Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 69

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 69
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 69 Hinn 12. desember tóku gildi lög um embætti sérstaks saksóknara. Í lögunum er kveðið á um að sett skuli á stofn embætti sérstaks sak- sóknara til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og kjölfar atburða er leiddu til setningar laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamark- aði o.fl ., og þess ástands sem þá skapaðist á fjármálamarkaði, hvort sem það tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða ein- staklinga, og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með saksókn. Hinn 12. desember var tollalögum breytt þannig að allt landið verður eitt tollumdæmi. Hinn 17. desember ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að auka bilið milli hæstu og lægstu vaxta bankans. Stýrivextir bankans voru óbreyttir. Hinn 18. desember samþykkti Alþingi breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Í lögunum eru gerðar breytingar á ákvæðum 6. gr. lag- anna um dráttarvexti þess efnis að dráttarvextir miðist framvegis við 7% álag ofan á algengustu skammtímalán Seðlabankans til lánastofn- ana. Þá hefur heimild Seðlabankans til að ákveða annað vanefndaálag jafnframt verið felld brott. Með lagabreytingunni má gera ráð fyrir að dráttarvextir lækki um 4% frá því sem annars væri. Dráttarvextir verða auk þess framvegis ákveðnir mánaðarlega í stað tvisvar á ári. Hinn 18. desember samþykkti Alþingi breytingu á lögum um ársreikn- inga til að heimila fyrirtækjum að sækja um heimild til að færa ársreikn- inga áranna 2008 og 2009 í erlendum gjaldmiðli. Hinn 18. desember samþykkti Alþingi að nýta aðlögunarheimildir að- ildarsamnings EES frá árinu 2007 um aðgengi ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu að íslenskum vinnumarkaði þar til 1. janúar 2012. Hinn 18. desember lauk sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fjögurra daga heimsókn til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að kanna stöðu og horfur í efnahagsmálum. Heimsóknin tengdist þeirri lánafyrir- greiðslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti íslenskum stjórnvöldum 19. nóvember. Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönn- um og ýmsum hagsmunaaðilum. Hinn 19. desember tilkynnti skilanefnd Landsbanka Íslands að Kepler Capital Markets hafi verið selt stjórnendum og starfsmönnum Kepler. Hinn 20. desember samþykkti Alþingi lög um aðgerðir í ríkisfjármál- um. Tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr 22,75% í 24,1% og hámarksútsvar úr 13,03% í 13,28%, sóknargjöld, sjómannaafsláttur, hámarksfæðingarorlof, barnabætur og greiðslur samkvæmt búvöru- samningum voru lækkuð miðað við fyrri viðmiðanir og kostnaður rík- isins við lífeyristryggingar og vistun aldraðra lækkaður með því að auka vægi fjármagnstekna við útreikning bóta og kostnaðarþátttöku. Hinn 22. desember samþykkti Alþingi breytingu á lögum um lífeyris- sjóði sem rýmkuðu heimildir til að taka út séreignarsparnað, afnámu hámarksaldur fyrir lífeyristöku og rýmkuðu heimildir lífeyrissjóða til að kaupa óskráð verðbréf. Hinn 22. desember voru samþykkt á Alþingi fjáraukalög fyrir árið 2008. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 6 ma.kr. halla en í upphafl egum fjárlögum var gert ráð fyrir 39 ma.kr. afgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.