Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 51 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðbólga hefur hjaðnað nokkru meira og hraðar en búist var við í Peningamálum í janúar sl. og nam rúmlega 17% á fyrsta ársfjórðungi, sem er tæplega 1½ prósentu minni verðbólga en spáð var. Gengi krón- unnar var heldur sterkara á fyrsta ársfjórðungi en vænst var auk þess sem lækkun húsnæðisverðs hafði meiri áhrif til hjöðnunar verðbólgu en búist var við. Einnig hefur alþjóðleg verðbólga hjaðnað verulega og hrávöruverð á heimsmarkaði er stöðugra eftir að hafa lækkað mikið á síðasta ári. Horfur eru á að verðbólga minnki hratt á næstu misserum enda samdráttur eftirspurnar mikill og vaxandi slaki í þjóðar- búskapnum. Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega og horfur eru á að verðbólga verði komin niður fyrir 10% á þriðja ársfjórðungi 2009 og nái verðbólgumarkmiðinu snemma á næsta ári. Helsti óvissuþátt- urinn sem gæti leitt til meiri verðbólgu er gengi krónunnar en aðrir undirliggjandi þættir draga úr verðbólguþrýstingi. Hjöðnun verðbólgu er hafin Verðbólga náði hámarki í janúar sl. þegar hún nam 18,6% og hafði aukist afar hratt árið 2008, einkum vegna áhrifa gengislækkunar krón- unnar. Í apríl hækkaði vísitala neysluverðs um 0,45% frá fyrri mánuði og nam tólf mánaða verðbólga 11,9%. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og nam 13% í apríl.1 Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis var hins vegar töluvert meiri eða 15,6%. Árstíðarleiðrétt þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni mældist 0,8% í apríl sl. sam- anborið við 4,6% í mars og 19½% í janúar. Þrátt fyrir að vera afar sveiflukenndur mælikvarði á verðbólgu gefur hann vísbendingu um að hratt dragi úr verðbólgu. Lækkun húsnæðisverðs mikilvægur þáttur í verðbólguhjöðnun Fasteignamarkaðurinn er í djúpri lægð og er lækkun markaðsverðs húsnæðis því farin að hafa meiri áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs. Lítil velta á húsnæðismarkaði og fjöldi makaskiptasamninga gerir mælingar á fasteignaverði vandasamari en áður. Sennilegt er að til- tölulega mikill fjöldi makaskiptasamninga leiði til þess að áhrifin af lækkun húsnæðisverðs séu lengur að skila sér í mældri verðbólgu. Erfitt er því að meta hversu mikið mælingar vanmeta raunverulega íbúðaverðslækkun. Húsnæðisverð hafði í apríl lækkað um rúm 12% að nafnvirði sl. tólf mánuði og um 22% að raunvirði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands um íbúðaverð á öllu landinu. Til samanburðar hafði húsnæðisverð í ársbyrjun lækkað um rúm 3% að nafnvirði und- angengna tólf mánuði.2 1. Undirliggjandi verðbólga er án áhrifa sveifl ukenndra þátta, opinberrar þjónustu og raun- vaxta. 2. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands (FÍ) hafði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars lækkað um 8,5% sl. tólf mánuði en hafði lækkað um 11% á öllu landinu samkvæmt Hagstofu Íslands (HÍ). Aðferðir FÍ og HÍ við útreikning á vísitölum húsnæðisverðs eru ekki nákvæm- lega eins. Í fyrsta lagi notar HÍ þriggja mánaða hlaupandi meðaltal byggt á gögnum frá FÍ við útreikning markaðsverðs húsnæðis. Í öðru lagi notar HÍ ávöxtunarkröfu til að núvirða makaskiptasamninga en FÍ horfir fram hjá þessum samningum við útreikning íbúðaverðs. Í apríl sl. notaði HÍ ávöxtunarkröfu sem var um 23%. Virði fasteignar sem greiðslu í hús- næðisviðskiptum er því lækkað um 23% við útreikning á staðgreiðsluvirði kaupsamnings. Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - apríl 20091 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 200920082007200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Þriggja mánaða árstíðarleiðrétt verðbólga janúar 2001 - apríl 2009 -5 0 5 10 15 20 25 30 200920082007200620052004200320022001 % Þriggja mánaða verðbólga Þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 12 mánaða breyting (%) Mynd VIII-3 Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs janúar 1999 - apríl 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. Reiknuð húsaleiga Greidd húsaleiga Markaðsverð húsnæðis Viðhald og viðgerðir á húsnæði -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.