Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 34 Eftirspurn í þjónustu eykst Bjartsýni virðist ríkja í atvinnulífinu ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann og fjármálaráðuneytið í febrúar. Heldur fleiri fyrirtæki hyggjast fjölga og færri fækka starfsmönnum næsta hálfa árið en fram kom í sambærilegri könnun í september. Meiri fjölgun virðist fyrirsjáanleg á höfuðborgarsvæðinu en í síðustu könnun, en því er öfugt farið á landsbyggðinni. Fyrirtæki í iðnaði og þjónustugreinum hyggjast í meira mæli fjölga starfsmönnun en í september, enda benda auglýsingar eftir starfsfólki til vaxandi eftirspurnar eftir fólki til þjónustustarfa. Töluverð breyting er í sjávarútvegi þar sem mun fleiri hyggjast fækka starfsfólki en í undangengnum könnunum og kemur það ekki á óvart í ljósi hás raungengis og þess að nýir kjarasamningar auka möguleika á hagræðingu í greininni. Niðurstöður Gallupkönnun- arinnar eru í takt við könnun sem Samtök atvinnulífsins (SA) gerðu á fjárfestingaráformum aðildarfyrirtækja sinna í janúar. Launabreytingar enn í samræmi við áætlun Launabreytingar hafa enn sem komið er verið í samræmi við mat Seðlabankans á kostnaði kjarasamninga en nýjustu tölur um launa- þróun á almennum vinnumarkaði benda til að launaþrýstings hafi verið farið að gæta undi lok síðasta árs. Í janúar hafði launavísitalan hækkað um 6,6% og kaupmáttur aukist um 2½% frá sama mánuði 2004. Flest launafólk fékk a.m.k. 3% launahækkun á árinu 2004 og í byrjun janúar sl. fékk launafólk á almennum vinnumarkaði og hluti starfsmanna sveitarfélaga 3% kjarasamningsbundna launahækkun. Samið hefur verið við stærstu hópa starfsmanna ríkisins en áhrif þeirra samninga eru ekki enn komin fram í launavísitölu Hagstofunnar. Heldur meira atvinnuleysi spáð en í desember en svipaðri launaþróun Miðað við öflugan hagvöxt undanfarin tvö ár og í sögulegu ljósi hafa launabreytingar að mestu verið hóflegar. Í fyrra hækkuðu laun um 4,7% milli ára. Laun hafa ekki hækkað jafn lítið frá árinu 1995. Þá var atvinnuleysi u.þ.b. 5% en verðbólga minni og jókst kaupmáttur launa því um tæplega 3%, samanborið við 1½% í fyrra. Á næstu tveimur árum mun spenna á vinnumarkaði færast í aukana og þá mun reyna á hvort launaþróun verður í samræmi við það sem samið var um í kjarasamningum. Vegna ákvæða í kjarasamningum um endurskoðun launaliðar í nóvember næstkomandi, með hliðsjón af verðlagsþróun og öðrum kjarasamningum, er útlitið nokkuð tvísýnt. Á hinn bóginn hefur aðhald peningastefnunnar verið aukið verulega. Í meginspánni er því gert ráð fyrir svipaðri launaþróun og í desember og nánast sama atvinnuleysi í ár en meira atvinnuleysi árið 2006. Framleiðni mun hins vegar aukast heldur meira en þá var gert ráð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.