Peningamál - 01.05.2009, Síða 9

Peningamál - 01.05.2009, Síða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 9 og að enn eigi eftir að skapa þeim trausta kjölfestu. Með hliðsjón af veikum vinnu- og vörumarkaði um þessar mundir er þó ólíklegt að þetta feli í sér verulega hættu á annarrar umferðar áhrifum. Nokkrar líkur eru á tímabundinni verðhjöðnun á næsta ári ef gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt. Langvarandi verðhjöðnun er hins vegar mjög ólíkleg. Núverandi stýrivaxtastig gefur verulegt svig- rúm til lækkunar vaxta ef hætta skapast á langvarandi verðhjöðnun. Í ljósi þess hve þjóðarbúskapurinn er opinn fyrir alþjóðaviðskiptum og áhættuálag ofan á eignir í íslenskum krónum er hátt myndi slík slökun aðhalds væntanlega veikja krónuna og koma verðbólgunni aftur upp fyrir núllið. Með tilliti til þess hve stór hluti af innlendum fjárskuldbind- ingum er verðtryggður myndi verðhjöðnunarskeið heldur ekki leiða til þyngri raunskuldabyrði, eins og það mundi gera í löndum þar sem fjárskuldbindingar með föstum nafnvöxtum eru algengari. Efnahagshorfur óvissar Grunnspáin endurspeglar mat sérfræðinga Seðlabankans á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Afar mikil óvissa er hins vegar um þróunina. Á myndum I-11 og I-12 eru bornar saman grunnspáin fyrir hag- vöxt og verðbólgu, með tveimur fráviksferlum sem byggjast á ólíkum forsendum um þróun heimsbúskaparins, enduruppbyggingu efnahags heimila og fyrirtækja og endurskipulagningu bankakerfisins. Í fyrra fráviksdæminu er alþjóðlega efnahagskreppan langvinnari en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Samdráttur alþjóðaviðskipta verður því meiri og eftirspurn eftir útflutningsvörum frá Íslandi dregst meira saman. Þetta mun gerast samfara því að gengi krónunnar lækkar enn meira en í grunnspánni. Jafnframt er gert ráð fyrir því að efnahags- batinn innanlands verði enn hægari. Samdrátturinn verður því meiri og langærri en í grunnspánni og mun hugsanlega hafa í för með sér fleiri gjaldþrot fyrirtækja, kostnaðarsamari aðlögun atvinnugreina og meira og þrálátara atvinnuleysi. Í þessu dæmi verður verðbólguhjöðn- unin enn meiri en í grunnspánni, þótt veikara gengi krónunnar dragi nokkuð úr áhrifum samdráttarins á verðbólgu. Í síðara fráviksdæminu er dregin upp jákvæðari mynd. Þar er gengið út frá því að heimsbúskapurinn og íslenski þjóðarbúskap- urinn nái sér hraðar á strik en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Í þessu fráviksdæmi er samdráttur landsframleiðslu á þessu ári svipaður og í grunnspánni, en batinn er hins vegar hraðari. Gengi krónunnar er heldur sterkara en í grunnspánni og vinnur því gegn meiri verðbólgu- þrýstingi sem stafar af hraðari efnahagsbata. Dregið hefur verið úr peningalegu aðhaldi en erfitt úrlausnarefni bíður peningastefnunnar Frá útgáfu Peningamála 2009/1 í janúar hafa stýrivextir verið lækkaðir um alls 2,5 prósentur í 15,5%; fyrst um 1 prósentu 19. mars og síðan um 1,5 prósentur 8. apríl. Þegar hefur því verið dregið úr aðhaldi í peningamálum þótt þau skref sem hafa verið stigin hafi einkennst af varkárni. Snarpur samdrátt- ur í þjóðarbúskapnum kallar á að skjótt verði dregið úr peningalegu aðhaldi. Á hinn bóginn er mikilvægt að stuðla að gengis stöðugleika Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Gengi evru - samanburður við PM 2009/1 Kr./evra PM 2009/2 PM 2009/1 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 ‘1220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Verðbólga - samanburður við PM 2009/1 % PM 2009/2 PM 2009/1 Verðbólgumarkmið -5 0 5 10 15 20 ‘1220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Hagvöxtur - fráviksdæmi % Grunnspá Fráviksdæmi með hagstæðari þróun Fráviksdæmi með óhagstæðari þróun -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘122011201020092008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.