Peningamál - 01.03.2005, Page 22

Peningamál - 01.03.2005, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 22 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Hagstofa Íslands birti 14. mars sl. þjóðhagsreikninga fyrir árið 2004. Hagvöxtur var samkvæmt þeim svipaður og Seðlabankinn spáði í des- ember, eða 5,2%, en nokkru munar á hvernig hagvöxturinn er saman settur. Einkaneysla, samneysla og útflutningur jukust meira, en fjár- munamyndun minna en Seðlabankinn hafði spáð. Hagvöxtur á síðasta fjórðungi ársins var minni en á fyrri hluta þess og töluvert minni en ársfjórðunginn á undan, eða 3,8%. Árs- vöxtur einkaneyslu jókst hins vegar verulega á fjórða ársfjórðungi eða í 9,2%. Hægt hafði á vextinum um mitt ár. Aukin einkaneysla skýrist fyrst og fremst af bifreiðakaupum og útgjöldum erlendis. Nokkuð hafði dregið úr vexti fjármunamyndunar á þriðja ársfjórðungi og hélst sú þróun út árið. Ársvöxtur samneyslu á fjórða ársfjórðungi var einungis um þriðjungur þess sem verið hafði undangengna þrjá ársfjórðunga eða 1,3%. Útflutningur jókst hins vegar verulega, eða um 13,2% frá sama fjórðungi árið á undan. Á sama tíma jókst inn- flutningur um rúman fimmtung. Framlag utanríkisviðskipta til hag- vaxtar var því neikvætt, sem skýrir minni hagvöxt í ársfjórðungn- um. Vöxtur fjármunamyndunar var nokkru minni en í desemberspá Seðlabankans eða 12,8% en bankinn hafði spáð 17,3% vexti á árinu. Samneysla jókst um 3,6% frá fyrra ári en Seðlabankinn hafði reiknað með minni vexti eða 1,3%. Viðskiptahalli á árinu 2004 nam 8% af landsframleiðslu þrátt fyrir að útflutningur vöru og þjónustu ykist um ríflega 8%. Innflutningur jókst töluvert meira, eða um rúm 14%, sem er svipað og spáð var. Einkaneysla Um mitt síðasta ár hægðist lítillega á vexti einkaneyslu, en hann jókst á ný undir lok ársins. Vöxtur einkaneyslu frá fyrra ári var ½ prósentu meiri en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir, eða 7,5%. Vísbendingar um veltu það sem af er ári benda til svipaðs vaxtar á þessu ári. Aukið framboð á lánsfé til heimila á lágum vöxtum og auknir möguleikar á að taka fé út úr húsnæði eiga eflaust stóran þátt í aukinni einkaneyslu undir lok ársins, en hækkun eignaverðs og aukinn kaupmáttur ráð- stöfunartekna styðja áfram við eftirspurn. Kaupmáttur launa jókst um u.þ.b. 1½% á síðasta ári frá árinu á undan en kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 2%. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist enn frekar á þessu ári og að vöxturinn verði nokkuð umfram kaupmátt launa, eða um rúmlega 4%, vegna minna atvinnuleysis, lækkunar tekjuskatta og hækkunar skattleysismarka. Fjármálaleg skilyrði heimila eru svipuð og á haustmánuðum þrátt fyrir töluverða hækkun skammtímavaxta, enda ber einungis tí- undi hluti lána heimilanna vexti sem stýrivextir hafa tiltölulega skjót áhrif á (sjá nánari umfjöllun í kafla III). Væntingar heimilanna það sem af er ári eru svipaðar og á sama tíma í fyrra, ef marka má væntingavísitölu Gallups. Heimilin virðast þó ekki líta framtíðina eins björtum augum og núverandi ástand og gæti aukin verðbólga átt þátt þar í. Mynd 20 F A J Á O D F A J Á O D F A J Á O D F A J Á O D F 2001 2002 2003 2004 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 Vísitala 0 2 4 6 8 10 -2 -4 -6 -8 Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Væntingavísitala Gallup (vinstri ás) Vöxtur einkaneyslu (hægri ás) Einkaneysla og væntingavísitala Gallup febrúar 2001 - febrúar 2005 Heimildir: IMG Gallup og Hagstofa Íslands. Mynd 21 Innflutningur neysluvöru og einkaneysla 1996-2004 Heimild: Hagstofa Íslands. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 5 10 15 20 -5 -10 -15 -20 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Innflutningur neysluvöru Einkaneysla Mynd 22 Kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna og útlán til einstaklinga 1997-2004 Heimildir: Hagstofa Ísland, Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 4 8 12 16 20 24 -4 Breyting frá fyrra ári (%) Kaupmáttur ráðstöfunartekna (árlegar tölur) Kaupmáttur launa (ársfjórðungslegar tölur) Útlán lánakerfis til einstaklinga (ársfjórðungslegar tölur)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.