Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 36 V Fjármál hins opinbera Stjórn opinberra fjármála verður mjög vandasöm í þeirri efnahags- niðursveiflu sem fylgir í kjölfar bankahrunsins á haustmánuðum. Stjórnvöldum er það þröngur stakkur skorinn að í raun er ekki hægt að tala um að fjármálastefna hins opinbera sé valfrjáls við núverandi aðstæður. Ekkert svigrúm er til að slaka á fjármálastefnunni til að draga úr samdrættinum. Þvert á móti verður nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að draga úr þeim mikla hallarekstri sem ella yrði ef ekkert væri að gert og auka þannig enn frekar á niðursveifluna til skamms tíma litið. Mjög erfitt yrði að fjármagna óheftan hallarekstur og hann yki á þær skuldir sem ríkissjóður situr uppi með í kjölfar bankahruns- ins. Sífellt aukin vaxtabyrði vegna vaxandi skulda myndi leiða til æ meiri hallarekstrar sem aftur þyrfti að fjármagna með auknu skatt- og lánsfé þegar fram líða stundir. Það myndi grafa enn frekar undan lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Opinber fjármál mega ekki við slíkri neikvæðri endurgjöf og því er brýnt fyrir langtíma vaxtarmöguleika að trúverðug aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett fram sem fyrst til að auka tiltrú á að opinber fjármál hér á landi séu sjálfbær, m.a. til að lánshæfiseinkunn verði ekki lækkuð enn frekar. Aðgerða þörf til að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála Ljóst er að skera verður niður spáðum halla á rekstri á árunum 2009- 2012 sem samsvarar í heild um 52% af landsframleiðslu ef óheftur. Aðgerðaáætlun stjórnvalda verður að leiða til árlegs bata á rekstri um a.m.k. 7½% af landsframleiðslu þegar allar aðgerðir hafa komið til framkvæmda árið 2012 til að leiðrétta frumjöfnuð. Mestur verður nið- urskurðurinn að vera á árunum 2010 og 2011 til að koma í veg fyrir hraða uppsöfnun skulda. Uppsafnaður halli áranna 2009-2012 næmi þannig 32% af landsframleiðslu eftir aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki gefið út yfirlýsingar um hversu umfangsmiklar aðgerðirnar verða eða að hvaða rekstrarþáttum þær beinast helst, en líklegt þykir að þær þurfi að taka á öllum þáttum rekstrar jafnt á tekju- og gjaldahlið. Í janúarhefti Peningamála voru ekki útfærðar þær aðgerðir sem grípa þyrfti til heldur látið nægja að benda á að aðgerða væri þörf af hálfu stjórnvalda varðandi fjármálastefnuna ef ekki ætti að tefla í tvísýnu sjálfbærni opinberra fjármála. Nú eru hins vegar mögulegar aðgerðir settar inn í grunnspá um afkomu hins opinbera á grundvelli þeirra almennu yfirlýsinga sem stjórnvöld hafa gefið út. Ekki er tekin afstaða til þess hvernig best væri að útfæra slíkar aðgerðir enda ekki á verksviði Seðlabankans að gera slíkt. En þar sem spágerðin þarf að styðjast við ákveðnar forsendur hefur sú leið verið valin til að allrar óhlutdrægni sé gætt að láta aðgerðirnar koma annars vegar jafnt niður á tekju- og gjaldahlið og hins vegar að bera niður í rekstri með sem jöfnustum hætti. Því er gert ráð fyrir að í aðgerðaáætlun stjórnvalda hafi skatttekjur verið auknar um 3,75% af landsframleiðslu á ári og að útgjöld hafi skerst um sama hlutfall af landsframleiðslu á ári að niðurskurði loknum. Á gjaldahliðinni er gert ráð fyrir niðurskurði í sam- neyslu, fjárfestingu og tekjutilfærslum en að á tekjuhlið verði beinir skattar á heimili og fyrir tæki hækkaðir. Ekki er gert ráð fyrir hækkun Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-1 Fjármál hins opinbera 2000-20111 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 34 36 38 40 42 44 46 48 50 52 -15 -12 -9 -6 -3 0 3 6 9 12 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-2 Fjármál ríkissjóðs 2000-20111 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.