Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 48 Þróun jafnaðar þáttatekna Hluti þeirra miklu eignabreytinga sem nú eiga sér stað í íslenskum þjóðarbúskap er skráður í opinberar skýrslur sem ávöxtun hlutafjár.3 Tap erlendra félaga í eigu íslenskra aðila telst t.d. neikvæð ávöxtun hlutafjár. Á síðasta ári var gífurlegt tap á slíkum félögum vegna erf- iðrar fjárhagsstöðu þeirra og óhagstæðra markaðsaðstæðna. Tafla 1 sýnir að ávöxtun hlutafjár erlendis var neikvæð um 248 ma.kr. á árinu 2008. Af þeirri fjárhæð voru 197 ma.kr. skráðir á síðasta fjórðung ársins. Taflan sýnir gífurleg umskipti á árinu 2008 miðað við fyrri ár þegar ávöxtun hlutafjár erlendis nam háum fjárhæðum. Á síðasta ári urðu samsvarandi umskipti í ávöxtun hlutafjár í eigu útlendinga hér á landi sem var neikvæð um 102 ma.kr. á síðasta ári. Vegna neikvæðrar erlendrar stöðu voru vaxtagjöld eðlilega meiri en vaxtatekjur og samanlagt var jöfnuður þáttatekna því neikvæður um 468 ma.kr. á árinu 2008 eða sem nemur 31,9% af VLF ársins. Þessi neikvæði jöfnuður þáttatekna olli því að vergar þjóðartekjur lækkuðu um tæplega þriðjung á árinu 2008 frá árinu áður. Svo mikið tap er vissulega mikið áhyggjuefni. Hins vegar er rétt að geta þess að þær tölur sem skráðar eru í jöfnuð þáttatekna segja ekki alla söguna um það hvaða áhrif hrun bankakerfisins hefur haft á íslenskan þjóðarbúskap þar sem sumar breytingar á eignum og skuldum eru skráðar sem breytingar á erlendri stöðu íslenska þjóðar- búskaparins án þess að hafa áhrif á jöfnuð þáttatekna. Þetta á sér t.d. stað þegar íslenskt fyrirtæki verður gjaldþrota og miklar skuldir í eigu erlendra kröfuhafa eru afskrifaðar. Þegar allt kemur til alls er það staða erlendra eigna og skulda þjóðarbúsins sem skiptir máli en ekki einungis þær breytingar sem skráðar eru í jöfnuð þáttatekna. Áætlun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í dag Samkvæmt bráðabirgðatölum um stöðu erlendra lána innlendra aðila í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári, þ.e. eftir að Straumur- Burðarás, SPRON, Sparisjóðabankinn og Baugur voru sett i greiðslu- stöðvun eða gjaldþrotameðferð, námu skuldir innlendra aðila við erlenda 2.500 ma.kr. eða sem nemur 175% af VLF ársins 2009 sam- kvæmt þjóðhagsspánni. Af þessum skuldum námu erlendar skuldir Seðlabanka, ríkissjóðs og sveitarfélaga 830 ma.kr., skuldir innláns- stofnana sem nú eru að mestu í opinberri eigu 300 ma.kr. og skuldir opinberra fyrirtækja um 500 ma.kr. Samtals námu skuldir þessara aðila um 1.630 ma.kr. Erlendar skuldir einkaaðila, þ.m.t. fyrirtækja í eigu erlendra aðila, námu 870 ma.kr. Búast má við að þessar skulda- tölur hækki um u.þ.b. 600 ma.kr. síðar á þessu ári vegna lána sem Tafl a 1 2004 2005 2006 2007 2008 Jöfnuður þáttatekna -38.829 -38.393 -87.213 -65.342 -468.042 Tekjur 32.944 91.153 180.829 322.267 -33.082 Laun 5.624 4.639 5.033 1.584 1.425 Ávöxtun hlutafjár 18.525 65.023 102.682 181.728 -247.771 Vaxtatekjur 8.795 21.491 73.114 138.955 213.264 Gjöld -71.773 -129.546 -268.042 -387.609 -434.960 Laun -817 -1.533 -2.728 -3.443 -2.621 Ávöxtun hlutafjár -35.478 -66.606 -98.641 -91.394 102.459 Vaxtagjöld -35.478 -61.407 -166.673 -292.772 -534.798 3. Ítarlega er fjallað um þær reglur sem gilda um færslur á eignatekjum og -gjöldum í jöfnuð þáttatekna í greinunum ,,Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur“, eftir Daníel Svavarsson og Pétur Örn Sigurðsson (Peningamál 2007/2) og ,,Áætlað markaðs- verðmæti erlendra eigna og skulda og áhrif breytinga á ytri skilyrðum á hreina erlenda stöðu“, eftir Daníel Svavarsson (Peningamál 2008/1).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.