Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
48
Þróun jafnaðar þáttatekna
Hluti þeirra miklu eignabreytinga sem nú eiga sér stað í íslenskum
þjóðarbúskap er skráður í opinberar skýrslur sem ávöxtun hlutafjár.3
Tap erlendra félaga í eigu íslenskra aðila telst t.d. neikvæð ávöxtun
hlutafjár. Á síðasta ári var gífurlegt tap á slíkum félögum vegna erf-
iðrar fjárhagsstöðu þeirra og óhagstæðra markaðsaðstæðna. Tafla
1 sýnir að ávöxtun hlutafjár erlendis var neikvæð um 248 ma.kr.
á árinu 2008. Af þeirri fjárhæð voru 197 ma.kr. skráðir á síðasta
fjórðung ársins. Taflan sýnir gífurleg umskipti á árinu 2008 miðað
við fyrri ár þegar ávöxtun hlutafjár erlendis nam háum fjárhæðum.
Á síðasta ári urðu samsvarandi umskipti í ávöxtun hlutafjár í eigu
útlendinga hér á landi sem var neikvæð um 102 ma.kr. á síðasta ári.
Vegna neikvæðrar erlendrar stöðu voru vaxtagjöld eðlilega meiri en
vaxtatekjur og samanlagt var jöfnuður þáttatekna því neikvæður
um 468 ma.kr. á árinu 2008 eða sem nemur 31,9% af VLF ársins.
Þessi neikvæði jöfnuður þáttatekna olli því að vergar þjóðartekjur
lækkuðu um tæplega þriðjung á árinu 2008 frá árinu áður.
Svo mikið tap er vissulega mikið áhyggjuefni. Hins vegar er rétt
að geta þess að þær tölur sem skráðar eru í jöfnuð þáttatekna segja
ekki alla söguna um það hvaða áhrif hrun bankakerfisins hefur haft
á íslenskan þjóðarbúskap þar sem sumar breytingar á eignum og
skuldum eru skráðar sem breytingar á erlendri stöðu íslenska þjóðar-
búskaparins án þess að hafa áhrif á jöfnuð þáttatekna. Þetta á sér
t.d. stað þegar íslenskt fyrirtæki verður gjaldþrota og miklar skuldir
í eigu erlendra kröfuhafa eru afskrifaðar. Þegar allt kemur til alls er
það staða erlendra eigna og skulda þjóðarbúsins sem skiptir máli en
ekki einungis þær breytingar sem skráðar eru í jöfnuð þáttatekna.
Áætlun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í dag
Samkvæmt bráðabirgðatölum um stöðu erlendra lána innlendra
aðila í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári, þ.e. eftir að Straumur-
Burðarás, SPRON, Sparisjóðabankinn og Baugur voru sett i greiðslu-
stöðvun eða gjaldþrotameðferð, námu skuldir innlendra aðila við
erlenda 2.500 ma.kr. eða sem nemur 175% af VLF ársins 2009 sam-
kvæmt þjóðhagsspánni. Af þessum skuldum námu erlendar skuldir
Seðlabanka, ríkissjóðs og sveitarfélaga 830 ma.kr., skuldir innláns-
stofnana sem nú eru að mestu í opinberri eigu 300 ma.kr. og skuldir
opinberra fyrirtækja um 500 ma.kr. Samtals námu skuldir þessara
aðila um 1.630 ma.kr. Erlendar skuldir einkaaðila, þ.m.t. fyrirtækja í
eigu erlendra aðila, námu 870 ma.kr. Búast má við að þessar skulda-
tölur hækki um u.þ.b. 600 ma.kr. síðar á þessu ári vegna lána sem
Tafl a 1
2004 2005 2006 2007 2008
Jöfnuður þáttatekna -38.829 -38.393 -87.213 -65.342 -468.042
Tekjur 32.944 91.153 180.829 322.267 -33.082
Laun 5.624 4.639 5.033 1.584 1.425
Ávöxtun hlutafjár 18.525 65.023 102.682 181.728 -247.771
Vaxtatekjur 8.795 21.491 73.114 138.955 213.264
Gjöld -71.773 -129.546 -268.042 -387.609 -434.960
Laun -817 -1.533 -2.728 -3.443 -2.621
Ávöxtun hlutafjár -35.478 -66.606 -98.641 -91.394 102.459
Vaxtagjöld -35.478 -61.407 -166.673 -292.772 -534.798
3. Ítarlega er fjallað um þær reglur sem gilda um færslur á eignatekjum og -gjöldum í
jöfnuð þáttatekna í greinunum ,,Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur“, eftir Daníel
Svavarsson og Pétur Örn Sigurðsson (Peningamál 2007/2) og ,,Áætlað markaðs-
verðmæti erlendra eigna og skulda og áhrif breytinga á ytri skilyrðum á hreina erlenda
stöðu“, eftir Daníel Svavarsson (Peningamál 2008/1).