Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 34 Sveigjanleiki hagkerfisins kemur fram í miklum samdrætti innflutnings sem beinir aðlöguninni að hluta úr landi ... Íslenska hagkerfið er lítið og opið hagkerfi. Aðlögunin sem nú fer fram birtist því í miklum samdrætti innflutnings. Árlegur samdráttur innflutnings var 45% á fyrsta fjórðungi ársins. Gert er ráð fyrir að samdrátturinn haldi áfram þar til snemma á næsta ári þegar fjárfesting í ál- og orkuiðnaði eykst verulega. Neysla á innfluttum varanlegum neysluvörum fór að minnka áður en landsframleiðsla náði hámarki, sem er dæmigert einkenni á íslensku hagsveiflunni (sjá mynd IV-9), og gæti aukist snemma í bataferlinu. Mikill samdráttur í innflutningi endurspeglar stóran hlut innflutn- ings í einkaneyslu hér á landi en einnig að stór hluti af samdráttaráhrif- um nauðsynlegrar aðlögunar er að hluta beint úr landi. Samdráttur innflutnings helst í hendur við minnkandi innlenda eftirspurn en hann er líklegur til að verða meiri en nemur samdrætti innlendrar eft- irspurnar þar sem sennilegt er að mikil gengislækkun krónunnar leiði til þess að heimili kjósi í enn ríkari mæli að kaupa vörur sem eru fram- leiddar innanlands í stað innfluttra vara en við hóflegri gengislækkanir. Ennfremur hefur hlutur innflutnings í einkaneyslu aukist í samræmi við aukna hnattvæðingu á undanförnum árum. Þessari þróun hefur nú verið snúið við, sem á móti hefur áhrif á þróun innflutnings. ... sem veldur því að landsframleiðsla dregst mun minna saman en innlend eftirspurn en framleiðsluslaki verður allt spátímabilið Efnahagslægðin nú mun fela í sér mesta samdrátt landsframleiðslu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 11% í ár. Hún dregst minna saman en innlend eftirspurn vegna jákvæðs framlags utanríkisviðskipta. Líkur eru á að efnahagsbatinn verði hægur. Hann verður bæði háður styrk erlendrar eftirspurnar og árangri innlendra efnahagsaðgerða. Snörp aukning atvinnuleysis, sem er nú komið langt yfir jafnvægisstig, bendir til þess að verulegur framleiðsluslaki sé í þjóðarbúskapnum. Þetta staðfesta þær niðurstöður viðhorfskannana að mjög fá fyrirtæki finna fyrir skorti á vinnuafli eða ættu í erfiðleikum með að bregðast við óvæntri aukn- ingu á eftirspurn (sjá mynd IV-10). Hrun bankakerfisins, takmarkað framboð lánsfjár og mikil geng- islækkun krónunnar hefur ekki aðeins dregið úr heildareftirspurn, eins og útskýrt var hér að framan, heldur einnig heildarframboði hagkerfisins. Þetta eykur óvissuna við mat á framleiðsluspennu. Það dregur úr framleiðslugetu hagkerfisins þegar færa þarf vinnuafl milli atvinnugreina. Til skamms tíma litið felur þetta bæði í sér samdrátt mannauðs og tímabundinn kostnað meðan starfsfólk úr atvinnugrein- um sem eiga undir högg að sækja fær þjálfun í nýjum störfum. Minna framboð lánsfjár hefur einnig neikvæð áhrif á framleiðslugetu, en það leiðir til víðtæks rekstrarvanda fyrirtækja, minnkandi veltufjármagns og þess að framleiðslufjármunir fara forgörðum. Því er gert ráð fyrir að framleiðslugeta dragist saman mestallt spátímabilið. Með hliðsjón af alvarleika kreppunnar og hægum bata er þess vænst að framleiðslu- slaki verði bæði mikill og langvinnur og að hann nái hámarki á fyrri helmingi ársins 2010. Mynd IV-10 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta og þróun framleiðsluspennu1 1. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2009 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Framleiðsluspenna er mat Seðlabankans. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Hlutfall fyrirtækja Ætti erfitt með að mæta óvæntri eftirspurn (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás) Búa við skort á starfsfólki (v. ás) % af framleiðslugetu 0 10 20 30 40 50 60 0 1 2 3 4 5 6 2009200820072006 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-11 Framleiðsluspenna 1991-20111 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 1. Til varanlegra neysluvara þar sem innfluttar vörur og aðföng eru líklegar til að vega þungt eru húsgögn, heimilisbúnaður, ökutæki, símtæki, sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. Framleiðsluspenna er mat Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-9 Þróun framleiðsluspennu og kaupa á innfluttum varanlegum neysluvörum1 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86‘84‘82‘80 % Innfluttar varanlegar neysluvörur (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.