Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 20

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 20 gengi krónunnar töluvert, enda eyddu þær óvissu um fyrirkomulag gengismála og drógu úr líkum á stórfelldum fjármagnsflótta. Í kjölfarið róaðist gjaldeyrismarkaðurinn, þótt umtalsverðar sveiflur hafi verið á gengi krónunnar. Frá miðjum marsmánuði hefur þó gengi krónunnar lækkað talsvert, eftir tímabil hækkunar. Þróun gengisins þarf að meta í ljósi þess að velta á innlendum millibankamarkaði með gjaldeyri hefur verið afar lítil. Hún hefur verið um 3,8 ma.kr. á mánuði að meðaltali það sem af er ári samanborið við 617,7 ma.kr. að meðaltali á mánuði á síðasta ári. Að minnsta kosti tvær ástæður liggja að baki lítilli veltu. Í fyrsta lagi er samkvæmt núgildandi gjaldeyrisreglum aðeins heimilt að eiga viðskipti með gjald- eyri vegna vöru- og þjónustuviðskipta sem og vegna greiðslna arðs, vaxta og launa. Í öðru lagi hafa bankar sem stunda nú gjaldeyrisvið- skipti að miklu leyti getað mætt framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri án þess að leita á millibankamarkað með gjaldeyri. Tregðu bank- anna til að gera upp viðskipti á millibankamarkaði má einnig rekja til takmarkaðrar veltu á markaðnum, sem leiðir til þess að litlar upphæðir geta haft veruleg áhrif á gengi krónunnar. Það leiðir svo til þess að enn frekar dregur úr virkni markaðarins og hætta á miklum gengissveiflum eykst. Í kjölfar þess að gjaldeyrisreglurnar voru settar myndaðist bil á milli gengis krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði og aflandsmark- aði með krónuna (sjá umfjöllun í rammagrein III-1). 1. janúar 2000 = 100 Mynd III-6 Gengisvísitala krónunnar Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 6. maí 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. 100 120 140 160 180 200 220 240 260 200920082007 Rammagrein III-1 Aflandsmarkaður með krónur Opinber verðmyndun á íslensku krónunni á sér stað á innlendum millibankamarkaði í viðskiptum milli viðskiptavaka Seðlabanka Íslands. Frá fyrri hluta ársins 2005 hafa viðskipti erlendra banka haft töluverð áhrif á gengisþróun íslensku krónunnar, en erlendir bankar eiga bæði viðskipti við innlenda banka og sín á milli. Viðskipti á milli tveggja erlendra banka með krónur eru nefnd aflandsviðskipti (e. offshore trading). Viðskipti á millibankamarkaði og aflandsmarkaði voru nátengd fram að hruni bankanna, þegar millibankamarkaðurinn lagðist tímabundið af, enda tryggðu frjálsir fjármagnsflutningar að frávik í gengi krónunnar á milli markaðanna yrðu skamvinn. Skapaðist slíkur verðmunur myndaðist högnunartækifæri (e. arbitrage opportunity) sem tryggðu að verðmunurinn hyrfi fljótlega. Viðskipti á aflandsmarkaðnum eiga sér stað í nokkrum við- skipta kerfum og í beinum viðskiptum (e. over the counter). Frá setn- ingu neyðarlaganna hafa aflandsviðskiptin verið töluvert minni en áður og verðmyndun óstöðug. Gengi krónunnar á aflandsmarkaði ræðst að mestu leyti af uppgjörum fjármálagerninga og markaðs- tengdum fréttum. Þegar markaðurinn hefur náð einhvers konar tímabundnu jafnvægi hefur gengi krónnunnar verið á bilinu 190- 210 krónur fyrir eina evru, en nokkrum sinnum hefur eftirspurn eftir krónum nánast horfið og gengið hríðlækkað. Sem dæmi má nefna að eftirspurn eftir krónum hvarf um miðjan nóvember 2008 og um miðjan mars sl. og eru dæmi frá þeim tíma um viðskipti á gengi sem var um og yfir 250 krónur fyrir hverja evru. Eftir setningu reglna um gjaldeyrismál í upphafi desember hækkaði aflandsgengi krónunnar gagnvart evru og síðustu dagana í apríl glæddust viðskipti á ný. Áætla má að gjaldeyrisvelta á aflandsmarkaði sé aðeins brot af heildarveltu með íslenskar krónur, en mest er veltan innan inn- lendra banka. Með setningu reglna um gjaldeyrismál 28. nóvember 2008 voru viðskipti á milli innlends markaðar og aflandsmarkaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.