Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 28 Að lokum kann tímabundin óvissa um útgreiðslu viðbótarlíf- eyrissparnaðar að hafa valdið því að lífeyrissjóðir hafi fremur fjárfest í innlánum en öðrum eignum sökum óvissu um útgreiðslur komandi mánaða. Innlán lífeyrissjóða jukust þannig um rúmlega 68 ma.kr. frá september fram til loka febrúarmánaðar, að hluta til vegna lokunar verðbréfa- og fjárfestingasjóða.3 ... en lítið um ný útlán Töluverð aukning innlána ætti að skapa bönkunum góða lausafjár- stöðu. Þrátt fyrir það hefur lítið verið um ný útlán frá hruni banka kerfis- ins. Ástæða fyrir litlu framboði lánsfjár virðist því fremur vera óvissa um stöðu bankanna sjálfra, efnahagsreikninga þeirra og stöðu efnahags- lífsins í heild fremur en skortur á lausafé. Þar sem millibankamarkaður hefur verið nánast óvirkur, reiða bankar sig nú á lántökur í Seðlabankanum til að mæta breytingum á lausa fjárstöðu sinni. Við hrun bankakerfisins minnkuðu dag- og veðlán við Seðlabankann verulega. Var það fyrst og fremst vegna falls stóru viðskiptabankanna og síðar, í kringum áramót, vegna yfirtöku ríkissjóðs á hluta af skuldum fjármálafyrirtækja við Seðlabankann. Það sama gerðist þegar Straumur, SPRON og Sparisjóðabankinn hættu starfsemi. Þar sem lántökur í Seðlabankanum hafa ekki aukist virðist ljóst að lausafjárskortur sé ekki fyrirstaða nýrra útlána. Eitthvað var um að greitt hafi verið inn á lán til heimila á meðan óvissan var mest. Má það m.a. rekja til ótta um að ekki yrði staðið við yfirlýsingu stjórnvalda um fullar innstæðutryggingar. Einstaklingar óttuðust að tapa sparifé sínu og ákváðu frekar að greiða upp lán. Hraðari uppgreiðslu lána má að öllum líkindum einnig rekja til vaxandi verðbólguvæntinga í kjölfar snarprar lækkunar á gengi krónunnar. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa versnað verulega Þrátt fyrir að stýrivextir hafi farið lækkandi um allan heim hefur alþjóð- lega fjármálakreppan leitt til versnandi fjármálalegra skilyrða heimila og fyrirtækja víðast hvar. Lánsloforð hafa verið innkölluð og ákvæðum lánasamninga breytt til hins verra fyrir skuldara. Aðgengi að lánsfé hefur snarversnað og vaxtaálag á stýrivexti hækkað. Sömu þróun má sjá hér á landi. Stýrivextir hafa lækkað en að- gengi að lánsfé eftir hrun bankakerfisins hefur minnkað verulega. Veð hafa rýrnað í kjölfar lækkunar húsnæðisverðs og fjárhagslegur auður tapast. Strax um mitt síðasta ár dró verulega úr útgáfu fyrir- tækjaskuldabréfa og þá var farið að bera á erfiðleikum bankanna við fjármögnun. Eftir hrun bankanna og hlutabréfamarkaðarins og setningu gjald - eyrisreglna hefur enn hert að. Auk þess sem ,,nýju“ bankarnir hafa verið tregir til að veita ný lán hefur verið erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir fyrirtæki að leita á verðbréfamarkað eftir fjármagni. Eftirspurn eftir fyrirtækjaskuldabréfum er lítil sem engin og hlutabréfamarkaðurinn nánast óvirkur. Beinn aðgangur innlendra fyrirtækja að erlendu lánsfé er þar að auki torveldur í kjölfar setningar gjaldeyrisreglna. Jafnvel 3. Samkvæmt efnahagsyfirliti lífeyrissjóða. Ma.kr. Mynd III-14 Daglán og veðlán Seðlabanka Íslands Daglegar tölur 1. október 2008 - 22. apríl 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglán (v. ás) Veðlán (h. ás) Ma.kr. 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 550 20092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.