Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 4

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 4
P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 4 hafa í för með sér að lántakendur standi frammi fyrir lánskjörum sem endurspegla fjármögnunarkostnað bankanna. Það felur í sér aðhalds- samari fjármálaskilyrði. Ofangreindar aðhaldsaðgerðir, aukinn stöðugleiki krónunnar, hert gjaldeyrishöft, sérsniðnar aðgerðir til að leyfa óþolinmóðustu fjár- festunum að selja krónueignir á skipulegan hátt og hraðari verðhjöðn- un en áður var gert ráð fyrir auka svigrúm til að slaka á í peninga- málum, eins og endurspeglast í ákvörðun peningastefnunefndarinnar í dag. Viðeigandi er að samspil efnahagsaðgerða færist í átt að auknu aðhaldi í fjármálum hins opinbera og slökun peningalegs aðhalds. Varfærin en þó veruleg slökun peningastefnunnar mun er fram líða stundir stuðla að efnahagsbata. Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til fram- kvæmda fl eiri skref í efnahagsáætluninni. Eftir það gerir nefndin ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta. Aukin vitneskja um horfur greiðslujafnaðar við útlönd, samþykkt aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum til langs tíma, tvíhliða og marghliða lánasamningar sem styrkja gjaldeyrisforðann og árangur í endurskipu- lagningu fjármálageirans eru forsendur fyrir víðtækara afnámi gjald- eyrishafta. Þrátt fyrir að aðstæður innanlands og utan geri enn ekki kleift að afnema gjaldeyrishöftin án þess að hætta á alvarlegu ójafn- vægi skapist, hefur náðst árangur á mörgum sviðum. Það ætti að veita svigrúm til að afnema þau í áföngum. Þótt endurskipulagningu fjármálakerfi sins hafi miðað áleiðis er nauðsynlegt að grípa til ýmissa aðgerða í því skyni að endurreisa líf- vænlegt bankakerfi . Til þess þarf að lækka kostnað, minnka umfang rekstrar, draga úr gjaldeyrisáhættu og sjá til þess að lánskjör endur- spegli raunverulegan fjármögnunarkostnað bankanna. Almennt séð þurfa bankarnir að setja fram viðskiptaáætlun sem leiðir til hagnaðar í rekstri. Koma þarf á gagnsæju fyrirkomulagi eignarhalds sem felur í sér skýra ábyrgðarskyldu. Mikilvægt er að lækkun stýrivaxta verði fylgt eftir með lækkun innlánsvaxta, helst meiri en sem nemur lækkun stýrivaxta. Næsta yfi rlýsing peningastefnunefndarinnar verður birt 4. júní 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.