Peningamál - 01.03.2005, Page 34
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
34
Eftirspurn í þjónustu eykst
Bjartsýni virðist ríkja í atvinnulífinu ef marka má könnun sem Gallup
gerði fyrir Seðlabankann og fjármálaráðuneytið í febrúar. Heldur fleiri
fyrirtæki hyggjast fjölga og færri fækka starfsmönnum næsta hálfa
árið en fram kom í sambærilegri könnun í september. Meiri fjölgun
virðist fyrirsjáanleg á höfuðborgarsvæðinu en í síðustu könnun, en því
er öfugt farið á landsbyggðinni. Fyrirtæki í iðnaði og þjónustugreinum
hyggjast í meira mæli fjölga starfsmönnun en í september, enda
benda auglýsingar eftir starfsfólki til vaxandi eftirspurnar eftir fólki til
þjónustustarfa. Töluverð breyting er í sjávarútvegi þar sem mun fleiri
hyggjast fækka starfsfólki en í undangengnum könnunum og kemur
það ekki á óvart í ljósi hás raungengis og þess að nýir kjarasamningar
auka möguleika á hagræðingu í greininni. Niðurstöður Gallupkönnun-
arinnar eru í takt við könnun sem Samtök atvinnulífsins (SA) gerðu á
fjárfestingaráformum aðildarfyrirtækja sinna í janúar.
Launabreytingar enn í samræmi við áætlun
Launabreytingar hafa enn sem komið er verið í samræmi við mat
Seðlabankans á kostnaði kjarasamninga en nýjustu tölur um launa-
þróun á almennum vinnumarkaði benda til að launaþrýstings hafi
verið farið að gæta undi lok síðasta árs. Í janúar hafði launavísitalan
hækkað um 6,6% og kaupmáttur aukist um 2½% frá sama mánuði
2004. Flest launafólk fékk a.m.k. 3% launahækkun á árinu 2004 og í
byrjun janúar sl. fékk launafólk á almennum vinnumarkaði og hluti
starfsmanna sveitarfélaga 3% kjarasamningsbundna launahækkun.
Samið hefur verið við stærstu hópa starfsmanna ríkisins en áhrif þeirra
samninga eru ekki enn komin fram í launavísitölu Hagstofunnar.
Heldur meira atvinnuleysi spáð en í desember en svipaðri
launaþróun
Miðað við öflugan hagvöxt undanfarin tvö ár og í sögulegu ljósi hafa
launabreytingar að mestu verið hóflegar. Í fyrra hækkuðu laun um
4,7% milli ára. Laun hafa ekki hækkað jafn lítið frá árinu 1995. Þá var
atvinnuleysi u.þ.b. 5% en verðbólga minni og jókst kaupmáttur launa
því um tæplega 3%, samanborið við 1½% í fyrra. Á næstu tveimur
árum mun spenna á vinnumarkaði færast í aukana og þá mun reyna
á hvort launaþróun verður í samræmi við það sem samið var um í
kjarasamningum. Vegna ákvæða í kjarasamningum um endurskoðun
launaliðar í nóvember næstkomandi, með hliðsjón af verðlagsþróun
og öðrum kjarasamningum, er útlitið nokkuð tvísýnt. Á hinn bóginn
hefur aðhald peningastefnunnar verið aukið verulega. Í meginspánni
er því gert ráð fyrir svipaðri launaþróun og í desember og nánast sama
atvinnuleysi í ár en meira atvinnuleysi árið 2006. Framleiðni mun hins
vegar aukast heldur meira en þá var gert ráð fyrir.