Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 51
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
51
VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur
Verðbólga hefur hjaðnað nokkru meira og hraðar en búist var við í
Peningamálum í janúar sl. og nam rúmlega 17% á fyrsta ársfjórðungi,
sem er tæplega 1½ prósentu minni verðbólga en spáð var. Gengi krón-
unnar var heldur sterkara á fyrsta ársfjórðungi en vænst var auk þess
sem lækkun húsnæðisverðs hafði meiri áhrif til hjöðnunar verðbólgu
en búist var við. Einnig hefur alþjóðleg verðbólga hjaðnað verulega
og hrávöruverð á heimsmarkaði er stöðugra eftir að hafa lækkað
mikið á síðasta ári. Horfur eru á að verðbólga minnki hratt á næstu
misserum enda samdráttur eftirspurnar mikill og vaxandi slaki í þjóðar-
búskapnum. Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega og horfur eru
á að verðbólga verði komin niður fyrir 10% á þriðja ársfjórðungi 2009
og nái verðbólgumarkmiðinu snemma á næsta ári. Helsti óvissuþátt-
urinn sem gæti leitt til meiri verðbólgu er gengi krónunnar en aðrir
undirliggjandi þættir draga úr verðbólguþrýstingi.
Hjöðnun verðbólgu er hafin
Verðbólga náði hámarki í janúar sl. þegar hún nam 18,6% og hafði
aukist afar hratt árið 2008, einkum vegna áhrifa gengislækkunar krón-
unnar. Í apríl hækkaði vísitala neysluverðs um 0,45% frá fyrri mánuði
og nam tólf mánaða verðbólga 11,9%. Undirliggjandi verðbólga hefur
einnig minnkað og nam 13% í apríl.1 Árshækkun vísitölu neysluverðs
án húsnæðis var hins vegar töluvert meiri eða 15,6%. Árstíðarleiðrétt
þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni mældist 0,8% í apríl sl. sam-
anborið við 4,6% í mars og 19½% í janúar. Þrátt fyrir að vera afar
sveiflukenndur mælikvarði á verðbólgu gefur hann vísbendingu um að
hratt dragi úr verðbólgu.
Lækkun húsnæðisverðs mikilvægur þáttur í verðbólguhjöðnun
Fasteignamarkaðurinn er í djúpri lægð og er lækkun markaðsverðs
húsnæðis því farin að hafa meiri áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs.
Lítil velta á húsnæðismarkaði og fjöldi makaskiptasamninga gerir
mælingar á fasteignaverði vandasamari en áður. Sennilegt er að til-
tölulega mikill fjöldi makaskiptasamninga leiði til þess að áhrifin af
lækkun húsnæðisverðs séu lengur að skila sér í mældri verðbólgu.
Erfitt er því að meta hversu mikið mælingar vanmeta raunverulega
íbúðaverðslækkun. Húsnæðisverð hafði í apríl lækkað um rúm 12% að
nafnvirði sl. tólf mánuði og um 22% að raunvirði, samkvæmt tölum
frá Hagstofu Íslands um íbúðaverð á öllu landinu. Til samanburðar
hafði húsnæðisverð í ársbyrjun lækkað um rúm 3% að nafnvirði und-
angengna tólf mánuði.2
1. Undirliggjandi verðbólga er án áhrifa sveifl ukenndra þátta, opinberrar þjónustu og raun-
vaxta.
2. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands (FÍ) hafði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars lækkað
um 8,5% sl. tólf mánuði en hafði lækkað um 11% á öllu landinu samkvæmt Hagstofu
Íslands (HÍ). Aðferðir FÍ og HÍ við útreikning á vísitölum húsnæðisverðs eru ekki nákvæm-
lega eins. Í fyrsta lagi notar HÍ þriggja mánaða hlaupandi meðaltal byggt á gögnum frá FÍ
við útreikning markaðsverðs húsnæðis. Í öðru lagi notar HÍ ávöxtunarkröfu til að núvirða
makaskiptasamninga en FÍ horfir fram hjá þessum samningum við útreikning íbúðaverðs.
Í apríl sl. notaði HÍ ávöxtunarkröfu sem var um 23%. Virði fasteignar sem greiðslu í hús-
næðisviðskiptum er því lækkað um 23% við útreikning á staðgreiðsluvirði kaupsamnings.
Mynd VIII-1
Verðbólga janúar 2001 - apríl 20091
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
200920082007200620052004200320022001
12 mánaða breyting vísitölu (%)
1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er
vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í
kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið.
Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum
raunvaxta.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Vísitala neysluverðs
Kjarnavísitala 1
Kjarnavísitala 2
Kjarnavísitala 3
Verðbólgumarkmið Seðlabankans
Mynd VIII-2
Þriggja mánaða árstíðarleiðrétt verðbólga
janúar 2001 - apríl 2009
-5
0
5
10
15
20
25
30
200920082007200620052004200320022001
%
Þriggja mánaða verðbólga
Þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
12 mánaða breyting (%)
Mynd VIII-3
Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs
janúar 1999 - apríl 2009
Heimild: Hagstofa Íslands.
Reiknuð húsaleiga
Greidd húsaleiga
Markaðsverð húsnæðis
Viðhald og viðgerðir á húsnæði
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99