Peningamál - 01.03.2005, Síða 52

Peningamál - 01.03.2005, Síða 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 52 Við túlkun framvirku vaxtanna þarf að hafa í huga að þeir geta inni- haldið áhættuálag (e. forward term premium) ofan á vænta stundar- vexti vegna óvissu um framtíðarþróun vaxta. Þetta hefur ekki verið rannsakað fyrir íslenskan markað, en Svensson (1994) bendir á að í erlendum rannsóknum er mat á áhættuálaginu jafnan fremur lítið. Samfellt vaxtaróf er ekki sýnilegt á markaði, heldur einungis ósamfelld tengsl einstakra bréfa og tíma. Þær upplýsingar er hins vegar hægt að nota til þess að meta samfellt fall, sem lýsir vaxta- rófinu. Nokkrar aðferðir eru algengar við að meta samfellt vaxtaróf. Upphafið má rekja til aðferða McCulloch (1971, 1975) sem notaði brúunaraðferðir (e. cubic spline) til að brúa afvaxtafallið (e. discount function). Þegar búið er að meta vaxtarófið má reikna út fólgna framvirka vexti á sambærilegan hátt og gert var hér að framan. Vegna þess að matið getur verið nokkuð óstöðugt (sérstaklega í lengri enda vaxtarófsins) þegar notaðar eru brúunaraðferðir, hafa aðrar aðferðir orðið vinsælli í seinni tíð, t.d. aðferðir Nelson og Siegel (1987) ásamt viðbótum Svensson (1994). Aðferð þeirra er sú að meta eftirfarandi jöfnu fyrir fólgnu framvirku vextina: (3) þar sem f táknar framvirka vexti sem eru fall af lokadegi og m stikunum β0, β1, β2, β3, τ1 og τ2.1 Jafnan samanstendur því af fjórum hlutum (Nelson og Siegel gerðu ráð fyrir þremur hlutum en Svensson bætti aftasta liðnum í jöfnunni við). Fyrsti hlutinn er fasti β0. Síðan er einhalla hluti β1 exp(-m/τ1) sem virkar sem aðfella sem á að tryggja að þegar nálgast lengri enda framvirka vaxtarófsins nálgist framvirku vextirnir β0 + β1 (sem þarf að vera jákvæð tala til að tryggja jákvæða vexti). Síðustu tveir hlutarnir í jöfnunni gera það mögulegt að hafa vaxtarófið kryppulaga. Með aðferð Nelson og Siegel er hægt að setja eina kryppu á vaxtarófið en aðferð Svensson gerir ráð fyrir að hægt sé að hafa tvær kryppur á vaxtarófinu. Til að geta notað jöfnuna þarf að meta stikana sex. Það er gert með því að tegra jöfnuna til að finna stundarvexti. Þegar stundar- vextir hafa verið fundnir er síðan einfalt að reikna út afvaxtafallið. Til að finna stikana má annaðhvort lágmarka verðmismun eða vaxtamis- mun. Að lágmarka verðmismun felur í sér að lágmarka mismuninn á milli reiknaðs verðs út frá vaxtarófinu og raunverulegs verðs bréfanna með því að nota afvaxtafallið. Þar sem vextir hafa lítil áhrif á verð bréfanna á stutta enda vaxtarófsins getur lágmörkun verðmismunar leitt til ónákvæms mats á þeim enda vaxtarófsins. Þess í stað er vaxtamunur lágmarkaður í aðferð Seðlabankans, þ.e. munurinn á milli vaxta samkvæmt vaxtarófinu og raunverulegra vaxta bréfanna. Þegar mati á stikum líkansins er lokið fæst jafna sem lýsir vaxtarófinu á tilteknum tíma. 1. Hér eru fólgnir framvirkir vextir samfelldir (e. continuously compounded). Mun þægilegra er að nota samfellda vexti við mat á þessu falli, en auðvelt er að breyta þeim í t.a.m. vik- uvexti með því að nota rd = d(exp(rc/d) - 1) þar sem rd táknar vikuvexti, rc táknar samfellda vexti og d er fjöldi daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.