Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 93

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 93
RÁÐGÁTUR Á V INNUMARKAÐI P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 93 3. Lítið launaskrið – skortur á fólki Lítið launaskrið hefur komið á óvart í greinum þar sem umframeftir- spurn er eða hefur verið við það að myndast. Skapar atvinnuleysi í öðrum greinum þrýsting á laun, eða á það sér aðrar skýringar? 3.1. Samkeppni á vörumarkaði og vinnumarkaði Markaðsbrestir á vinnumarkaði hafa lengi verið umfjöllunarefni hag- fræðinga.22 Til dæmis hefur mismunandi frammistaða hagkerfa Evr- ópu og Bandaríkjanna undanfarna áratugi m.a. verið skýrð með vinnumarkaðsbrestum í Evrópu.23 Lengst af var áhersla lögð á að skoða áhrif mismunandi stofnana vinnumarkaðar á atvinnuleysi og hagvöxt. Undir lok síðasta áratugar var farið að beina sjónum í aukn- um mæli að samspili markaðsbresta bæði á vinnu- og vörumörkuðum. Talið var að breytingar á vörumarkaði væru jafnvel forsenda þess að unnt væri að vinna bug á markaðsbrestum á vinnumarkaði. Niður- stöður þessara rannsókna eru ágætlega dregnar saman í eftirfarandi tilvitnun (Nicoletti o.fl., 2001): „Kerfisumbætur sem miða að því að draga úr viðskiptahindr- unum, ríkisforsjá og kostnaði fyrirtækja vegna markaðsaðgangs geta örvað framleiðslu og atvinnu þar sem eftirspurnarteygni eykst og í kjölfarið lækkar álagning á vörur og vinnumarkaður verður ekki eins niðurnjörvaður. Slíkar kerfisumbætur kunna að hafa eflt atvinnustig um ½ til 2½ prósentur í OECD-löndum undanfarna tvo áratugi. Ljóst er að aukin samkeppni á vöru- markaði þrýstir niður launum til skamms tíma, einkum í mjög vernduðum greinum vinnumarkaðarins þar sem launþegar hafa hvað mest tækifæri til rentusóknar. Ein ástæða fyrir því hversu erfiðlega hefur gengið að gera breytingar á vinnumarkaði víða er einmitt að ákveðnir hópar hafa notið rentu af stöðu sinni og eru í góðri aðstöðu til að veita viðnám (Blanchard og Giavazzi, 2001). Til langs tíma stuðlar aukin samkeppni þó að því að bæta raunlaun sökum jákvæðra áhrifa á framleiðni.”24 Undanfarinn áratug hafa átt sér stað grundvallarbreytingar á ís- ensku efnahagslífi. Samkeppni hefur aukist, dregið hefur úr eignar- haldi hins opinbera á atvinnufyrirtækjum og íslenskt efnahagslíf, þ.á m. vinnumarkaðurinn, er opnara fyrir umheiminum. Niðurstaða nýj- ustu úttektar OECD á Íslandi er einmitt sú að bætt frammistaða hag- kerfisins frá miðjum síðasta áratug stafi fyrst og fremst af áhrifum aukinnar samkeppni á vörumarkaði. Spurningin er hvort áhrifa auk- innar samkeppni hafi orðið vart á launamyndun. Samkeppni hér á landi hefur aðallega verið í gegnum verðsam- keppni innfluttrar vöru við innlenda framleiðslu og í gegnum samkeppni útfluttrar vöru við vörur á erlendum mörkuðum. Lítið hefur verið um að 22. M.a. ýmsar skýrslur frá OECD, ES og IMF. 23. Sjá t.d. kafla VII Recent labour-market performance and structural reforms í OECD Economic Outlook, No. 67. 24. OECD 2003, bls. 12-13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.