Peningamál - 01.05.2009, Page 11

Peningamál - 01.05.2009, Page 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 11 II Ytri skilyrði og útflutningur Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa farið stöðugt versnandi frá árslokum 2008. Áhrif fjármálakreppunnar hafa komið fram í raunhagkerfinu með minnkandi neyslu og framleiðslu. Efnahagslægð sem hefur orðið sam- tímis um allan heim hefur leitt til lækkandi hrávöruverðs og minnkandi verðbólgu og einnig átt sinn þátt í lækkandi hlutabréfaverði. Veruleg röskun á framboði lausafjár til fjármögnunar milliríkjaviðskipta hefur haft skaðleg áhrif á alþjóðaviðskipti. Í stað ótta við aukna verðbólgu samfara samdráttarskeiði á síðasta ári óttast menn nú verðhjöðnun. Í sumum ríkjum, t.d. á Írlandi, í Japan og Bandaríkjunum, hefur verðlag þegar lækkað milli ára, en í öðrum, t.d. á evrusvæðinu, er verðbólga nálægt núlli. Vegna versnandi horfa í heimsbúskapnum er meiri óvissa um útflutningsdrifinn efnahagsbata á Íslandi. Ennfremur lækkar verð á helstu útflutningsafurðum og því munu viðskiptakjör versna. Lægra raungengi mun þó að nokkru bæta þetta upp þar sem samkeppnis- staða útflutningsatvinnuveganna hefur batnað. Djúp efnahagslægð samtímis um allan heim ... Frá útgáfu Peningamála í janúar hafa efnahagshorfur í heiminum versnað til muna. Heimsbúskapurinn er í djúpri efnahagslægð og allar vonir um að nýmarkaðs- og þróunarríki kæmust hjá niðursveiflunni hafa gufað upp. Fjölmörg ríki hafa snúið sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sótt um neyðaraðstoð. Framleiðsla dróst saman milli ára í flestum stærri iðnríkjum á síð- asta fjórðungi ársins 2008, allt frá 0,8% í Bandaríkjunum og nálægt 2% á evrusvæðinu og í Bretlandi til hvorki meira né minna en 4,6% í Japan. Svipaður samdráttur varð einnig á Norðurlöndum, á bilinu 2,4% í Finnlandi til 4,9% í Svíþjóð. Undantekningin er Noregur þótt hagvöxtur væri aðeins 0,4% á síðasta fjórðungi ársins 2008 miðað við sama tíma árið áður. Á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst verg lands- framleiðsla í Bandaríkjunum enn frekar saman, eða um 2,6%, og eins í Bretlandi, en þar var samdrátturinn 4,1%. Haldið er áfram að endurskoða spár fyrir þetta ár niður á við og horfur eru á því að samdrátturinn magnist. Þess er vænst að lands- framleiðsla í OECD-löndunum í heild dragist saman í fyrsta sinn frá því í síðari heimsstyrjöldinni, en að heimsframleiðslan, eins og OECD skilgreinir hana, dragist saman um 2,7% árið 2009. Samkvæmt skil- greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á samdráttarskeiði, þ.e. minni vöxtur heimsframleiðslu en 3% á ári, er slíkt samdráttarskeið hafið. Í spá OECD er gert ráð fyrir að heimsframleiðslan taki smám saman aftur við sér árið 2010. Meðal helstu viðskiptalanda Íslands verður samdrátturinn enn meiri eða 4,4% í ár. Samkvæmt spá OECD verða afleiðingar þessa samdráttarskeiðs þó ekki eins í öllum löndum. Þess er vænst að Japan verði einna verst úti þar sem framleiðsla muni dragast saman um 6,6% í ár og 0,5% 2010. Önnur stór hagkerfi innan OECD eru ekki langt á eftir, þar sem búist er við að framleiðsla í Bandaríkjunum, Bretlandi og á evrusvæð- inu dragist saman um u.þ.b. 4% í ár. Þess er vænst að framleiðsla í þessum löndum verði álíka mikil á næsta ári og í ár. Heimild: Reuters EcoWin. Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -6 -4 -2 0 2 4 6 200820072006200520042003 Heimild: Consensus Forecasts. Mynd II-2 Hagvaxtarspár fyrir 2009 Súlurnar sýna hvenær spáin er gerð Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) 2008 1. ársfj. 2008 2. ársfj. 2008 3. ársfj. -8 -6 -4 -2 0 2 4 JapanEvrusvæðiðBandaríkin 2008 4. ársfj. 2009 1. ársfj. Apríl 2009

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.