Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 53 Áður en vaxtarófið er metið þarf að ákveða hvaða upplýsingar skal nota til að reikna út vaxtarófið. Fyrir seðlabanka á verðbólgu- markmiði er sérstaklega áhugavert að nálgast upplýsingar um vænt- ingar á fjármálamörkuðum um þróun stýrivaxta til u.þ.b. næstu tveggja ára. Stýrivextir gilda í endurhverfum viðskiptum til einnar viku í senn og því er áhugavert að skoða væntingar um þróun einnar viku vaxta í framtíðinni. Óverðtryggð ríkistryggð bréf eru vanalega notuð sem grunnur að vaxtarófi óverðtryggðra vaxta. Ástæðan er einkum sú að markaðurinn með þessi bréf er virkari en markaðir með önnur skuldabréf. Einnig bera þau lágmarks vanskilaáhættu ólíkt fyrirtækja- bréfum, en markaður með fyrirtækjabréf er of lítill hér á landi til að koma að gagni við mat á vaxtarófi. Í mati á vaxtarófinu hefur Seðla- bankinn einnig notað vexti á millibankamarkaði.2 Ókosturinn við vexti á millibankamarkaði er að þar er ekki verslað með skuldabréf og þess vegna geta vextir á millibankamarkaði verið nokkuð frábrugðnir vöxtum á skuldabréfamarkaði jafnvel þótt lokadagur sé svipaður.3 Kostirnir eru hins vegar þeir að miklu meiri upplýsingar fást um vaxta- rófið. Upp á síðkastið hefur t.a.m. verið nokkurt ósamræmi milli vaxta ríkisvíxla og vaxta á millibankamarkaði sem fyrst og fremst má rekja til misræmis í framboði og eftirspurn eftir ríkisvíxlum. Á mynd 1 getur að líta mat á vaxtarófi stundarvaxta til einnar viku þann 23. febrúar sl. Metna vaxtarófið rís dálítið hraðar en vextir á millibankamarkaði gefa tilefni til, þ.e. metnu vextirnir verða ríflega 9,7% eftir rúmlega hálft ár, en millibankamarkaðsvextir fyrir sama tíma tæplega 9,5%. Vextir ríkisvíxla skera sig úr þar sem ávöxtunar- krafa þeirra er um 8% þótt lokadagur þeirra sé tiltölulega skammt undan. Ef vaxtarófið hefði einungis verið metið með ríkisbréfum og ríkisvíxlum hefði matið orðið nokkuð ólíkt þar sem ávöxtunarkrafa ríkisvíxla hefur verið óvenju lág upp á síðkastið. Þeir hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á mat á vaxtarófinu í heildina vegna þess hve fáir þeir eru. Metnir meðalvextir (e. yield to maturity) eru þeir sömu og metnir stundarvextir nema fyrir þau bréf sem bera vaxtagreiðslur (e. coupon) en það á við um ríkisbréfin með lokadag eftir rúmlega fimm og átta ár. Fólgnu framvirku vextirnir rísa mun hraðar en stundarvextirnir og ná hámarki í tæplega 10% að þremur mánuðum liðnum. Eftir það fara þeir hratt lækkandi þar til þeir verða 7% að þremur árum liðnum. Upplýsingar um vaxtaþróun eru Seðlabankanum mikilvægar. Breytingar í markaðsvöxtum hafa áhrif á innlenda eftirspurn og þar með verðbólguna. Nokkurn tíma tekur hins vegar þar til áhrifin koma fram og þarf Seðlabankinn því að horfa allnokkur misseri fram á veginn við vaxtaákvarðanir. Með því að fylgjast með þróun á fjármálamörkuðum getur Seðlabankinn nálgast upplýsingar um ástand þjóðarbúskaparins og 2. Í síðasta hefti Peningamála voru fólgnir framvirkir vextir einungis reiknaðir út frá ríkisvíxl- um og ríkisbréfum. Síðan þá hefur verið unnið að nokkurri endurskoðun á aðferðafræð- inni og því eru vextir á millibankamarkaði með krónur að þessu sinni einnig notaðir við að meta vaxtarófið. Þegar Seðlabankinn notar framvirka vexti til að spá fyrir um þróun stýri- vaxta er stystu vöxtum á millibankamarkaði skipt út fyrir stýrivexti. Unnið er áfram að nánari útfærslu á þessari aðferðafræði. 3. Vextir á millibankamarkaði eru flatir og því þarf að leiðrétta þá til að hægt sé að bera þá saman við vexti á skuldabréfamarkaði. Einnig eru vaxtareglur á mörkuðunum ekki þær sömu. Notast er við reikniregluna raunverulegur dagafjöldi/360 dagar á millibankamark- aði en reiknireglan 30/360 dagar gildir í viðskiptum með skuldabréf. Vaxtaróf stundarvaxta og fólgnir framvirkir vextir 23. febrúar 2005 Mynd 1 Heimild: Seðlabanki Íslands. 6,0% 6,5% 7,0% 7,5% 8,0% 8,5% 9,0% 9,5% 10,0% 10,5% 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Vaxtaróf stundarvaxta Fólgnir framvirkir vextir Metnir meðalvextir StundarvextirX Ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.