Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 6 Þau skyndilegu straumhvörf fjármagnsinnflæðis sem urðu hér á landi sl. haust og gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið hafa leitt til mikillar aðlögunar eftirspurnar. Einkaneysla og fjárfesting drógust saman um tæplega fjórðung á síðasta fjórðungi ársins 2008 miðað við sama tíma árið áður. Samdráttur um tæplega 50% í innflutningi á vörum og þjónustu þýðir hins vegar að samdráttur í landsframleiðslu var mun minni, eða 1,5%. Nú er talið að eftirspurn og framleiðsla haldi áfram að dragast saman þar til að þjóðarbúskapurinn tekur smám saman að rétta úr kútnum á ný um mitt ár 2010. Efnahagur heimila og fyrirtækja er viðkvæmur fyrir gengissveiflum ... Í ljósi þess að gengislækkun krónunnar hefur veruleg áhrif á erlendar skuldir heimila, fyrirtækja og banka er brýnt að koma í veg fyrir enn stórfelldari lækkun gengisins. Styrking krónunnar í kjölfar snarprar lækkunar sl. haust var því mikilvæg til að draga úr umfangi efnahags- hrunsins. Raungengið er þó enn vel samkeppnishæft og raunar má halda því fram að töluverð styrking krónunnar væri í samræmi við hraðan bata í þjóðarbúskapnum eða gæti jafnvel stutt við hann. Hærra raungengi myndi draga úr skuldabyrði mjög skuldsettra fyrirtækja og heimila, sem sum eru jafnvel tæknilega gjaldþrota miðað við núver- andi gengi og eiga því erfitt með að fá gjaldfrest og rekstrarfé. ... því er gengisstöðugleiki mikilvægt markmið peningastefnunnar Til að stuðla að endurreisn efnahags heimila og fyrirtækja eru Seðla- bankinn, stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sammála um að veigamikill þáttur í áætluninni um efnahagsbata á Íslandi sé stöðug- leiki krónunnar. Gengisstöðugleiki er líka mikilvægur þáttur í að koma að nýju á verðlagsstöðugleika á Íslandi. Þetta kallaði í upphafi á aðhaldssama peningastefnu og á tímabundin gjaldeyrishöft til að forðast óheft útflæði fjármagns. Í ljósi veikrar stöðu íslensks þjóð- arbúskapar og þeirrar efnahagsröskunar sem fylgir gjaldeyrishöftum eru báðar ráðstafanirnar óheppilegar en ómissandi liðir í áætlun sem miðar að því að styðja varanlegan efnahagsbata. Það hefur torveldað framkvæmd peningastefnunnar að til varð tvöfaldur markaður með krónuna vegna gjaldeyrishaftanna. Viðskipti sem aðallega tengjast vöru- og þjónustuviðskiptum fara fram á opin- bera innlenda gjaldeyrismarkaðnum, en einhver viðskipti milli erlendra eigenda íslenskra fjármálaafurða fara fram á markaði sem hefur þróast erlendis. Báðir markaðir eru mjög þunnir og tiltölulega lítil viðskipti geta auðveldlega valdið miklum verðbreytingum. Þetta skapar frekari hættu því að fáar fjármálaafurðir eru tiltækar til að draga úr þessum sveiflum og verja sig gegn þeim við núverandi aðstæður. Munurinn á gengi krónunnar á innlendum markaði og aflands- mark aði (e. offshore market) hefur minnkað á ný eftir að hafa aukist á fyrstu mánuðum ársins og nú er gengi krónunnar um 208 kr. gagn- vart evru á aflandsmarkaðnum, eða u.þ.b. 23% lægra en á opin berum gjaldeyrismarkaði. Ætíð er hætt við að gjaldeyrishöft haldi ekki fullkomlega Á undanförnum mánuðum hefur komið í ljós að myndast hafa smugur framhjá gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaaðilar hafa getað keypt krónur Mynd I-2 Tvöfaldur gjaldeyrismarkaður íslensku krónunnar1 Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 6. maí 2009 Kr./evra Erlendis Innanlands1 1. Gengi innanlands er lokagengi dagsins. Heimild: Reuters. 2008 2009 50 100 150 200 250 300 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.