Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 46
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
46
taps, íslenskra fyrirtækja í eigu erlendra aðila. Ennfremur voru vaxta-
greiðslur neikvæðar um 193 ma.kr., sem er aukning um 60 ma.kr. frá
ársfjórðungnum á undan.
Methalli viðskiptajafnaðar árið 2008
Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var neikvæður um 35 ma.kr. árið
2008, í samanburði við 135 ma.kr. árið 2007. Þessu til viðbótar var þátta-
tekjuhalli sem nam 468 ma.kr. í fyrra sem er aukning um 403 ma.kr. frá
2007. Mestöll aukningin stafar frá 242 ma.kr. hækkun á hreinum vaxta-
greiðslum. Fyrir árið í heild var viðskiptahallinn 508 ma.kr., eða 35%
vergrar landsframleiðslu, mesti árlegur viðskiptahalli á Íslandi til þessa.
Veruleg óvissa um þróun þáttatekna til langs tíma litið
Eins og nefnt var hér að framan er viðskiptahallinn á síðasta ársfjórð-
ungi ársins 2008 sá mesti sem nokkru sinni hefur verið skráður hér á
landi. Horfur eru á verulegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum
samfara því að verulega dregur úr innlendri eftirspurn og innflutn-
ingi. Mesta óvissan í tengslum við viðskiptajöfnuðinn snýr að þróun
þáttatekna.
Nú eru vaxtagreiðslur mikilvægasti liður þáttatekna. Launaliðurinn
er óverulegur hluti þáttateknanna og ólíklegt að hann hafi nokkur
áhrif. Arður og endurfjárfestur hagnaður sýnir um þessar mundir tap
og mun sennilega halda því áfram um hríð. Búist er við að arður og
endurfjárfestur hagnaður fari að skila sér aftur um leið og alþjóðlegu
fjármálakreppunni lýkur og afrakstur af hlutafjármörkuðum í heim-
inum kemst aftur í eðlilegt horf. Fram að þeim tíma eru líkur á að
frekara tap erlendra fyrirtækja í eigu Íslendinga hafi neikvæð áhrif á
þáttatekjur.
Ekki er líklegt að liðurinn arður og endurfjárfestur hagnaður ein-
kennist um langt skeið af háum neikvæðum tölum þar sem þær stafa
að nokkru leyti af brunaútsölum fyrirtækja sem ramba á barmi gjald-
þrots. Þegar þessi fyrirtæki komast í þrot eða rétta úr kútnum er senni-
legt að þessi liður færist aftur í eðlilegra horf. Samkvæmt grunnspánni
mun verða lítils háttar halli á viðskiptajöfnuði eða sem nemur 2% af
vergri landsframleiðslu árið 2009, og fari í 2% afgang 2011.
Hrein erlend staða batnar smám saman
Annar mikilvægur liður, þótt hann sé ekki með í jöfnuði þáttatekna,
er afskrift skulda. Þróun þessa þáttar mun líklega hafa úrslitaþýðingu
fyrir íslenskan þjóðarbúskap því að hann hefur áhrif á hreina erlenda
stöðu þjóðarbúsins.
Liður hreinna vaxtagreiðslna mun einnig hafa þýðingu. Vaxtatekjur
munu líklega dragast saman vegna hruns stóru bankanna þriggja.
Vaxtakostnaður mun aukast, en óvíst er hversu mikið. Það er háð mörg-
um þáttum, svo sem endurheimt eigna og lausn Icesave-deilunnar, sem
og þeim vaxtakjörum sem íslenskum stjórnvöldum bjóðast. Af sömu
ástæðum er afar erfitt að meta og spá fyrir um hreina erlenda stöðu
þjóðarbúsins. Að gefnum nokkrum raunhæfum forsendum má þó
halda því fram að hreinar skuldir Íslands séu nú innan við 140% af
vergri landsframleiðslu og að skuldastaðan muni smám saman batna
eftir því sem á spátímabilið líður (sjá rammagrein VII-1).
Mynd VII-3
Hreinar vaxta- og arðtekjur og hrein
erlend staða þjóðarbúsins
Árlegar tölur 1990 - 2008
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af VLF
Hrein erlend staða (v. ás)
Hreinar vaxta- og arðtekjur (h. ás)
% af útflutningstekjum
0
-30
-60
-90
-120
-150
-180
-210
-240
0
-10
-20
-30
-40
-50
-60
-70
-80
‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Mynd VII-4
Hreinar erlendar vaxtatekjur
1. ársfj. 1997 - 4. ársfj. 2008
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Hreinar vaxtatekjur % af VLF (v. ás)
Hreinar vaxtatekjur (h. ás)
Ma.kr.
-35
-30
-25
-20
-15
-10
-5
0
-140
-120
-100
-80
-60
-40
-20
0
‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97