Peningamál - 01.05.2009, Page 44

Peningamál - 01.05.2009, Page 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 44 að verkum að framleiðnivöxtur verður tiltölulega lítill á spátímabilinu, sérstaklega framan af. Launakostnaður á framleidda einingu mun því aðeins dragast lítillega saman á seinni hluta næsta árs þrátt fyrir óverulegar launahækkanir. Launakostnaður mun síðan taka að aukast á ný á fyrri hluta árs 2011, þegar efnahagslífið tekur við sér og næsta samningalota hefst, og vera kominn í takt við verðbólgumarkmiðið í lok spátímans.2 2. Eins og sjá má á mynd VI-7, hafa orðið breytingar á sögulegum gögnum um þróun launa- kostnaður á framleidda einingu frá því sem reiknað var með í janúarhefti Peningamála. Mest munar um nokkru meiri vöxt launakostnaðar árið 2006. Breytingarnar má rekja til endurskoðunar Hagstofu Íslands á launakostnaði í ljósi nýrra talna úr ársreikningum fyrir- tækja.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.