferskan þorsk aukist. Einnig hefur átt sér stað ákveðin verðleiðrétting á nokkrum tegundum afurða, sérstaklega sjófrystum fiski, eftir verðfall á árunum 2002 og 2003. Áhrif raungengis mismikil Gengi krónunnar hækkaði töluvert undir lok síðasta árs. Á árinu 2004 var gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal að meðaltali um 8,6% hærra en árið á undan, 2,4% hærra gagnvart sterlingspundi og 0,5% hærra gagnvart evru. Það sem af er ári hefur gengi krónunnar haldið áfram að hækka, meðal annars sökum stýrivaxtahækkana Seðlabankans. Í spá Seðlabankans að þessu sinni er gert ráð fyrir óbreyttu gengi frá 8. mars, en það felur í sér að í ár verði meðalgengi krónu 10,6% hærra en í fyrra. Að óbreyttu innbyrðis gengi gjaldmiðla fæli það í sér að meðaltali 14% hækkun gagnvart Bandaríkjadal, 10% hækkun gagn- vart sterlingspundi og rúmlega 8% hækkun gagnvart evru. Skipting sjávarafurðaframleiðslu 2000 og 2004 Mynd 5 Land- frysting Sjó- frysting Saltaðar afurðir Mjöl og lýsi Ferskar fiskafurðir Annað 0 5 10 15 20 25 30 35 40 % 2000 2004 Heimild: Hagstofa Íslands. Áætlað verðlag sjávarafurða janúar 2000 - janúar 2005 Mynd 4 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J 2000 2001 2002 2003 2004 85 90 95 100 105 110 115 120 125 130 2003=100 Í íslenskum krónum Í erlendri mynt 1. Verðvísitala Hagstofu Íslands umreiknuð yfir í erlendan gjaldmiðil með vöruskiptavog m.v. útflutning. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Aukning afla, aflaverðmætis og útflutningsverðmætis 1998-2004 Mynd 3 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 10 20 30 -10 -20 -30 Breyting frá fyrra ári (%) Heildarafli Aflaverðmæti Útflutningsverðmæti Heimild: Hagstofa Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.