Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 26 opinbera 35½ ma.kr. á síðasta ári og óx um rúmlega 27% frá árinu áður sem er umtalsvert meira en áætlað var í spá Seðlabankans sem birt var í desember sl. Þar var gert ráð fyrir 18% samdrætti í opinberri fjárfestingu. Skýringin á þessu misræmi virðist annars vegar vera að fjárfesting ríkisins árið 2003 er nú metin mun minni en áður. Hins vegar er fjárfesting árið 2004 metin mun meiri en gert var ráð fyrir síðastliðið haust, og virðist munurinn einkum liggja í byggingaframkvæmdum sveitarfélaga. Miðað við fjárlög fyrir árið 2005, fjáraukalög ársins 2004 og það sem vitað er um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga er í spá bankans nú gert ráð fyrir að fjárfesting ríkisins dragist saman á þessu ári og fjár- festing sveitarfélaga standi um það bil í stað. Í heild er gert ráð fyrir 11% samdrætti í fjárfestingu hins opinbera á árinu. Árið 2006 er gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti. Framkvæmdir við virkjanir og stóriðjuver standa nú sem hæst. Áætl- að er að um 85 ma.kr. verði varið til framkvæmda á þessu ári, eða ríf- lega þriðjungi af áætluðum heildarframkvæmdakostnaði. Ná fram- kvæmdir hámarki á þessu ári. Einstakar framkvæmdir eru mismunandi langt komnar miðað við áætlun. Ætla má að rúmlega 40% af fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun sé lokið. Vinna við iðjuverin, stækk- un Norðuráls og bygging Fjarðaálsversins er mun skemmra á veg komin, en er samkvæmt áætlunum. Starfsemi á að hefjast í Fjarða- álsverinu á vormánuðum 2007 en stækkuð Norðurálsbræðsla verður tekin í notkun haustið 2006. Hér verður gefin stutt lýsing á gangi þessara framkvæmda og greint frá þeim breytingum sem orðið hafa frá seinasta yfirliti um stóriðjuframkvæmdir í Peningamálum 2004/4. Heildarfjárhæð kostnaðar við allar framkvæmdir, þ.e. stækkun Norðuráls um 122 þús. t/ár og tilheyrandi orkuöflun, Kárahnjúka- virkjun og álver Alcoa (Fjarðaál) er nokkru lægri í krónum talið sam- kvæmt nýjustu áætlunum en gengið var út frá í þjóðhagsspá í Pen- ingamálum 2004/4. Áætlaður kostnaður við byggingu iðju- og orkuveranna hefur lækkað nokkuð að raungildi og hækkun á gengi krónunnar dregur enn frekar úr kostnaði í krónum talið. Lækkun kostnaðar í krónum talið er mest hjá iðjuverunum, enda er erlendur kostnaður mun hærra hlutfall af heildarkostnaði við byggingu álver- anna en við byggingu orkuveranna. Þannig eru ríflega 2/3 hlutar kostnaðar við byggingu álveranna af erlendum toga en rúmlega helmingur kostnaðar við byggingu orkuveranna. Þessi lækkun breytir þó litlu um heildarframkvæmdamyndina. Þyngra vegur að framkvæmdakostnaður hefur færst frá árunum 2004, 2006 og 2007 yfir á árið 2005. Því stefnir í að framkvæmdakostnaður í ár muni nema tæplega 10% af landsframleiðslu sl. árs, sem er nokkru hærra hlutfall en áður hefur verið gert ráð fyrir. Þá er greinilegt að vinnuaflsnotkunin er mun meiri en áður hefur verið gert ráð fyrir. Vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hefur samtals aukist um 800 mannár. Þessari viðbótarþörf verður mætt með erlendu vinnuafli og meira en það. Því stefnir í að hlut- deild innlends vinnuafls verði töluvert minni en áður var áætlað. Þannig er nú gert ráð fyrir að u.þ.b. 65% vinnuaflsins verði fengin erlendis frá, en 52% í fyrri áætlun. Mest verður notkun erlends vinnuafls við Kárahnjúka, en tæplega 4/5 hlutar vinnuaflsins um þessar mundir munu vera af erlendum uppruna. Þá er gert ráð fyrir að allt að ¾ hlutar vinnuaflsins við byggingu álvers Alcoa verði inn- fluttir. Erfitt hefur verið að fá íslenska bygginga- og iðnaðarmenn til þessara verka. Þá sýna áætlanir einnig hlutfallslega meiri erlendan kostnað, eða rúmlega 61% í stað 57%. Rammagrein 1 Staðan í stóriðjuframkvæmdum 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Ma.kr. (lína) 0 2 4 6 8 10 % af VLF ársins 2004 (súlur) Áætlun í desember 2004 (hægri ás) Áætlun í mars 2005 (hægri ás) Áætlun í mars 2005 (vinstri ás) Heildarkostnaður vegna stóriðjuframkvæmda 2001-2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Bygging Fjarðaáls, stækkun Norðuráls og tengd orkuöflun Mynd 1 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 Ársverk Áætlun desember 2004: innlent vinnuafl Áætlun desember 2004: erlent vinnuafl Áætlun mars 2005: innlent vinnuafl Áætlun mars 2005: erlent vinnuafl Vinnuaflsnotkun vegna stóriðjuframkvæmda 2001-2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Bygging Fjarðaáls, stækkun Norðuráls og tengd orkuöflun Mynd 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.