Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 32 fjárfestingar, sem hófst árið 2008, verði þrálátari en í dæmigerðri niðursveiflu og muni vara í þrjú ár og líklega verður lækkun húsnæð- isverðs í meira lagi í samanburði við þá lækkun sem orðið hefur í öðrum fjármálakreppulöndum (sjá töflu IV-1).4 Íbúðaverð hefur þegar lækkað um nálægt 10% að nafnvirði og 25% að raunvirði frá því að það náði hámarki í október 2007, sam kvæmt Fasteignaskrá Íslands. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að íbúðaverð muni lækka um u.þ.b. 32% að nafnvirði og 46% að raunvirði frá 2007 til 2011. Til samanburðar hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum lækkað um u.þ.b. 31% að nafnvirði frá því að það náði hámarki um mitt ár 2006 samkvæmt samsettum húsnæðisverðs- vísitölum S&P/Case-Schiller sem taka til 10 og 20 borga.5 Íbúðaverð í Finnlandi lækkaði um 52% að raunvirði frá 1989 til 1993 í kjölfar fjármálakreppunnar þar. Ör samdráttur er í atvinnugreinum sem eru háðar innlendri eftirspurn en þau fyrirtæki sem framleiða samkeppnisvörur eru betur sett Íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir umfangsmiklum vanda í kjölfar hruns bankakerfisins. Verulegar breytingar á framboði lánsfjár koma illa niður á mjög skuldsettum fyrirtækjum sem reiða sig á utanaðkomandi fjármögnun starfsemi sinnar. Aðrar uppsprettur lánsfjár en bankar eru takmarkaðar hér á landi þar sem markaður með fyrirtækjaskuldabréf er úr skorðum og fjárfestar hafa aðgang að hárri nafnávöxtun rík- isskuldabréfa og ríkistryggðum innlánum. Lán í erlendum gjaldmiðlum voru algeng fyrir kreppuna, jafnvel í atvinnugreinum með takmarkaðar tekjur í erlendum gjaldmiðlum. Mikil lækkun á gengi krónunnar hefur í sumum tilvikum gert eigið fé fyrirtækja að engu og skilið þau eftir með óviðráðanlega skuldabyrði. Ennfremur hefur hrun skiptasamningamark- aða gert það að verkum að fyrirtækjum eru ekki lengur neinar leiðir færar til að verja sig gegn gjaldmiðlaáhættu svo að þau eru viðkvæmari en áður fyrir frekari gengissveiflum. Eftir því sem aðgangur að erlendu lánsfé hefur minnkað verða æ fleiri fyrirtæki fyrir áhrifum hárra inn- lendra nafnvaxta sem ganga frekar á tekjur þeirra. Atvinnugreinar sem eru háðar innlendri eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragast hratt saman en fyrirtæki sem framleiða samkeppnisvörur eru betur sett. Staða fyrirtækja er mjög misjöfn eftir geirum. Fyrirtæki í t.d. fasteigna- viðskiptum, byggingariðnaði og innflytjendur varanlegra neysluvara eru að verða fyrir hvað mestum samdrætti en þeim óx hvað mest ásmegin í uppsveiflunni fyrir hrunið. Rekstrarvandi fyrirtækja, lánsfjárkreppa og seinkun á endurskipulagningu bankanna dregur úr atvinnuvegafjárfestingu Vænta má útbreidds rekstrarvanda í atvinnulífinu meðan fyrirtæki draga úr skuldsetningu og leitast við að styrkja efnahagsstöðu sína. 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-7 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirflokka hennar 1991-20111 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Mynd IV-6 Þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna 1991-20111 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Einkaneysla Ráðstöfunartekjur -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 4. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2008). „The Changing Housing Cycle and the Implications for Monetary Policy“, 3. kafli í World Economic Outlook, apríl 2008, bls. 1–30. 5. S&P/Case-Schiller húsnæðisvísitölunum er ætlað að rekja verðþróun dæmigerðs húsnæðis einnar fjölskyldu í Bandaríkjunum. Vísitalan hefur grunngildið 100 í janúar 2000. Gildi samsettrar vísitölu 10 borga í febrúar 2009 er 154,7 og samsettrar vísitölu 20 borga er 143,2 en báðar vísitölurnar náðu hámarki í yfir 200 stigum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.