Peningamál - 01.05.2009, Page 23

Peningamál - 01.05.2009, Page 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 23 Áhrif stýrivaxta á vaxtagreiðslur til erlendra aðila ekki augljós Undanfarið hefur verið töluverð umræða um að háir stýrivextir stuðli að lækkun á gengi krónunnar vegna þess að þeir stuðli að miklum vaxta- greiðslum til erlendra aðila og auki þar með eftirspurn eftir gjaldeyri. Hins vegar má færa rök fyrir því að áhrifin séu mun flóknari en margir vilja vera láta. Tengslin milli stýrivaxta og gjaldeyrisútflæðis eru raunar mjög óviss og erfitt að draga upp skýra mynd af þessu flókna samspili. Vaxtagreiðslum vegna þeirra eigna sem erlendir fjárfestar eiga nú í íslenskum krónum má skipta í tvennt: Annars vegar eru vaxtaber- andi eignir sem gera má ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans hafi fljótlega bein áhrif á, þ.e. innstæðubréf Seðlabankans og ríkisvíxlar sem gefin eru út eftir vaxtabreytingu og innstæður í innlendum bönk- um á breytilegum vöxtum sem taka mið af stýrivöxtum. Hins vegar eru eignir sem stýrivextir hafa aðeins óbein eða a.m.k. mun minni áhrif á, t.d. útistandandi skuldabréf af ýmsu tagi. Í síðarnefnda flokknum geta áhrifin orðið mjög lítil eða vaxtalækkun jafnvel haft í för með sér aukið gjaldeyrisútstreymi, eins og rakið er hér að neðan. Einnig má skipta erlendum fjárfestum í tvo hópa: Aðila sem hafa fjárfest hér á landi til skamms tíma til að nýta sér skammtímavaxta- mun undangenginna ára og aðila sem fjárfest hafa hér á landi til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir að þeir aðilar sem fjárfest hafa með lang- tímasjónarmið að leiðarljósi hafi fremur leitast við að fjárfesta í lengri skuldabréfum, t.d. í verðtryggðum íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum á gjalddaga á árinu 2019. Líklegt er hins vegar að þeir aðilar sem fjár- fest hafa í skuldabréfum með skammtímaávinning í huga hafi fremur kosið skemmri skuldabréf og innstæður. Stærstur hluti erlendra aðila sem hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum eiga skemmstu ríkisskuldabréfin. Erlendir aðilar eiga um 70 ma.kr. í flokki ríkisskuldabréfa sem eru á gjalddaga í júní á þessu ári. Þegar þessi skuldabréf koma á gjalddaga þurfa erlendir aðilar að endurfjárfesta höfuðstól skuldabréfanna og líklegt er að einhver hluti þess fjár muni leita í innstæður og nýútgefin skuldabréf (sjá umfjöllun í rammgrein III-2). Gera má ráð fyrir að stýrivextir hafi hverju sinni áhrif á ávöxt- unarkröfu útgefinna skuldabréfa. Til lengri tíma litið munu stýrivextir Seðlabankans því hafa áhrif á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. Þó verð- ur að hafa í huga að áhrif einstakra vaxtabreytinga markast mjög af því hvort þær séu meiri eða minni en markaðsaðilar höfðu þegar gert ráð fyrir og feli því í sér nýjar upplýsingar. Almennt er talið að lang- tímavextir ráðist af núverandi skammtímavöxtum og þeim skamm- tímavöxtum sem vænst er út líftíma skuldabréfsins. Vaxtagreiðslur útistandandi bréfa tengjast því væntingum um stýrivexti á líftíma bréfanna frekar en stýrivaxtastiginu nú. Vaxtagreiðslur af nýjum bréf- um, þ.e. bréfum gefnum út eftir vaxtabreytingu, ráðast því ekki ein- ungis af stýrivöxtum nú heldur væntingum um þá á næstu misserum. Vaxtalækkun nú ætti því einungis að hafa áhrif á vexti nýrra bréfa eða ávöxtunarkröfu skuldabréfa á eftirmarkaði að því marki sem lækk- unin er umfram væntingar markaðsaðila. Væntingar um umtalsverðar vaxtalækkanir eru nú þegar fólgnar í ávöxtunarferlinum. Ýmislegt annað getur þó haft áhrif á ávöxtunarkröfu skuldabréfa til langs tíma, t.d. virkni skuldabréfamarkaða og vanskilaáhætta. Þá getur mikið eða lítið framboð skuldabréfa breytt ávöxtunarkröfunni. Mynd III-8 Eignir erlendra aðila í ríkistryggðum skulda- bréfum og innstæðum í ma.kr. í aprílmánuði1 Verðtryggð Óverðtryggð Innstæðubréf í SÍ Innlendar innstæður 161,9 59,5 204,0 1. Þetta er mat á eign erlendra aðila en hafa ber í huga að innlendir aðilar gætu flokkast sem erlendir ef varsla bréfanna fer fram hjá erlendum banka. Heimildir: Verðbréfaskráning Íslands, Seðlabanki Íslands. 204,6 Mynd III-9 Eign erlendra aðila í innstæðum og ríkistryggðum skuldabréfum Heimild: Seðlabanki Íslands. Innstæður í innlendum bönkum og innstæðubréf SÍ Ríkistryggð verðbréf á gjalddagi innan 1 árs Ríkistryggð verðbréf á gjalddaga eftir meira en 1 ár 41% 25% 33%

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.