Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 78
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
78
GRE INARGERÐ
T I L R ÍK I SST JÓRNAR
kafla er fjallað um peningastefnuna og aðgerðir sem Seðlabankinn telur
nauðsynlegt að grípa til í því skyni að ná verðbólgumarkmiðinu á ný.
2. Reynslan af verðbólgumarkmiðinu
til þessa
Góð reynsla af verðbólgumarkmiðinu
Tæplega fjögur ár eru liðin frá því verðbólgumarkmið leysti fastgeng-
isstefnu af hólmi. Reynslan hefur í meginatriðum verið góð, þótt
ótímabært sé að kveða upp endanlegan dóm. Aðstæður í upphafi
voru reyndar erfiðar. Mikið ójafnvægi hafði myndast í þjóðarbúskapn-
um á árunum 1998 til 2000, sem peningastefnan var vanbúin til að
takast á við, enda bundin af fastgengisstefnu eins og hún var skil-
greind á þeim tíma, auk þess sem bankinn naut ekki þess sjálfstæðis
sem hann nýtur nú samkvæmt lögum. Þrátt fyrir að efri þolmörk hafi
tímabundið verið rýmri árið 2001, eða 6%, tókst ekki að halda verð-
bólgunni innan þeirra á því ári, enda lækkaði gengi krónunnar veru-
lega þegar dró úr innstreymi fjár sem hafði fjármagnað mikinn við-
skiptahalla árin á undan. Endurtekin inngrip á gjaldeyrismarkaði megn-
uðu ekki að stöðva lækkun krónunnar. Í nóvember 2001 hafði gengi
krónunnar fallið um tæplega 30% frá hámarki þess vorið 2000.
Þrátt fyrir að þolmörk væru rofin árið 2001 náðist verð-
bólgumarkmiðið fyrr en upphaflega var að stefnt
Ástæðum þess að þolmörk voru rofin árið 2001 er nánar lýst í greinar-
gerð til ríkisstjórnarinnar sem birt var 20. júní 2001. Verðbólgan náði
hámarki í ársbyrjun 2002 og var þá 9,4%. Þrátt fyrir mikið frávik fyrsta
árið eftir að verðbólgumarkmið var tekið upp náðist markmiðið um
2½% verðbólgu í nóvember 2002, ári fyrr en ætlað var. Inn fyrir þol-
mörkin var verðbólgan komin í júlí sama ár. Lykillinn að þessum góða
árangri, þrátt fyrir erfiða byrjun, var aðhaldssöm peningastefna, sem
leiddi til þess að gengi krónunnar styrktist hratt á ný þegar nægilega
hafði dregið úr innlendri eftirspurn og viðskiptahallanum sem grafið
hafði undan stöðugleika krónunnar.
Eftir því sem verðbólga hjaðnaði slakaði Seðlabankinn á aðhaldi
peningastefnunnar og má ætla að raunstýrivextir bankans hafi verið
komnir niður í eða jafnvel undir náttúrulega raunvexti í ársbyrjun 2003.
Jafnframt var dregið úr bindiskyldu innlánsstofnana í tveimur áföngum,
í mars og í lok árs 2003. Lækkun bindiskyldu var kerfisbreyting, sem
fyrirheit höfðu verið gefin um fyrir nokkrum árum og miðaði að því að
jafna samkeppnisskilyrði innlendra og erlendra fjármálastofnana, en
ekki peningapólitísk aðgerð, enda hafa seðlabankar almennt horfið frá
því að beita bindiskyldu sem peningalegu stjórntæki. Áhrifin voru þó
ótvírætt til örvunar sem ekki var áhyggjuefni í ljósi slaka sem virtist vera
til staðar í þjóðarbúskapnum þegar ákveðið var að lækka bindiskyldu. Í
því sambandi má nefna að ekki varð ljóst fyrr en komið var töluvert
fram á árið 2004 að hagvöxtur árið 2003 var mun meiri en fyrirliggjandi
haggögn höfðu bent til. Haustið 2002 hafði bankinn hafið að kaupa
erlendan gjaldeyri til að byggja upp gjaldeyrisforða sinn sem hafði
nánast horfið árið 2001 ef frá eru talin erlend skammtímalán sem tekin